Morgunblaðið - 20.05.2004, Qupperneq 22
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100.
Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti
Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján
Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is,
sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115.
Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Tölt og skeið | Ákveðið hefur verið að
þrjátíu efstu töltarar landsins muni eiga
þátttökurétt í töltkeppni LM 2004 á Hellu í
sumar. Ekki verður
um lágmarks-
einkunn að ræða,
heldur munu þeir
þrjátíu sem hlotið
hafa hæstar ein-
kunnir í forkeppni í
tölti á löglegum mót-
um í ár komast að,
segir á vef Bænda-
samtakanna,
bondi.is.
Í skeiði verða það svo þeir 12 hestar sem
hlotið hafa besta tíma í 150 m og 250 m
skeiði á löglegum mótum á árinu, þ.e. 12 í
hvorri grein. Í 100 m fljúgandi skeiði kom-
ast 15 hestar að, þ.e. 15 bestu tímarnir í ár
fengnir á löglegu móti. Þegar talað er um
löglegt mót, er átt við mót þar sem keppt er
eftir lögum og reglum LH og við aðstæður
sem uppfylla skilyrði LH til mótahalds.
Ætlunin er að birta reglulega stöðulista í
þessum greinum fram að móti en nánari
fréttir verður að finna á vefsíðu landsmóts-
ins www.landsmot.is.
Úr
bæjarlífinu
Meindýraplága | Heilbrigðisnefnd Suð-
urnesja hefur í samþykkt gert athugasemdir
við afskiptaleysi Umhverfisstofnunar af fisk-
eldi Íslandslax hf. að Stað í Grindavík.
Á fundi nefndarinnar á dögunum sagði
fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja frá
bréfaskrifum embættisins til Umhverf-
isstofnunar vegna meindýraplágu við Ís-
landslax í Grindavík. Í framhaldi af því var
samþykkt að gera athugasemdir við af-
skiptaleysi Umhverfisstofnunar.
„Skortur á eftirliti og eftirfylgni vegna
fráveitumála hefur valdið meindýraplágu í
nánasta umhverfi fyrirtækisins. Slælegt eft-
irlit stofnunarinnar er til þess fallið að
þyngja störf heilbrigðisnefnda gagnvart öðr-
um fyrirtækjum. Nefndin beinir því til stofn-
unarinnar að hún taki á málinu þegar í stað.“
Auglýst hefur veriðeftir lögum í sam-keppni um Ljósa-
næturlagið 2004. Lag og
texti á að vera einkenn-
islag fyrir menningar- og
fjölskylduhátíð Reykja-
nesbæjar sem haldin
verður í byrjun sept-
ember.
Frestur til að skila inn
lögum rennur út 18. júní.
Fram kemur í frétt á
heimasíðu Reykjanes-
bæjar að öllum er heimil
þátttaka.
Aðalverðlaunin eru 400
þúsund krónur auk þess
sem höfundur lagsins
sem verður í öðru sæti
fær 150 þúsund og verð-
laun fyrir þriðja sætið
eru 100 þúsund.
Lag fyrir
Ljósanótt
Húsavík | Kiwanisklúbb-
urinn Skjálfandi er sem
fyrr öflugur bakhjarl
Björgunarsveitarinnar
Garðars á Húsavík. Ný-
lega afhentu Kiw-
anismenn sveitinni að
gjöf sex höggþolna og
vatnshelda sjónauka og
fartölvu í bíla sveit-
arinnar. Við sama tæki-
færi var formlega afhent-
ur slöngubátur ásamt
utanborðsmótor.
Morgunblaðið/Hafþór
Björgunarsveitarmennirnir Guðmundur Flosi Arnar-
son og Þórir Örn Gunnarsson ásamt Sigurgeiri Aðal-
geirssyni úr Kiwanisklúbbnum Skjálfanda, við bátinn.
Öflugur bakhjarl
Stefán Valgeirssonvar Norður-Þingeyingum vil-
hallur, m.a. varðandi
vegagerð á Melrakka-
sléttu. Það var Stefáni Þ.
Þorlákssyni hugstætt og
gramdist honum þegar
flokksforystan sparkaði
nafna sínum. Á kjördag
var hann með for-
ystumönnum á Hótel
KEA en þegar hann ætl-
aði að kveðja, þá héldu
þeir að sér höndum, og-
Stefán skrifað í gestabók-
ina sem gekk um salinn:
Ég hef vandlega íhugað eitt
og álít það geti engan meitt
þó við framsóknarmenn fleygjum
eitt skipti enn
því viti sem var aldrei neitt!
Í hagyrðingaþætti Guð-
mundar Valtýssonar í
Feyki yrkir Dagbjartur
Dagbjartsson:
Ýmsa vísu gert ég gat
sem góðir vinir muna.
Oftast var þó eitthvert pat
með aðra hendinguna.
Vit Framsóknar
pebl@mbl.is
Grundarfjörður | Mótaröð Ís-
landsmóts sjóstangveiðifélaga
hófst með tveggja daga móti í
Grundarfirði í umsjón Sjóst-
angveiðifélags Reykjavíkur.
