Morgunblaðið - 20.05.2004, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2004 33
unglyndi býr um
að það sé vel
að fyrirbyggja
æðasjúkdóma og
reynt með aðra
ilsa Íslendinga er
hún var áður og
að fólki hefur ver-
um tennurnar. En
m ekkert verið gert
irbyggja þróun
að er það sem er
þetta verkefni.“
hófst veturinn
forrannsóknum og
haldið áfram þar
ru komin í til-
urðarhóp.
ir að þegar verk-
purningalistar
dur níunda bekkj-
þeir einstaklingar
einkenni þung-
nn segir að ein-
finnist hjá um 25–
þessum aldri. Þeim
einingarviðtal, þar
sem kemur ekki
ð öðru leyti, ræðir
reinir þá sam-
m bandaríska geð-
rökkunum er síðan
g samanburð-
ra árangur
ir að ýmis önnur
lyndi hafi greinst í
það sé nokkurs
verkefnisins sem
gsað út í upp-
fi unglingar m.a.
is- og vímuefna-
tferlisröskun og
um unglingum sé
ræði.
er síðan boðið
m stendur í tólf
r kennir náms-
ðst er við hugræna
rakkarnir eru
yndi og með hvaða
að takast á við
ig kennt að þekkja
a slæmri líðan og
eim.
ir að ætlunin sé að
num tveimur til
og sjá þannig
ngið þunglynd-
a sem sátu nám-
em enga fræðslu
kninni sé ekki
omið í ljós góður
afi sex mánaða
um 2001–2003 gef-
r sem sátu nám-
engið þunglynd-
enga fræðslu
t vera vísbending
hafi erindi sem
erfiði og það er það sem er svo gef-
andi.“
Eiríkur segir að námskeiðið Hug-
ur og heilsa virðist lofa góðu um að
sporna megi við þróun þunglyndis
meðal ungmenna og vísbendingar
séu um að þátttakendur haldi áfram
að nýta sér það sem lærst hefur að
námskeiðum loknum. Hann segir að
niðurstöðurnar ættu að nýtast þeim
sem fást við geðræn vandkvæði,
auka þekkingu á hugrænni atferl-
ismeðferð og auka vægi forvarna.
Gæti orðið valkostur
í skólum landsins
Inntur eftir því hvort stefnan sé
að taka námsefnið upp í öllum
grunnskólum landsins segir Eiríkur
Örn að áhugi á verkefninu sé vissu-
lega mikill og margir skólar hafi
sýnt því áhuga.
„Þetta er rannsóknarverkefni og
það þarf að ljúka því áður en hægt
er að hugsa næsta skref, en ef þetta
reynist sem skyldi get ég vitanlega
séð þetta fyrir mér sem valkost í
skólum. Ég held að það sé svo mik-
ilvægt að grípa inn í atburðarásina
snemma og í rauninni koma í veg
fyrir þróun þunglyndis sem hefur
svo mikil áhrif á líf einstaklingsins
og fjölskyldu hans. Þetta gæti líka ef
til vill haft áhrif á þróun annarra
kvilla sem eru afleiðing depurðar.“
Inntur eftir því hvað skýri það að
tíðni þunglyndis aukist jafn mikið og
raun ber vitni við 14–15 ára aldur
segir Eiríkur Örn að margt geti
skýrt það. „Á þessu aldursskeiði
verða miklar hormónabreytingar
sem hafa áhrif á líðan og hegðun og
þetta eru miklir umbrotatímar.“
Hann segist ekki hafa séð neinar
viðhlítandi skýringar á því hvers
vegna þunglyndi aukist jafn mikið
og raun ber vitni á þessum aldri, en
á þessu aldursskeiði aukist kvíði
jafnframt mikið. „Það eru miklar
kröfur gerðar til krakkanna í þjóð-
félaginu og á svo margan hátt. Þau
þurfa að standa sig vel í skóla og
svo er það tískan og allar þessar
ímyndir sem er haldið að krökk-
unum.“
Eiríkur Örn segir að í ljós hafi
komið að íslenskir krakkar í níunda
bekk virðist eiga mun erfiðara með
að tjá tilfinningar sínar en jafn-
aldrar þeirra í Bandaríkjunum, en
Íslendingar geti aftur á móti lýst at-
ferli mjög vel. „Ég veit ekki hvort
þetta er í þjóðarsálinni og hluti af
því að vera Íslendingur. Í Íslend-
ingasögunum er lítil skírskotun til
tilfinninga, heldur lýsingar á atferli.
