Morgunblaðið - 20.05.2004, Page 24
AKUREYRI
24 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
SKÍÐASVÆÐIÐ í Hlíðarfjalli á Ak-
ureyri var opið í 100 daga í vetur, á
tímabilinu 13. desember til 25. apríl
sl. Guðmundur Karl Jónsson for-
stöðumaður Skíðastaða sagði að vet-
urinn hefði verið nokkuð sérstakur
en að þó hefði verið mjög gott að geta
haft opið í þetta marga daga. Hann
sagði að meðaltalið væri um 85 dagar
á vetri en í fyrravetur var þó aðeins
opið í 51 dag. Guðmundur Karl sagði
það grundvallaratriði til framþróun-
ar fyrir skíðasvæðið í Hlíðarfjalli að
þar hefjist snjóframleiðsla sem allra
fyrst. Hann sagði að rannsóknir
sýndu að hitastig í Hlíðarfjalli hent-
aði vel til snjóframleiðslu. Stofn-
kostnaður við snjóframleiðslu með 6
byssum er áætlaður um 80 milljónir
króna og rekstrarkostnaður 3,5–4
milljónir króna á ári.
Sem fyrr segir hófst skíðavertíðin
í vetur um miðjan desember sl. Alls
voru seld um 17.000 dagskort/lyftu-
miðar og þar af um 3.000 í kringum
Andrésar Andar leikana. Þá voru
seld um 1.300 árskort í vetur. „Það er
alveg ótrúlegt að við skyldum geta
selt þetta mörg árskort, eftir vetur-
inn á undan. Þá voru aðstæður þann-
ig að fólk var að koma einu sinni til
tvisvar á skíði um veturinn og sumir
komu ekki einu sinni til að sækja árs-
kortin sín,“ sagði Guðmundur Karl.
Skíðasvæðið var opið tvær helgar í
desember, janúarmánuður var góður
og fyrstu 10 dagarnir í febrúar. Þá
kom hláka í tvær vikur, að sögn Guð-
mundar Karls, og lítil úrkoma eftir
þann tíma. Hann sagði að fram til 28.
febrúar hefðu selst 20% fleiri lyftu-
kort en árið 2002 sem var metár.
Stærstu dagarnir í Hlíðarfjalli hafa
verið um páska og í tengslum við
Andrésar Andar leikana en Guð-
mundur Karl sagði að það færðist í
vöxt að foreldrar tækju sér frí í
tengslum við vetrarfrí í grunnskól-
um landsins og fjölmenntu þá m.a. í
Hlíðarfjall með börnum sínum. Í ár
hefðu stærstu dagarnir verið í kring-
um Andrésarleikana og svo í
tengslum við vetrarfríin í skólum
landsins en páskarnir hefðu hins
vegar aðeins verið í 7. sæti í ár yfir
bestu dagana, sem væri mjög athygl-
isvert.
Skíðafærið í Strýtu var alveg
þokkalegt í vetur en um 75% þeirra
sem koma á skíði vilja hins vegar
vera á neðri svæðunum og þar var
mun minni snjór og svæði fyrir byrj-
endur af skornum skammti. Guð-
mundur Karl sagði að fólk væri vant
því að snjór væri yfir öllu og ef færi
að sjást í bert fjallið, hefði það áhrif á
aðsókn, þótt nægur snjór væri á
helstu skíðaleiðum. Hann sagði að
snjólínan væri að hækka og ætti eftir
að hækka enn meira. Rekstur skíða-
svæða yrði því erfiður á næstu árum.
Snjóframleiðsla gæti þó haft þar já-
kvæð áhrif og væri ákveðin trygging.
Með snjóframleiðslu væru yfirgnæf-
andi líkur á að hægt væri að opna
skíðasvæðið á svipuðum tíma ár
hvert og það skipti miklu máli að
geta opnað fyrir jól. Innan stjórnar
Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands
hefur verið tekið vel í hugmyndir um
snjóframleiðslu í Hlíðarfjalli og jafn-
vel strax næsta haust. Guðmundur
Karl sagði að innan bæjarkerfisins
hefði hins vegar lítið verið rætt um
málið enn sem komið er. Nauðsyn-
legt væri að hefja þá umræðu og að
bæjaryfirvöld móti sér stefnu til
framtíðar varðandi skíðasvæðið.
