Morgunblaðið - 20.05.2004, Side 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2004 41
✝ Guðbjörg Guð-jónsdóttir, hús-
freyja á Bjarteyjar-
sandi á Hvalfjarðar-
strönd, fæddist í
Vatnsdal í Fljótshlíð
15. mars 1909. Hún
lést á sjúkrahúsi
Akraness 10. maí
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru hjón-
in Guðrún Magnús-
dóttir, húsfreyja, f. í
Hlíðarendasókn 30.
janúar 1872, d. 10.
júní 1956, og Guðjón
Jónsson, bóndi og
söðlasmiður, f. í Hlíðarendakoti í
Fljótshlíð 25. júlí 1868, d. 28.
febrúar 1962. Systkini Guðbjarg-
ar voru Gróa, húsfreyja, f. 22.
ágúst 1872, d. 24.mars 1998, Sig-
urjón, prestur, f. 16. september
1901, d. 17. júlí 1995, Helga, f. 3.
janúar 1903, d. 10. október 1918,
og Halla, f. 9. janúar 1914, d. 14.
janúar 1942.
Guðbjörg flutti að Saurbæ á
Hvalfjarðarströnd með séra Guð-
jóni, bróður sínum
1930 og var bústýra
hjá honum þar.
Guðbjörg giftist
Guðmundi Jónas-
syni, bónda, 2. júní
1934, og flytur að
Bjarteyjarsandi.
Fósturdóttir Guð-
bjargar og Guð-
mundar er Guðbjörg
Dúfa Stefánsdóttir,
kúabóndi, f. 7. nóv-
ember 1934, gift og
á fjögur börn. Synir
þeirra eru Guðjón,
sjómaður, f. 29.
október 1939, d. 7. júní 1973, Jón-
as, jarðvinnuverktaki, f. 1.febr-
úar 1944, hann á sex börn, Hall-
grímur,húsasmiður, f. 27.ágúst
1945, kvæntur og á þrjá syni, Ótt-
ar, vélstjóri, f. 28. febrúar 1947, í
sambúð og á fjögur börn, og Sig-
urjón, bóndi, f. 5. ágúst 1948,
kvæntur og á tvo syni.
Guðbjörg var jarðsungin frá
Hallgrímskirkju í Saurbæ 18.
maí.
Við systkinin voru svo heppin að
alast upp í vernduðu umhverfi
sveitarinnar og aðeins nokkrum
skrefum frá gamla bænum þar sem
afi og amma bjuggu. Amma dekr-
aði okkur afskaplega mikið og
gerði allt fyrir okkur og hafði gam-
an af því.
Eldhúsið í ömmubæ er á neðstu
hæðinni sem er hálfniðurgrafin og
glugginn því í góðri hæð fyrir stutt
fólk. Þegar amma var að baka vor-
um við fljót að renna á lyktina og
undantekningarlaust fylltist allt af
krökkum fyrir utan gluggann hjá
henni og það var afgreitt beint út
um gluggann á smáfólkið og alltaf
nóg til. Jafnvel þótt komið væri
tvisvar eða oftar. Við áttum það
líka til að banka á gluggann hjá
ömmu ef okkur fannst maturinn
hjá mömmu ekki vera að okkar
skapi. Við sögðum ömmu þá að það
væri enginn matur heima og
spurðum hvort við gætum fengið
eitthvað hjá henni. Hún trúði okk-
ur sjálfsagt aldrei en alltaf gaf hún
okkur eitthvað gott í gogginn.
Hún bakaði ekki bara í okkur
heldur líka fyrir málleysingjana.
Við strákarnir áttum nokkrar dúf-
ur. Þegar þær fóru að týna tölunni
ein af annarri misstum við smám
saman áhugann á að hirða um þær
og þegar einungis ein var eftir
tóku amma og afi að sér að sjá um
hana. Það lýsir ömmu vel að þegar
hún komst að því að dúfan vildi
ekki rúsínurnar í jólakökunum sem
hún gaf henni þá fór hún að baka
rúsínulausar jólakökur fyrir hana.
Og ekki nóg með það því hryssan
Bjartey, sem vildi ekki heldur rús-
ínur og var í miklu uppáhaldi hjá
henni, naut líka góðs af.
Hún sá alltaf mjög vel um sína
og reyndar alla. Hún var stöðugt
að prjóna sokka á kallana sína og
öll börn í ættinni fengu sokka, boli,
vettlinga og húfur á hverju ári og
flestir fengu meira magn en nokk-
urn tímann var hægt að nota.