Ég hugsa að okkur sé kannski ekki
mjög eiginlegt að tala mikið um til-
finningar,“ segir Eiríkur Örn.
þunglyndi hjá unglingum
nina@mbl.is
Morgunblaðið/Sverrir
ærir hvernig hann á að takast á við þunglyndi, ef og þegar
r. Lyfjameðferð við þunglyndi er ekki talin virka á sama
ungmennum og hjá fullorðnum. En við getum notað sál-
íhlutun fyrir forvarnir,“ segir Eiríkur Örn.
HEIMILD forseta til að
synja lagafrumvarpi staðfest-
ingar hefur nokkuð komizt á
dagskrá síðustu daga og þá
sérstaklega hvernig skilja beri
26. gr. stjórnarskrárinnar þar
sem meðal annars
er mælt fyrir um
hlut forseta Ís-
lands í lagasetn-
ingarvaldi sem
gert er ráð fyrir í
2. gr. stjórnar-
skrárinnar og
hljóðar svo:
„Alþingi og for-
seti Íslands fara
saman með lög-
gjafarvaldið.
Forseti og önn-
ur stjórnarvöld
samkvæmt stjórn-
arskrá þessari og
öðrum landslög-
um fara saman
með framkvæmdarvaldið.
Dómendur fara með dóms-
valdið.“
Í 26. gr. eru nánari ákvæði
um hlut forseta í löggjafarvaldi.
„Ef Alþingi hefur samþykkt
lagafrumvarp, skal það lagt
fyrir forseta lýðveldisins til
staðfestingar eigi síðar en
tveim vikum eftir að það var
samþykkt, og veitir staðfesting-
in því lagagildi. Nú synjar for-
seti lagafrumvarpi staðfesting-
ar, og fær það þó engu að
síður lagagildi, en leggja skal
það þá svo fljótt sem kostur er
undir atkvæði allra kosninga-
bærra manna í landinu til sam-
þykktar eða synjunar með
leynilegri atkvæðagreiðslu.
Lögin falla úr gildi ef sam-
þykkis er synjað, en ella halda
þau gildi sínu.“
Hér er álitamálið hvort for-
seti hafi sjálfur þetta synjunar-
vald eða geti ein-
ungis beitt því
með atbeina ráð-
herra. Þór Vil-
hjálmsson fv.
hæstaréttardóm-
ari hefur hefur í
grein í Mbl. 18.
maí sl. haldið því
fram að valdið sé í
reynd í höndum
ráðherra. Þessa
skoðun styður
hann við 13. gr.
stjórnarskrárinnar
sem hljóðar svo:
„Forsetinn læt-
ur ráðherra fram-
kvæma vald sitt.
Ráðuneytið hefur aðsetur í
Reykjavík.“
Nú er orðið vald ekki einnar
merkingar eins og Þór virðist
álíta og hún ræðst framar öðru
af samhengi í texta. Í 2. gr.
hefur orðið þríþætta merkingu:
löggjafarvald, framkvæmdar-
vald og dómsvald og þá er
spurningin hvers konar vald er
átt við í stjórnarskrárgreininni
– löggjafarvald, framkvæmdar-
vald eða hvorttveggja. Dóms-
vald kemur hér ekki til álita.
Hlutdeild forseta í löggjaf-
arvaldi birtist í því að hann
staðfestir lög eins og segir í 26.
gr. og það veitir þeim gildi þeg-
ar ráðherra hefur undirritað
þau með honum. Sú undirritun
veitir ráðherra enga hlutdeild í
lagasetningarvaldi, en á að
tryggja að lög hafi fengið form-
lega rétta meðferð á þingi. Öðr-
um kosti hlyti að vera tekið
fram í 2. gr. að Alþingi, forseti
og önnur stjórnarvöld færu
með lagasetningarvald, eins og
mælt er um framkvæmdavald-
ið, en ákvæði 2. gr. voru tekin
til endurskoðunar 1944. Með
viðbótinni „önnur stjórnarvöld“
var skipan framkvæmdarvalds
löguð að veruleikanum, en eng-
ar efnisbreytingar gerðar á
ákvæðum um löggjafarvald. Af
augljósum ástæðum gat ekki
komið til greina að fá ráðherr-
um – handhöfum framkvæmd-
arvalds – hlutdeild í löggjaf-
arvaldi. Það hefði brotið gegn
meginreglu stjórnskipunarinn-
ar um þá valdgreiningu sem
gert er ráð fyrir í 2. gr.