Mikil uppbygging hefur farið þar
fram á síðustu árum, nýtt þjónustu-
hús reist í Strýtu, Fjarkinn, ný
skólalyfta tekin í notkun, skíðabraut-
ir verið flóðlýstar, bílastæði með lýs-
ingu tekið í notkun og vegurinn upp
Hlíðarfjall endurbyggður.
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli opið í 100 daga í vetur
Grundvallaratriði að
hefja snjóframleiðslu
Morgunblaðið/Kristján
Golfarar funda | Golfklúbbur Ak-
ureyrar efnir til almenns fundar í
golfskálanum á Jaðri á föstudags-
kvöld, 21. maí, kl. 20.
Þar mun formaður klúbbsins, Ás-
grímur Hilmisson, fjalla um starf-
semi klúbbsins og formenn nefnda
munu einnig mæta og greina frá
störfum sínum og starfinu fram-
undan.
„ÉG ÆTLA mér að starfa á meðan heilsan
leyfir og hún er enn þokkaleg,“ sagði Har-
aldur Helgason sem um þessar mundir fagnar
70 ára starfsafmæli sínum sem versl-
unarmaður. Byrjaði 14 ára gamall, sumarið
1934 sem sendill hjá Kaupfélagi Eyfirðinga og
er enn að, sinnir sölumennsku, m.a. fyrir
Kjarnafæði á Akureyri.
Raunar segist hann hafa byrjað sem sendill
hjá félaginu sumarið áður, 1933, „en þá átti ég
einn vetur eftir í barnaskóla og þurfti að klára
hann. Var búinn að panta vinnu hjá Kjötbúð
KEA sumarið eftir og það gekk eftir,“ sagði
hann. Kjötbúðin var þá í Kaupvangsstræti,
Gilinu svonefnda. Hann vann sem sendill í þrjú
ár, þeyttist á stóru hjóli með palli framan á
með sendingar um allan bæ, „en svo vorum við
sendlarnir látnir afgreiða inn á milli sendi-
ferða og gera alla skapaða hluti,“ sagði hann.
„Þetta var nokkuð erfitt starf, en mjög
skemmtilegt. Það var líka gott starfslið hjá
Kjötbúð KEA þar sem ég vann, öndvegisfólk
og búðin var fín.“ Nokkru síðar var Kjötbúðin
flutt um set, flutti þangað sem kaffiterían
hafði áður verið og þótti hin nýja verslun ein
sú glæsilegasta á öllum Norðurlöndunum.
Voru sérfræðingar á þessu sviði sóttir til Dan-
merkur og Þýskalands til að innrétta búðina
sem var flísalögð í hólf og gólf og afgreiðslu-
borðið var úr marmara. „Þetta þótti óskaplega
flott búð og fólk kom víða að til að skoða hana
og taka myndir,“ sagði Áslaug Einarsdóttir
eiginkona Haraldar. Starfsfólkið þurfti líka að
vera flott í tauinu, skyrturnar stífpressaðar,
„og tilfellið er að ég hafði nú bara gaman af
því að eiga við skyrturnar,“ sagði Áslaug.
Nokkru síðar bættist við mikil nýjung í versl-
unarreksturinn, kjötsög, ein sú fyrsta sem tek-
in var í notkun hér á landi. „Hún var mikið
þarfaþing,“ sagði Haraldur. „Áður vorum við
að höggva til skrokka með kjötexi og það var
nokkuð vandasamt verk. Starfið varð allt mun
þrifalegra eftir að við fengum sögina.“
Kaupfélagsstjóri í tvo áratugi
Haraldur starfaði hjá Kaupfélaginu til árs-
ins 1960 þegar hann tók við starfi kaupfélags-
stjóra Kaupfélags verkamanna sem hafði
verslanir við Strandgötu, vefnaðarvöruversl-
un í númer 7 og mat- og búsáhaldaverslun við
hús númer 9, en innangengt var á milli versl-
ana og skrifstofa á milli þeirra. „Ég var sjálfur
mikið við afgreiðslu og þá notaði maður kvöld-
in til að fara yfir reikningana.“ Haraldur starf-
aði hjá Kaupfélagi verkamanna til ársins 1980
þegar félagið var lagt niður. Á þessum sömu
áratugum, 1960 til 1980, var hann einnig for-
maður Íþróttafélagsins Þórs. „Þetta var ljóm-
andi skemmtilegur tími, en vissulega oft mikið
að gera og frístundir af skornum skammti,“
sagði hann. Félagið var nánast rekið frá heim-
ili þeirra hjóna við Goðabyggð 2 á Akureyri,
bækistöð sett upp í kjallara hússins. Leikmenn
hittust þar fyrir leiki og fengu sér matarbita
og ef vel gekk og sigur vannst var haldið upp á
það á heimilinu. „Það var oft ansi mikið fjör og
ég reyndi alltaf að eiga gosdrykki og brauð og
svo var rætt um heima og geima,“ sagði Ás-
laug. „Þær voru margar gleðistundirnar, þetta
var yndislegur tími, en auðvitað erilsamur,“
sagði Haraldur.
