Morgunblaðið - 20.05.2004, Qupperneq 38
UMRÆÐAN
38 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
TALSVERÐAR breytingar hafa
orðið á innkaupamálum hjá Reykja-
víkurborg á þessu kjörtímabili sem
nú er senn hálfnað.
Þessar breytingar fólu m.a. í sér
nýja innkaupastefnu
Reykjavíkurborgar,
nýjar innkaupareglur,
samþykkt fyrir Inn-
kaupastofnun Reykja-
víkur og samþykkt fyr-
ir Innkauparáð
Reykjavíkurborgar.
Þann 1. febrúar 2003
var stjórn Inn-
kaupastofnunar
Reykjavíkurborgar
lögð niður en stjórnin
hafði m.a. það hlutverk
að vera yfir Inn-
kaupastofnun auk þess
sem stjórnin átti að
taka allar endanlegar ákvarðanir í
innkaupamálum Borgarinnar og
tengdra fyrirtækja þegar keypt var
fyrir fimm hundruð þúsund krónur
eða meira. Borgarráð þurfti hins
vegar að staðfesta samþykktir
stjórnarinnar ef keypt var fyrir tutt-
ugu miljónir eða meira. Í stjórn Inn-
kaupastofnunar sátu fimm fulltrúar.
Innkaupastofnun Reykjavíkur heyr-
ir nú beint undir Borgarráð.
Innkauparáð Reykjavíkurborgar
tók til starfa á sama tíma og starfar í
umboði Borgarráðs en það er skipað
þremur fulltrúum sem eru kosnir til
eins árs í senn.
Hlutverk Innkauparáðs er m.a. að
fylgjast með innkaupum borgarsjóðs
og stofnana hans auk Fráveitu
Reykjavíkur, Bílastæðasjóðs og
Reykjavíkurhafnar.
Innkauparáð á að afgreiða inn-
kaupamál ef áætluð samnings-
fjárhæð er fjörutíu miljónir króna ef
um kaup á verklegum fram-
kvæmdum er að ræða, tuttugu milj-
ónir króna ef um þjónustukaup er að
ræða eða tíu miljónir króna ef um
vörukaup er að ræða. Innkauparáð
afgreiðir þessi mál yfirleitt að feng-
inni tillögu forstöðumanns viðkom-
andi stofnunar. Á það
skal einnig bent að
ákvarðanir Inn-
kauparáðs eru end-
anlegar af hálfu borg-
arinnar sem er
breyting frá fyrri
reglum.
Þegar um lægri upp-
hæðir er að ræða eru
ákvarðanir teknar af
forstöðumönnum eða
fagnefndum viðkom-
andi stofnunar.
Innkaupastofnun
sendir Innkauparáði
mánaðarlega heildar-
yfirlit um viðskipti og þjónustu við
borgarstofnanir, málaflokka og fyr-
irtæki borgarinnar sem Inn-
kauparáði ber að fara yfir og gera at-
hugasemdir við ef þurfa þykir.
Innkauparáð tekur einnig fyrir
kvartanir og ábendingar sem ráðinu
berast frá bjóðendum eða seljendum
vöru, verka og þjónustu.
Innkauparáð tekur einnig til með-
ferðar ábendingar Innkaupastofn-
unar Reykjavíkur um hugsanleg brot
á innkaupareglum borgarinnar.
Það er vissulega eitt helsta mark-
mið Innkauparáðs að ná fram sem
hagkvæmustum innkaupum fyrir
borgina en ekki er síður mikilvægt að
gæta jafnræðis milli þeirra sem
bjóða í hjá borginni.
Í einstökum málum kunna ákvarð-
anir Innkauparáðs að hafa verið um-
deildar en hjá því verður aldrei kom-
ist í málaflokki sem þessum þar sem
miklir peningar eru í húfi fyrir verk-
kaupa og bjóðendur.
Ef útboðsupphæð er yfir til-
teknum mörkum í einstöku útboði
eiga bjóðendur þann möguleika að
kæra niðurstöðu Innkauparáðs til
kærunefndar útboðsmála. Þegar um
lægri upphæðir er að ræða þarf að
gera athugasemdir til Innkauparáðs
eða óska rökstuðnings vegna ein-
stakra ákvarðana en dómstólaleiðin
er einnig fær. Vel má greina aukna
hörku, sem m.a . kemur fram í fjölg-
un á kærum og fleiri athugasemdum
bjóðenda.
Það er skoðun mín að Innkauparáð
hafi staðið undir væntingum á því
rúma ári sem ráðið hefur starfað.
Mörg erfið mál hafa komið fyrir
ráðið á þessu tímabili og hefur þá
stundum þurft að sækja ráðgjöf til
lögmanna borgarinnar en sú ráðgjöf
hefur reynst ráðinu vel.
Það er skoðun mín að huga þurfi
vel að þessum málaflokki í framtíð-
inni t.d með því að sjá til þess að lög
og reglur varðandi innkaupamál
borgarinnar séu í takt við líðandi
stund. Margt má örugglega betur
gera en ég tel þó að allt það góða fólk
sem vinnur að innkaupamálum hjá
Reykjavíkurborg sé ávallt að reyna
að gera sitt besta fyrir borgina okk-
ar.
Hlutverk og staða Innkaupa-
ráðs Reykjavíkurborgar
Jóhannes Tómas Sigursveins-
son skrifar um innkaupamál
hjá Reykjavíkurborg ’Eitt helsta markmiðInnkauparáðs er að ná
fram sem hagkvæm-
ustum innkaupum fyrir
borgina.‘
Jóhannes T.
Sigursveinsson
Höfundur er félagi í VG og fulltrúi í
Innkauparáði Reykjavíkurborgar.
VIÐ SEM komin erum yfir
miðjan aldur munum vel þá tíma,
um og fyrir miðja
síðustu öld, er yf-
irgengileg þröngsýni
og molbúaháttur
tröllriðu þjóðfélaginu.
Munum til dæmis þá
tíma er einstaklingar
voru settir í „svart-
holið“ leyfðu þeir sér
að steypa skjólgarða
kringum húseignir
sínar! Alræði yfir
borgurunum reið
ekki við einteyming.
Við, þessi sama
kynslóð, munum
einnig þegar þing-
maður sósíalista, síð-
ar Alþýðubandalags-
ins, Jónas Árnason,
fór fyrir hópi manna
að Grundartanga við
Hvalfjörð. Til að gera
hvað? – Svo ótrúlega
sem það hljómar í
dag réð aðeins eitt
þeirri ferð: Að reisa
níðstöng vegna
áforma um verk-
smiðju við Grund-
artanga!
Hvað lá að baki? –
Ekki að fagna því að
fleiri stoðir yrðu
reistar til eflingar at-
vinnuvegum þjóð-
arinnar. Ekki að fagna því að ís-
lensk alþýða þyrfti ekki stöðugt að
byggja afkomu sína á óvissum
sjávarafla. – Nei, níðstöngin var
reist vegna þeirrar grunnáráttu
vinstrimanna að berjast á móti
sem flestum nýjungum til styrktar
og eflingar þjóðarhagsæld.
Vangaveltur hér að ofan eru til-
komnar vegna örsmárrar fréttar í
Fréttablaðinu laugardaginn 8. maí
sl. (sjá úrklippu).
Einhvern tíma hefði það verið
talið forsíðufrétt, já stórfrétt í ís-
lenskum fjölmiðlum, að hvorki
meira né minna en 130 störf
myndu skapast við stækkun fyr-
irtækis. – Svo er augljóslega ekki
í augum ritstjóra Fréttablaðsins. –
Hins vegar má með heimsstyrjald-
arfyrirsögn lesa sama dag í
blaðinu: „Afsagnar Björns krafist
á alþingi.“ – Brosti einhver? Þegar
í augsýn er að útflutn-
ingsverðmæti þjóð-
arinnar gæti aukist
um 12 milljarða króna
á ári – heilan milljarð
á hverjum mánuði –
er slík frétt næstum
„falin“ inni í blaðinu.
Þótti ritstjóra fréttin
of jákvæð fyrir stjórn-
völd í landinu?
Íslensk æska má
hins vegar ávallt vera
þakklát þeim mönnum
sem á síðasta áratug
hafa gert þjóð okkar
að einu mesta hag-
sældarríki heimsins –
þjóð, sem fyrir aðeins
rúmum sextíu árum
barðist í mikilli fátækt
við afleiðingar heims-
kreppu.
Hver er hann sem
staðið hefur í stafni og
stjórnað þjóðarskút-
unni samfleytt und-
anfarin 13 ár? – Jú, sá
hinn sami hefur fengið
á sig meira skítkast,
rógburð, níð og hat-
ursfullar árásir en
nokkur annar stjórn-
málamaður um ára-
tuga skeið. Sama gild-
ir að flestu leyti um
einn samráðherra hans, samanber
fyrirsögn Fréttablaðsins hér að
ofan.
Þeir geta hins vegar báðir tekið
heilshugar undir ljóðlínur „koll-
ega“ síns – fyrsta ráðherra Ís-
lands – fyrir réttri öld, en sá hinn
sami mátti upplifa ekki ósvipaðan
rógburð og níð, þá er hann sagði:
Ég tek ekki níðróginn nærri mér,
því það næsta gömul er saga,
að lakasti gróðurinn ekki það er,
sem ormarnir helst vilja naga.
Níðstöngin!
Magnús Erlendsson
fjallar um gömul mótmæli
stjórnmálamanna
Magnús Erlendsson
’Níðstöngin varreist vegna
grunnáráttu
vinstrimanna.‘
Höfundur var um tveggja áratuga
skeið bæjarfulltrúi í Seltjarnarnesbæ.
EINS og umræða síðustu daga
ber með sér er margt umhugs-
unarvert í fjölmiðlafrumvarpi rík-
isstjórnarinnar. Hefur
m.a. verið leitt getum
að því að frumvarpið
kunni að vega að mik-
ilvægum stoðum
stjórnarskrárinnar,
þar á meðal athafna-
frelsi og tjáning-
arfrelsi.
Hagsmunir almenn-
ings aðalatriðið
Deilur af þessum toga
eru engin nýlunda,
þegar veigamikil lög-
gjöf er annars vegar.
Nægir í því sambandi
að minna á búvörulög, lög um fisk-
veiðistjórnun og ýmsa löggjöf sem
varðar umhverfisvernd o.m.fl.
Ástæðan er ekki sú að löggjafinn
kunni ekki til verka eða ætli sér þá
vanvirðu að hafa stjórnarskrána að
engu, heldur sú að stjórnarskráin
setur stjórnvöldum þá skyldu á
herðar að standa vörð um almanna-
heill. Ef skoðanir eru skiptar á því í
hverju hagur almennings felst
hverju sinni geta risið miklar deilur
um hugsanleg brot á grundvall-
arreglum stjórnarskrárinnar. Það er
síðan dómstólanna að skera úr um
hver hefur rétt fyrir sér.
Stjórnarskrárbrot?
Að þessu sinni er hvað harðast deilt
um brot á ákvæðum stjórnarskrár-
innar á annars vegar tjáningarfrelsi
og hins vegar athafnafelsi; skerðir
það athafnafrelsi að markaðsráðandi
fyrirtæki megi ekki eiga meira en
5% í ljósvakamiðli eða að ljós-
vakamiðlar og dagblöð megi ekki
vera í eigu sama aðila? Vissulega, en
brýtur þetta í bága við stjórn-
arskrána? Ekki ef unnt er að sýna
fram á með rökum að hagsmunir al-
mennings séu í þessu tilviki meiri en
hagsmunir þeirra sem sæta skertu
athafnafrelsi. Með hliðsjón af því að
flest vestræn lýðræð-
isríki eru með svipaðar
eða sambærilegar var-
úðarreglur gagnvart
eignarhaldi á fjöl-
miðlum eru almanna-
hagsmunir augljóslega
taldir vega þyngra á
metum hvað þetta at-
riði varðar.
Gengið of langt?
Ástæðan er í grund-
vallaratriðum sú, að
fjölmiðlar standa einn-
ig fyrir samfélagslegu
valdi og eru af þeim
sökum ekki fyrirtæki eða fjárfest-
ingartækifæri í hefðbundnum skiln-
ingi. Erfiðara er hins vegar að meta
hvort 5% reglan samrýmist með-
alhófsreglunni, þ.e. hvort stjórnvöld
gangi lengra en almannahagsmunir
krefjist. Hvað fullyrðingar um brot á
tjáningarfrelsi varðar býr sú hugsun
að baki fjölmiðlafrumvarpinu, að
aukin samþjöppun í eignarhaldi á
fjölmiðlum leiði ekki einungis af sér
fábreyttari fjölmiðla, heldur komi
það einnig niður á tjáningarfrelsinu,
sökum þess að sífellt færri séu í að-
stöðu til að taka ákvarðanir um hvað
og þá hverjir fái að tjá sig.
Vegið að frelsinu eða ekki?
Eitt helsta markmið frumvarpsins
er með öðrum orðum að standa vörð
um tjáningarfrelsið og um leið einn
af hornsteinum lýðræðisins og mik-
ilvægra lýðréttinda. Hins vegar vík-
ur því svo við, að frumvarpið, sem er
sett fram til varnar tjáningarfrels-
inu ílandinu, hefur verið gagnrýnt
fyrir hið andstæða. Rökin eru lík-
lega þau, að þar sem íslenski fjöl-
miðlamarkaðurinn sé lítill geti of
miklar takmarkanir á eignarhaldi
fjölmiðla höggvið nærri rekstr-
argrunni margra þeirra. Samasem-
merki eru m.ö.o. sett á milli fárra
fjölmiðla, fábreyttrar fjölmiðla-
umræðu og skerts tjáningarfrelsis.