Þessu til frekari stuðnings
koma orð greinargerðar þar
sem 26. gr. stjórnarskrárfrum-
varpsins frá 1944 er nánar
skýrð. Þar segir meðal annars:
„Ákvörðun um slíka stað-
festingarsynjun eða málskot
tekur forseti án þess að at-
beini ráðherra þurfi til að
koma.“
Sami skilningur birtist í um-
mælum þingmanna í umræðum
á Alþingi 1944. Að mati Þórs
Vilhjálmssonar skiptir ekkert
af þessu máli: skýr texti 26. gr.,
ákvæði 2. gr. um hlut for-
seta í lagasetningarvaldi,
orð greinargerðar og
skilningur alþingismanna;
allt eru þetta að hans
dómi léttvæg lögskýring-
argögn og að engu hafandi
gegn orðunum 13. gr. að
forseti láti ráðherra
„framkvæma vald sitt“.
En þegar á reynir eru orð
ákvæðisins ekki skýrari en svo
að Þór grípi ekki til lögskýring-
argagna (sbr. ritgerð hans í Af-
mælisriti Gauks Jörundssonar)
og nú er dönsk stjórnskipunar-
hefð lögskýringargagnið og
kenningar danskra og nokk-
urra annarra norrænna fræði-
manna um stöðu konungs. Hin
danska hefð gengur sem sé
framar íslenzkum lögskýringar-
gögnum og niðurstaðan er
þessi:
„Ef svo ólíklega færi, að for-
setinn undirritaði ekki, væri
sú neitun þýðingarlaus og lög-
in tækju gildi sem staðfest
væru og án þess að þjóðarat-
kvæðagreiðsla færi fram.“
Var ekki konungssamband-
inu slitið 1944?
Sigurður Líndal svarar
Þór Vilhjálmssyni
Höfundur er fyrrverandi
lagaprófessor.
Sigurður Líndal
Konungsríkið eða lýðveldið Ísland
’Hér er álitamálið hvortforseti hafi sjálfur þetta
synjunarvald eða geti
einungis beitt því með
atbeina ráðherra. ‘
HESTAÍÞRÓTTIN er vin-
sæl á Íslandi og hefur hesta-
mennska verið ein allra vin-
sælasta dægradvölin í langan
tíma. Láta mun nærri að 25
þúsund manns hafi hesta-
mennsku að dægradvöl og
nokkur hópur manna hefur
hana að atvinnu. Félagar í
samtökum hestamanna eru
taldir um 8 þúsund og fer
fjölgandi samkvæmt upplýs-
ingum Landssambands ís-
lenskra hestamanna. Hrossa-
eign landsmanna er talin um
80 þúsund hross og um 40
þúsund hross álitin notuð til
tómstunda. Í námunda við
flesta þéttbýlisstaði landsins
hafa risið hesthúsahverfi þar
sem hesteigendur verja reglu-
lega nokkrum tíma. Þá er
ógetið fjölda skipulagðra
styttri og lengri hestaferða
fyrir útlendinga jafnt sem Ís-
lendinga. Þúsundir manna
taka þátt í slíkum ferðum á
hverju ári. Hjá því getur ekki
farið að slys hljótist í svo um-
fangsmiklu starfi og þarf að
fyrirbyggja eftir mætti.
Fjöldi slysa
Á fimm ára tímabili frá 1999–
2003 komu alls 1.022 ein-
staklingar á slysa- og bráða-
móttöku LSH með áverka sem
tengjast hestamennsku á ein-
hvern hátt eða rúmlega 200
manns á ári. Sem betur fer er
hér oftast um minniháttar slys
að ræða en einnig mjög alvar-
leg sem leiða til örkumla eða
dauða. Þeir 1.022 sem slös-
uðust voru alls með 1.457
áverka. Algengastir eru áverk-
ar á höfði og hálsi 308, á
mjöðm og læri 286, á kvið og
baki 184, á úlnlið og hendi 175,
á brjóstkassa 147 og annað af
ýmsum toga og sjaldnar. Rúm-
lega 8% þeirra sem slasast,
eða 86 á tímabilinu,
þurftu að leggjast á
sjúkrahús vegna
meiðsla sinna. Af þeim
sem þurfti að leggja
inn var rúmlega fjórð-
ungur með mikla eða
þaðan af meiri áverka.
Tveir létust vegna af-
leiðinga áverka sinna.
Þessi slys eru allt of
mörg og algeng.
Hverjir slasast?
Þeir sem í hlut eiga
eru af öllum aldri og
báðum kynjum. Konum
er hættara í hesta-
mennskunni en körlum en í
flestum öðrum tegundum slysa
slasast karlar oftar en konur.