Eftir að hún flutti á Höfða á
Akranesi hélt hún áfram að sjá um
að gestir færu nú örugglega saddir
og glaðir frá henni. Ótal tegundir
af sætabrauði, kaffi, kakó og mjólk
útí, sem hún fékk iðulega lánaða
hjá stelpunum frammi. Þeir sem
höfðu ennþá pláss eftir þessar veit-
ingar fengu síðan ávexti með
rjóma. Alltaf átti hún líka mola,
konfekt eða brjóstsykur.
Hún var mjög tónelsk og spilaði
á orgelið í stofunni og var ein af
fáum í fjölskyldunni sem gat haldið
lagi. Eftir að hún flutti á Akranes
hætti hún að spila en byrjaði að
safna geisladiskum og taka tónlist
af þeim upp á snældur og skipti
síðan við aðra á Höfða. Hún átti
orðið gott safn geisladiska og
hljóðsnælda, aðallega með kórtón-
list sem hún hélt mjög uppá og
hlustaði mikið á. Amma var líka
mikill ljóðaunnandi og ljóð eftir
bróður hennar, séra Sigurjón Guð-
jónsson, voru í miklu uppáhaldi.
Ef einhver gaf ömmu eitthvað þá
vildi hún ávallt fá að borga fyrir
það því henni fannst ómögulegt að
það væri verið að eyða peningum í
hana. Sjálf var hún mjög gjafmild
og gaf allt frá sér og vildi aldrei
neitt í staðinn.
Amma gamla var vel með á nót-
unum allt til hins síðasta, orðin 95
ára. Hún fylgdist með öllu sem
fólkið hennar var að gera og var
stolt af fjölskyldunni sinni. Hún
var hlý og vitur kona og við þökk-
um fyrir að hafa getað lært svo
mikið af henni sem ekki verður
kennt í bókum. Hún var heiðarleg
og hreinskiptin, lá ekki á skoð-
unum sínum og sagði það sem
henni fannst. Hún sá allt það besta
í fari fólks og laðaði það fram. Var
elskuð af sínum nánustu svo og öll-
um sem henni kynntust. Það voru
forréttindi að alast upp með slíka
ömmu á hlaðinu heima, reynsla
sem við búum að í framtíðinni.
Starfsfólki dvalarheimilisins
Höfða viljum við þakka sérstaklega
fyrir að sjá vel um ömmu okkar,
ekki síst síðustu stundirnar er hún
þarfnaðist sérstakrar umönnunar.
Hún talaði ávallt hlýlega til starfs-
fólkins og leið afskaplega vel á
Höfða.
Þakka þér, amma, fyrir að hafa
auðgað líf okkar. Megið þið afi
hvíla í friði.
Guðbjörg Elva, Guðlaug
Helga, Arnfinnur, Guðjón,
Samson Bjarni og Dofri
Jónasarbörn.
Nú þegar háttprúð og virðuleg
gæðakona, Guðbjörg á Bjarteyjar-
sandi, kveður langt líf, farsælt og
fagurt, viljum við koma á framfæri
kærri kveðju okkar og þakklæti
fyrir okkur sýnda alúðarvináttu til
margra ára. Fyrst í sveitinni heima
á Hvalfjarðarströndinni, á Höfða-
grundinni og Dvalarheimilinu
Höfða. Hún lét oft ánægju sína og
þakklæti í ljósi yfir verunni hér.
Hún lofaði oft fólkið á Höfða fyrir
vináttu þess og umhyggju við vist-
menn. Sjálf var hún glöð og góð í
viðmóti við alla, einlæg og jákvæð.
Fólkið hér bar virðingu fyrir þess-
ari miklu sómakonu, sem gekk
fram með reisn og heilbrigðu hug-
arfari.
Guðbjörg var mikið náttúrubarn
og elskaði sína fögru sveit og fólkið
sitt, sem hún bar á hverri stundu
fyrir brjósti. Hugur hennar var oft
inni í sveit á Bjarteyjarsandi. Allt
það mikla athafnalíf sem þar gerð-
ist var henni að skapi. Hún sagði:
Ég óskaði þess ung að ég væri
drengur, þá hefðu útistörfin komið
meira í minn hlut, svo gaman þótti
mér að umgangast búféð og vinna
úti.
Er ekki allt búið þegar við
deyjum? spurði hún mig fyrir
fáum dögum. Ég sagði: Ég vil
trúa því, og er nokkuð viss um að
sálin þín sveimar inn í sveit að
Bjarteyjarsandi þegar hún er
laus úr öðrum viðjum. Já, held-
urðu það, svaraði hún brosandi og
virtist ánægð með það. Ég held
það hafi verið henni mjög að
skapi.
Guðbjörg var hugsandi kona,
greind og fylgdist vel með öllu til
þess síðasta, að hún veiktist 20.
apríl sl. Hún var tilbúin til farar.