Þetta er þriðja árið sem móta-
röðin hefst í Grundarfirði.
Keppendur fengu ágætt veður,
þó var heldur meiri kaldi fyrri
daginn og var þá ekki farið jafn
djúpt og seinni daginn en þá var
fiskurinn stærri og jafnari.
Þátttakendur voru 65 talsins,
53 karlar og 12 konur. Þrettán
bátar voru í för með mannskap-
inn veiðidagana. Samtals voru
dregin úr sjó rúm 24 tonn á sjós-
töng þessa daga en mestur hluti
aflans var þorskur. Aflahæstur
karla var Pétur Sigurðsson,
Sjóstangveiðifélagi Akureyrar,
með 722 kg alls, en aflahæsta
kona var Sigfríð Ósk Valdimars-
dóttir, einnig frá SA, en hún dró
samtals 696 kg. Með hæstan
meðalafla báta var Birta SH
með tæp 620 kg á stöng, skip-
stjóri á Birtu var Kristinn Ólafs-
son, Grundarfirði. Stærsta fisk
mótsins dró Guðmundur Svav-
arsson frá Sjóstangveiðifélagi
Reykjavíkur, það var þorskur
sem vó 13,630 kg.
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson
Þeim stóra landað: Alls fengust um 24 tonn á sjóstöngina og var aflanum landað í Grundarfjarðarhöfn.
Góð veiði á fyrsta mótinu
Sjóstöng
UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur
milli Fangelsismálastofnunar og Byrgisins
líknarfélags um vistun afplánunarfanga á
meðferðarheimili Byrgisins á Ljósafossi í
Grímsnesi. Samkomulag um þetta tók gildi
1. desember sl. en hefur nú verið staðfest
með undirritun samnings.
Samkvæmt tilkynningu frá Byrginu er
samningurinn afrakstur tilraunar um vist-
un fanga sem hófst árið 2000 í Rockville og
þótti gefa góða raun.
Miðað er við að ekki verði fleiri en tveir
til þrír fangar á meðferðarheimilinu hverju
sinni og þeir verði að jafnaði ekki lengur
þar en sex mánuði í senn. Forsendur fyrir
vistun eru að fangi samþykki skilyrði
Fangelsismálastofnunar og fari í einu og
öllu eftir fyrirmælum hennar og Byrgisins.
Fangar
vistaðir í
Byrginu
ATVINNUMÁLANEFND Ísafjarðar-
bæjar afhenti 18. maí sl. frumkvöðlaverð-
laun ársins 2003. Fyrir valinu varð fyrir-
tækið 3X-Stál á Ísafirði sem sérhæfir sig í
framleiðslulausnum fyrir sjávarútveginn.
Fyrirtækið á tíu ára afmæli í ár og hefur
verið í örum vexti frá upphafi og alltaf skil-
að hagnaði. Hjá 3X-Stál starfa um 25–30
manns. Aðalstöðvar þess eru á Ísafirði en
dótturfyrirtæki er í St Johns í Kanada.
Auk þess á 3X-Stál hlut í Rennex á Ísafirði
sem er sérhæft renniverkstæði og fram-
leiðir íhluti fyrir 3X-Stál auk annarra fyr-
irtækja víða um land.
Frumkvöðull
á Ísafirði
Morgunblaðið/Ómar
Frá Ísafirði.
Rangárþing eystra | Nú er í bígerð
að reisa nýjan skála á Tind-
fjallasvæðinu. Það eru björg-
unarsveitin Dagrenning á Hvols-
velli, björgunarsveit
Austur-Landeyja og Flugbjörg-
unarsveitin á Hellu sem reisa munu
hinn nýja skála sem áætlað er að
verði um 65 fermetrar að stærð.
Skálinn mun koma í stað gamla
skálans sem reistur var á árunum
1955–1956 af bændum og ýmsu
áhugafólki um útivist á svæðinu. Í
Tindfjöllum eru nú þrír skálar en
hér er um neðsta skálann að ræða.
Skipulags- og byggingarnefnd
Rangárþings eystra fór ásamt
byggingarfulltrúa sveitarfélagsins
í boði björgunarsveitanna að skoða
aðstæður á staðnum og hvar nýi
skálinn verður staðsettur. Áætlað
er að hann verði settur niður fyrir
framan gamla skálann sem verður
rifinn að verki loknu.
Morgunblaðið/Steinunn Ósk
Í Tindfjöllum: Hópurinn sem skoðaði aðstæður framan við gamla skálann.
Nýr skáli rís í Tindfjöllum
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Vorhreinsun í Garðabæ | Vorhreinsun
lóða í Garðabæ hófst síðasta mánudag og
lýkur á föstudag. Starfsmenn þjónustu-
miðstöðvar verða á ferðinni þessa viku og
fjarlægja garðaúrgang sem settur hefur
verið í poka á gangstétt eða götu utan lóða-
marka. Greinar og afklippur mega þó vera
lausar en gott er að binda þær í búnt.
Starfsmennirnir hafa undanfarna þrjá
daga farið yfir allan bæinn og taka svo
lokayfirferð á morgun, svo nú fer hver að
verða síðastur.