Á tímabilinu komu 579 konur
og 443 karlar með áverka á
slysa- og bráðadeild LSH.
Slys meðal kvenna koma oft-
ast fyrir á aldursskeiðinu frá
tíu ára til þrítugs og eru al-
gengust í aldurshópnum 15–19
ára. Karlarnir slasast mest um
miðjan aldur. Ætla má að
þetta sé einnig sá aldurshópur
sem mest stundar hesta-
mennskuna. Slys eru algeng-
ust í apríl, maí og júní enda er
það sá tími sem almenningur
sinnir mest hestamennsku í
þéttbýli. Atvinnumenn og
ferðalangar eru meira á ferð-
inni á tímabilinu júlí til sept-
ember. Þá er ljóst að útreiðar
um helgar þ.e. á laugardögum
og sunnudögum, eru skæðar
enda er þátttakan þá mest.
Þeir sem slösuðust stunduðu
nánast allir hestamennsku sér
til ánægju eða heilsubótar og
einungis átta af þeim 1.022
sem í hlut áttu, eru atvinnu-
menn í greininni. Langflest
slysanna verða á eða við úti-
vistarsvæði en fá slys urðu í
tengslum við reiðskóla. Á
svæðum fyrir keppnis- og al-
menningsíþróttir áttu 280
slysanna sér stað en eingöngu
43 slysanna virðast hafa átt
sér stað á íbúðarsvæði. Bæði
fjöldi slysa og hverjir eiga í
hlut leiðir hugann að því hvort
og hvað sé gert til að draga úr
þeim.
Öryggið og fækkun slysa
Um það er engum blöðum að
fletta að ýmislegt er hægt að
gera til þess að draga úr lík-
um á alvarlegum áverkum í
hestamennsku. Fall af hest-
baki og þá sérstaklega ef hest-
urinn er á mikilli ferð býður
hættunni heim. Góð þjálfun,
varkárni og virðing fyrir hest-
inum ásamt góðum fatnaði
manna og vel gerðum reiðbún-
aði minnka líkur á slysum og
alvarlegum áverkum. Reið-
hjálmar bjarga mannslífum.
Hestamönnum fjölgar í ná-
grenni höfuðborgarinnar og
víðar. Full ástæða er til þess
að minna fólk á gildi
þess að sinna öryggi
og aðgæslu í hesta-
menskunni. Frum-
skylda á að vera
notkun reiðhjálma
bæði meðal áhuga- og
atvinnufólks og góður
hlífðarbúnaður. Reið-
tygi þurfa á vera í
góðu lagi og gæta
þarf að því að ístöð
séu rúmgóð. Þá er
ábyrgð þeirra mikil
sem setja óvana
knapa á lítt tamda
eða varasama hesta.
Óöryggi bæði hjá
knapa og hesti er ávísun á
slys. Nýir og óvanir gæðingar
í hesthúsahverfum þurfa að
venjast umferð og aðstæðum
áður en þeir geta talist full-
öruggir til útreiða. Mörgum
hefur orðið hált á því að taka
óvana hesta og ætla þeim um
of á nýjum stað. Lokst verður
að ætla vönum sem óvönum
hestamönnum fullkomna til-
litssemi hverjum við annan á
reiðstígum og við og í hest-
húsum. Árlega kemur nýtt
fólk til leiks, sumir vanir og
aðrir óvanir.
Hægt er að draga úr slysum
í hestamenskunni – það á að
vera sameiginlegt átak allra
hestamanna. Þetta má gera
með réttri umgengi, réttum
búnaði og hugsunarsemi. Hér
reynir umfram aðra á leiðbein-
endur, atvinnumenn, sölumenn
á öryggisbúnaði og samtök
hestamenna sem þurfa að
halda uppi öflugri málsvörn
fyrir allt sem má verða til
þess að draga úr slysum og
meiðslum á mönnum og hest-
um.
Brynjólfur Mogensen og
Magnús Pétursson skrifa
um slys í hestamennsku
Brynjólfur Mogensen er svið-
stjóri lækninga á slysa- og
bráðasviði.
Magnús Pétursson er forstjóri
Landspítala – háskólasjúkra-
húss.
Magnús Pétursson Brynjólfur Mogensen
Fækka má slysum
í hestamennsku
’Á fimm ára tímabilifrá 1999–2003 komu
alls 1.022 einstakling-
ar á slysa- og bráða-
móttöku LSH með
áverka sem tengjast
hestamennsku á ein-
hvern hátt… ‘