Þegar öllu er ábotninn hvolft snýst
deilan því um það hvort sé tjáning-
arfrelsinu (og um leið lýðræðinu)
skeinuhættara, fáir fjölmiðlar eða
samþjöppun í eignarhaldi þeirra.
Hundalógík
Enga grandskoðun þarf til að sjá,
hvílik hundalógík það er, að setja
samasemmerki á milli tjáning-
arfrelsins og fjölda fjölmiðla. Þá
geta menn ekki litið framhjá þeirri
staðreynd að til skamms tíma var
ágætur gangur á fjölmiðlamark-
aðnum, án rekstrarþátttöku mark-
aðsráðandi fyrirtækja. Í þessu sam-
hengi mega menn ekki rugla saman
áhrifum gífurlegra skulda Norður-
ljósa annars vegar og fjölmiðlafrum-
varpsins hins vegar, en þessi mikla
skuldsetning verður líklega og að-
allega rakin til fyrri eiganda og
hvernig samsteypan var blóð-
mjólkuð. Verði frumvarpið að lögum
hljóta stjórnvöld hins vegar að flýta
endurskoðun Ríkisútvarpsins, þar
sem staða þessarar ágætu rík-
isstofnunar á auglýsingamarkaði
þrengir sannanlega að rekstr-
argrunni frjálsra ljósvakafjölmiðla.
Að vega eða vega ekki að frelsinu
Helga Guðrún Jónasdóttir
skrifar um fjölmiðlafrumvarpið ’Deilur af þessum togaeru engin nýlunda, þeg-
ar veigamikil löggjöf er
annars vegar.‘
Helga Guðrún
Jónasdóttir
Höfundur er formaður Lands-
sambands sjálfstæðiskvenna.
SÍÐUSTU vikur hafa Íslendingar
orðið vitni að ótrúlegum atvikum.
Baugur, sem ræður yfir nær öll-
um matvælamarkaðnum íslenska
og er umsvifamikill á mörgum
öðrum sviðum, hefur lagt stórfé í
þrjá fjölmiðla, sem hafa það eitt
markmið að níða niður Davíð
Oddsson forsætisráðherra og
jafnvel að koma honum frá völd-
um. Einum þessara fjölmiðla,
Fréttablaðinu, er dreift ókeypis á
hvert heimili á Reykjavíkursvæð-
inu. Fréttamaður annars þessara
fjölmiðla, Stöðvar tvö, en sá mað-
ur er raunar um leið formaður
Blaðamannafélags Íslands, sendir
tölvupóst í allar áttir með svívirð-
ingum um Davíð og áskorunum
um að beita öllum ráðum gegn
honum. Ritstjóri Fréttablaðsins
talar um þá martröð, sem forysta
Davíðs sé, og stjórnarformaður
Baugs um ógnarstjórn. En við
höfum séð þetta allt áður. Fyrir
þingkosningarnar 1937 reyndi
Hermann Jónasson að mynda
andrúmsloft ótta og tortryggni
gegn Ólafi Thors með fáránlegum
áburði um, að Ólafur hefði sem
dómsmálaráðherra fimm árum
áður viljað safna saman mörg
hundruð manna liði að næturlagi í
Sundhöllinni í Reykjavík í því
skyni að handtaka helstu forystu-
menn Alþýðuflokksins eftir götu-
óeirðir í Reykjavík 9. nóvember
1932. Þegar Ísland gekk í Atlants-
hafsbandalagið 1949, gerðu
kommúnistar og nytsamir sak-
leysingjar í slagtogi með þeim allt,
sem þeir gátu, til að koma í veg
fyrir löglega afgreiðslu málsins og
ráku rógsherferð gegn Bjarna
Benediktssyni, sem hafði for-
göngu um málið. Baugsveldið
beitir sér nú af sömu hörku gegn
Davíð Oddssyni. Það vill breyta
Íslandi í bananalýðveldi, þar sem
því megi treysta, að allir stjórn-
málaforingjar séu á mála hjá ein-
um auðhring.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Aðförin að
Davíð Oddssyni
Höfundur er prófessor í
stjórnmálafræði.
ATVINNA mbl.is