Morgunblaðið - 20.05.2004, Qupperneq 18
ERLENT
18 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
03
-
IT
M
20
04
15
Ármúla 31 • S. 588 7332
Opi›: Mán. - föst. 9-18,
Laugardaga 10-14
Einnig miki› úrval blöndunartækja
Recife á bor›
46x46 sm
Kr. 22.900,-
Nilo í bor›
47,5x39 sm
Kr. 11.900,-
Nila í bor›
56,5x47 sm
Kr. 7.900,-
Denver á bor›
40x41,5 sm
Kr. 23.900,-
Laguna á bor›
49x39 sm
Kr. 18.900,-
Miami á bor›
48,5x62,5 sm
Kr. 16.400,-
Cima í bor›
53,5x41,5 sm
Kr. 10.900,-
Lyra á vegg
45x35 sm e›a 50x24 sm
Kr. 3.250,-
Nostalgia á fæti
70x57 sm
Kr. 65.900,-
Madeira á fæti
51x40 sm
Kr. 23.900
Natal á bor›
61x52 sm
Kr. 23.900,-
Bahia í horn
47,5x48 í horn
Kr. 18.900,-
Nila á fæti
55x45 sm
Kr. 9.450,-
Corinto í bor›
60x48,5 sm
Kr. 19.900,-
Marina hornhandlaug
65x52 sm
kr. 12.900,-
Marina á vegg
50x35 sm
Kr. 4.850,-
Fama í bor›
56x47 sm
Kr. 10.900,-
Dallas á bor›
46x46 sm
Kr. 19.700,-
Las Vegas á bor›
49x51,5 sm
Kr. 20.900,-
Boston á bor›
40,5x40,5 sm
Kr. 12.920,-
kr
kr
kr kr krkr
krkr krOpnunartilbo› postulínshandlaugar
O P I ‹ Í D A G U P P S T I G N I N G A R D A G
„MÉR líst vel á að Singh verði forsætisráðherra. Hann er
einn af mikilhæfustu forystumönnum sem Indland hefur
átt á seinni árum,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson forseti
Íslands, en hann hitti Manmohan Singh er hann kom hing-
að til lands fyrir tæplega þremur árum. Þá var hann í föru-
neyti Soniu Gandhi sem kom hingað í einkaheimsókn í boði
Ólafs.
„Hann er mjög yfirvegaður og fágaður maður. Skemmti-
leg blanda af heimsmanni og Indverja. Vel menntaður og
víðsýnn en jafnframt hógvær og lítillátur,“ segir Ólafur
þegar hann er spurður hvernig Singh kom honum fyrir
sjónir. Hann segir Singh njóta mikillar virðingar bæði á
Indlandi og um allan heim. „Hann var einn helsti áhrifa-
maður Kongressflokksins í stjórnartíð hans og höfundur
þeirra efnahagsbreytinga sem hafa gert Indverjum kleift
að njóta hagvaxtar á liðnum árum.“
Ólafur segist skilja vel þá ákvörðun Soniu Gandhi að
verða ekki forsætisráðherra landsins þrátt fyrir að hún
hafi ákaft verið hvött til þess. „Fjölskyldan hefur orðið að
búa við mikinn ótta á undanförnum árum og ef hún tæki við
embættinu væri hún að gera sjálfa sig að skotmarki. Satt
að segja er aðdáunarvert að þessi kona, sem hefur tekist á
við svo mikla sorg í fjölskyldu sinni, hafi fallist á að verða
forystumaður þessa sögufræga flokks og leitt hann til sig-
urs í þessu fjölmennasta lýðræðisríki heims. Það er ekki lít-
ið afrek.“
Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon
Sonia Gandhi, Ólafur Ragnar Grímsson, Dorrit Moussaieff og Manmohan Singh fyrir utan Bessastaði sumarið 2001.
Ólafi Ragnari líst vel á
nýja forsætisráðherrann
FORSETI Indlands, Abdul
Kalam, fól í gær Manmohan
Singh úr Kongress-flokknum
að mynda nýja ríkisstjórn.
Flokkurinn útnefndi Singh for-
sætisráðherraefni sitt í gær
eftir að ljóst varð að Sonia
Gandhi, leiðtogi flokksins, vildi
ekki taka að sér embættið.
Singh og Gandhi gengu á fund
Kalams í gær og lýstu því yfir
að Kongressflokkurinn og
stuðningsflokkar hans hefðu
meirihluta á þinginu.
Fyrrverandi stjórnarflokkar,
þar sem harðlínu-hindúar hafa
mikil áhrif, hafa farið hamför-
um síðustu daga gegn Gandhi,
sem er er ítölsk að uppruna og
sagt að útilokað væri að hún
gæti tekið við forystu landsins
vegna upprunans. Sagði
Gandhi að hún óttaðist að þeir
myndu grípa til örþrifaráða ef
hún tæki við embættinu. Eig-
inmaður hennar, Rajiv Gandhi,
sem var forsætisráðherra um
nokkurra ára skeið, var myrtur
1991. Móðir hans, Indira
Gandhi, var myrt nokkrum ár-
um fyrr er hún gegndi embætt-
inu.
Singh sagði að hann vildi
gera Indland að fyrirmyndar-
ríki í efnahagsumbótum.
„Við sendum mörkuðunum
þau skilaboð að stjórn okkar
geri sér grein fyrir mikilvægi
heilbrigðs fjármálamarkaðar.
Það er engin ástæða til ótta,“
sagði hann. Singh hét því að
Indland yrði land þar sem fá-
tækir myndu fá ný tækifæri.
Verð á fjármálamörkuðum hef-
ur hrunið eftir að Kongress-
flokkurinn vann óvæntan sigur
í þingkosningum í síðustu viku.
Singh er hins vegar þekktur
fyrir eindreginn stuðning sinn
við markaðsstefnu og gæti því
tilnefning hans orðið til að róa
markaðina. Verðið hækkaði
þegar um nær 3% er ljóst var
að hann tæki við.
Gandhi verður
áfram formaður
Singh var í gær kjörinn leið-
togi þingflokks Kongress-
flokksins.
Hann er 71 árs gamall hag-
fræðingur frá Oxfordháskóla,
er síkhi og verður fyrsti for-
sætisráðherra Indlands sem
ekki er hindúi. Singh starfaði
um tíma hjá Alþjóða gjaldeyr-
issjóðnum, IMF, en gegndi
embætti fjármálaráðherra
meðan Kongressflokkurinn var
við völd á árunum 1991 til 1996.
Hann beitti sér þá fyrir því að
indverska hagkerfið yrði opnað
eftir áratugalanga haftastefnu.
Mikið hefur verið reynt að fá
Soniu Gandhi ofan af þeirri
ákvörðun sinni að gefa ekki
kost á sér í embætti forsætis-
ráðherra. Í yfirlýsingu, sem
hún sendi flokksfélögum, sagð-
ist hún ætla að leiða flokkinn
áfram. „En ég bið ykkur að
skilja að ég tala af dýpstu
sannfæringu þegar ég segi að
að ég geti ekki breytt ákvörðun
minni um að verða ekki for-
sætisráðherra,“ segir hún.
Singh verð-
ur forsætis-
ráðherra
Indlands
Öflugur talsmaður markaðs-
stefnu og verðlag hækkaði
þegar á mörkuðum
Nýju Delhí. AFP.