Morgunblaðið - 20.05.2004, Side 19
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2004 19
NEÐRI deild breska þingsins var rýmd í
skyndi í miðjum fyrirspurnatíma Tonys Blairs
forsætisráðherra í gær eftir að purpurarauðu
dufti var kastað í Blair frá áhorfendastúku.
Lenti duftið á baki forsætisráðherrans en það
reyndist vera skaðlaust, að sögn lögregl-
unnar. Tvær duftsendingar munu hafa lent í
salnum, önnur hafnaði milli Blairs og Gordons
Browns fjármálaráðherra, hin á Blair.
Karlmaður í jakkafötum stóð skyndilega
upp í áhorfendastúkunni og hrópaði „manstu“
og síðan eitthvað um „fimm ár“. Maðurinn er
sagður vera félagi í samtökum er nefnast
Fathers 4 Justice en þau hafa oft beitt óvenju-
legum aðferðum til að vekja athygli á baráttu
sinni fyrir auknum rétti feðra.
Blair var augsýnilega brugðið þar sem
hann stóð og svaraði fyrirspurnum þing-
manna. Forseti deildarinnar, Michael Martin,
sleit þingfundi þegar í stað en fundurinn
hófst aftur klukkustund síðar.
Maðurinn, sem henti duftinu í Blair, stóð á
svæði, sem ætlað er þingmönnum úr lávarða-
deildinni og gestum þeirra. Svæðið, þar sem
almenningi er ætlað að vera, er girt af frá
þingsalnum með öryggisgleri en ekki svæðið
þar sem gestir þingmanna halda sig.
Annar maður sást halda miða á lofti en
ekki er vitað hvað stóð á honum. Báðir voru
mennirnir handteknir. Þeir voru gestir Llil
Golding barónessu úr Verkamannaflokknum.
Hún sagðist í gær vera miður sín yfir atburð-
inum og hét því að aðstoða lögregluna við að
upplýsa málið.
Dufti fleygt í Tony Blair í þinginu
London. AFP, AP.
AP
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands.
SKRIFSTOFA Gerhards Schröd-
ers, kanslara Þýskalands, kærði í
gær atvinnulausan mann, sem réðst
að kanslaranum og gaf honum
eyrnafíkju á pólitískum fundi fyrr í
vikunni.
Schröder var að gefa eiginhand-
aráritanir á fundi jafnaðarmanna í
borginni Mannheim þegar mað-
urinn vatt sér að honum og sló til
kanslarans. Var hann strax yf-
irbugaður af öryggisvörðum en við
yfirheyrslu vildi hann ekki nefna
neina ástæðu fyrir framferði sínu. Í
Þýskalandi er hins vegar mikil
óánægja með frammistöðu stjórn-
arinnar í efnahagsmálunum. Árið
1991 var ráðist á Helmut Kohl,
fyrrverandi kanslara, með eggjum
og málningu en hann sló frá sér og
reyndi sjálfur að handtaka þann,
sem það gerði.
Kært fyrir
eyrnafíkju
Mannheim. AFP.
MILTON Friedman, nóbels-
verðlaunahafi og einn þekkt-
asti hagfræðingur síðari tíma,
telur „umtals-
verðar líkur“
á því að evru-
svæðið leysist
upp á næstu
árum. Þetta
mat Fried-
mans kemur
fram í viðtali
hans við net-
miðilinn euob-
server.com.
Friedman
telur að erfitt muni reynast
að fella saman hagkerfi ríkja
Evrópusambandsins og
mynda úr þeim eina heild.
Hagkerfi þeirra séu mjög ólík
og hið sama eigi við um
menningu þeirra og tungu-
mál.
Hann telur að vandinn
muni aðeins aukast í kjölfar
stækkunar Evrópu-
sambandsins. Aðildarríki þess
eru nú 25 eftir að tíu ný ríki
bættust í hópinn fyrsta þessa
mánaðar. Evrusvæðið tekur
enn hins vegar aðeins til tólf
aðildarríkja en nýju ríkin
hyggjast öll taka upp evruna
sem gjaldmiðil í fyllingu tím-
ans. Fjögur nýju ríkjanna,
Kýpur, Eistland, Slóvenía og
Litháen, hyggjast taka evruna
upp við fyrsta tækifæri.
Friedman kveðst ekki vilja
fullyrða að evrusvæðið leysist
upp en telur „sterkar líkur“ á
að sú verði raunin „á næstu
árum“. Hann segist raunar
telja að evran hafi fram til
þessa reynst ágætlega en seg-
ir að miklir erfiðleikar séu
trúlega framundan nú þegar
Evrópusambandið hafi verið
stækkað. Hann telur að gömlu
gjaldmiðlarnir verði teknir
upp á ný líði evran undir lok.
Heftandi reglur
Friedman, sem fékk nób-
elsverðlaunin í hagfræði árið
1976, segir að um einstök
hagkerfi Evrópuríkja gildi að
þau séu yfirleitt nokkuð öflug.
Vandinn sé sá að Evrópuríkin
hafi komið sér saman um
heftandi reglur sem standi
hagkerfum þeirra fyrir þrif-
um. Friedman segir engan
vafa leika á því hvernig Evr-
ópusambandið ætti að bregð-
ast við. Það þurfi að fella úr
gildi íþyngjandi lög og reglu-
gerðir. Þá verði ríkisútgjöldin
að minnka. „Reglurnar eru að
sliga hagkerfi Evrópusam-
bandsins,“ segir Friedman.
Friedman
efast um
evruna
Milton Fried-
man hagfræð-
ingur