Leið hans lá til Kaupfélags Svalbarðseyrar
eftir að Kaupfélag verkamanna leið undir lok
og starfaði hann þar í 9 ár eða þar til starfsemi
var hætt. Fljótlega eftir það stofnaði hann
Söluskrifstofu Haraldar Helgasonar og fyrsta
fyrirtækið sem hann hafði í viðskiptum var
Kjarnafæði. „Það var þá rekið í bílskúr hjá eig-
andanum og framleiddi aðallega pítsur, en það
hefur heldur betur orðið breyting á og fyr-
irtækið vaxið og dafnað með árunum.“
Haraldur sagði margt minnisstætt á langri
ævi við verslun. „Mér verður alltaf minnisstæð
ferð sem ég fór um borð í rússneskt olíuskip
sem lá hér á Pollinum á stríðsárunum, þetta
var stærsta skip sem ég hef séð,“ sagði hann.
Pöntunin var stór, fyllti tvo báta sem siglt var
að skipinu, „þetta er stærsta sala sem ég hef
komið nálægt,“ sagði hann. Þeir fengu þrjá
daga til að ganga frá pöntuninni en meðal þess
sem Rússarnir höfðu óskað eftir var bjór.
Hann var vitanlega ekki til, en bruggari í bæn-
um sá þeim fyrir öli. Það var á þriggja pela
flöskum, „og mig minnir þeir hafi tekið þús-
und slíkar flöskur,“ sagði Haraldur.
Hann sagði verslunarhætti hafa tekið geysi-
miklum breytingum á sinni starfsævi. Starfið
hefði honum þó ævinlega þótt afar skemmti-
legt. „Ég er mjög sáttur við mitt starf, ætli ég
myndi ekki velja það sama ef ég ætti kost á því
nú,“ sagði Haraldur sem að líkindum er elsti
sölumaður landsins og hvergi nærri hættur.
„Ég get ekki ímyndað mér hvar ég væri ef ef
ekki væri vinnan. Hún er hálfa lífið.“
Haraldur Helgason fagnar 70 ára starfsafmæli sem verslunarmaður
Oft erilsamt en alltaf gaman
Morgunblaðið/Kristján
Haraldur Helgason og Áslaug Einarsdóttir í garðinum heima í Goðabyggð.
STANGAVEIÐIFÉLAG Akureyr-
ar blæs til vorfagnaðar næsta laug-
ardag, 22. maí, frá kl. 14–16 við fé-
lagsheimili sitt í gömlu
Gróðrarstöðinni við Krókeyri.
Boðið verður upp á líflega og fjör-
mikla dagskrá um leið og sleginn
verður botninn í vetrarstarf félags-
ins. Haraldur Ólafsson, sem hlotið
hefur margvísleg verðlaun fyrir
uppstoppaða fugla og fiska, verður á
staðnum og sýnir gripi sína.
Keppt verður í fluguköstum og
verða veitt verðlaun frá Sjóbúðinni
fyrir lengsta kastið og félagar í
fræðslunefnd Stangaveiðifélagsins
veita tilsögn í fluguköstum og öðru
sem snýr að stangaveiði og þá munu
kunnir hnýtarar sýna ofan í flugu-
boxin sín.
Þá kynnir ný veiðivöruverslun á
Akureyri vörur sínar. Gestum og
gangandi verður boðið upp á grill-
aðar pylsur og gos í boði Norðlenska
og Vífilfells.
Vorfagnaður