Varð 95 ára 15. mars sl. og sagði
þá: Nú væri ég sátt við að fara,
þetta er orðið ágætt. Hún var allt-
af svo hrein og bein og gladdi alla
með nærveru sinni, blessuð.
Að lokum hugheilar þakkir fyrir
einlæga vináttu og blessunaróskir í
okkar garð og annarra. Við send-
um ástvinum hennar okkar bestu
samúðarkveðju. Við vitum að undir
það taka margir hér á Höfða og
einnig fjölskylda okkar.
Valgarður L. Jónsson og
Guðný Í. Þorvaldsdóttir
frá Eystra-Miðfelli.
GUÐBJÖRG
GUÐJÓNSDÓTTIR
Elsku mamma, tengdamma, amma og lang-
amma,
ARNHEIÐUR BJÖRGVINSDÓTTIR,
Ásgarði 21,
lést á heimili sínu að kvöldi þriðjudagsins
20. apríl 2004.
Útför fór fram í kyrrþey.
Þakklæti til alls þess frábæra starfsfólks
Landspítala við Hringbraut, sem reyndist okkur mömmu svo vel.
Sérstakar þakkir fá Hlíf Steingrímsdóttir, læknir, Vilhelmína Haraldsdóttir,
læknir, Gunnhildur Magnúsdóttir, deildarstjóri, og starfsfólk hennar á
11B, Ingibjörg Fjölnisdóttir, deildarstjóri, og starfsfólki hennar á 11G,
Svanur Sveinsson, heimilislæknir, og Elín ritari hans, starfsfólk í apótek-
inu á Landspítala við Hringbraut og Ísleifur Jónsson, útfararstjóri.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Bessi Jóhannsson.
Lokað
Á morgun, föstudaginn 21. maí, verður d&e MS lokuð vegna
útfarar GYÐU J. ÓLAFSDÓTTUR.
Dagvist og endurhæfingamiðstöð MS sjúklinga.
Þökkum innilega auðsýnda samúð, hlýhug og
vináttu vegna andláts og útfarar elskulegrar
eiginkonu minnar, móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
HREFNU ORMSDÓTTUR,
Safamýri 43,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Þórður Guðjónsson,
Kolbrún Þórðardóttir, Stefán Jónsson,
Matthías Þórðarson, Guðrún Harðardóttir,
Steinunn Stefánsdóttir, Sverrir Olsen,
Jón Henrik Bartels, Soffía Melsteð Eyjólfsdóttir,
Þórður Matthíasson,
Hrefna Rós Matthíasdóttir
og barnabarnabörn.
Móðurbróðir minn,
PÁLL SIGURJÓNSSON
frá Nautabúi
í Hjaltadal,
sem lést á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki
mánudaginn 10. maí, verður jarðsunginn
frá Hóladómkirkju laugardaginn 22. maí
kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gylfi Ísaksson.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUNNAR BJÖRNSSON,
Hornbrekku,
Ólafsfirði,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
þriðjudaginn 18. maí.
Björn Gunnarsson, Sigríður Olgeirsdóttir,
Sævar Gunnarsson, Ólöf Stefánsdóttir,
Birgir Gunnarsson, Hrefna Axelsdóttir,
Gunnar Gunnarsson, Stella Bára Hauksdóttir,
Sigurður Gunnarsson, Ólína Þorsteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær sonur okkar, bróðir, barnabarn og
frændi,
INGVAR DANÍELSSON,
Hólabergi 76,
Reykjavík,
sem lést sunnudaginn 16. maí, verður
jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn
25. maí kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Styrktarfélag vangefinna og
Umsjónarfélag einhverfra.
Fyrir hönd annarra ættingja,
Daníel Viðarsson, Margrét Magnúsdóttir,
Hjalti Daníelsson,
Guðrún L. Friðjónsdóttir,
Inga Skarphéðinsdóttir,
Helga Viðarsdóttir.
Elskuleg móðir mín, fósturmóðir, dóttir, systir
og mágkona,
GYÐA JÓNÍNA ÓLAFSDÓTTIR,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
sunnudaginn 9. maí.
Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í
Reykjavík föstudaginn 21. maí kl. 13.30.
Þeir, sem vilja minnast hennar, vinsamlegast
láti MS-félag Íslands eða Krabbameinsfélagið njóta þess.
Baldur Eyþór Eyþórsson, Valentína Manucci,
Birna Gyða Ásmundsdóttir, Jónas Wínell,
Birna J. Benjamínsdóttir,
Margrét Ólafsdóttir, Jón Þorgrímsson,
Birna Ólafsdóttir Nyström, Lars Nyström,
Jón Ólafur Ólafsson, Anna S. Jónsdóttir.
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu-
síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda
þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn
einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar).