Morgunblaðið - 20.05.2004, Side 42
MINNINGAR
42 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Vegir skiptast – Allt fer
ýmsar leiðir
inn á fyrirheitsins lönd.
Einum lífið arma breiðir,
öðrum dauðinn réttir
hönd.
Einum flutt er árdags
kveðja,
Öðrum sungið dánarlag,
allt þó saman knýtt sem keðja,
krossför ein með sama brag.
Veikt og sterkt í streng er undið
stórt og smátt er saman bundið.
Allt, sem á hjarta, ber í sér þrá
upp í söngvanna ríki;
herskarar drottins sálirnar sjá
syngjandi engla í líki.
Veikasta strengnum berst ómur af
upp til sólkonungs hallar;
rétt eins og lindir renna í haf,
raddir þar sameinast allar.
Hvað er ekki í einu ljóði falið,
einum söng frá góðu hjarta?
Já, allt, sem fagurt er,
skal vera talið
efst við dómsins hástól bjarta.
(Einar Ben.)
Mig langar til að minnast mágs
míns, Guðjóns Jónssonar, sem lést
GUÐJÓN
EINARSSON
✝ Guðjón Einars-son fæddist í
Reykjavík 26. apríl
1924. Hann lést á
Landspítalanum 10.
maí síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Kristskirkju í
Landakoti 18. maí.
9. maí síðastliðinn. Það
var líkt Guðjóni að
kveðja þessa jarðvist á
stilltum, sólríkum
sumardegi og halda
upp í sína hinstu för.
Guðjón kom inn í fjöl-
skyldu okkar þegar
hann var að stíga í
vænginn við systur
mína Ernu Berg-
sveinsdóttur. Þá var
ég unglingur. Mikil var
aðdáun mín á þessu
fallega pari. Guðjón
var hár og spengilegur
og bar með sér góðan
þokka. Fljótlega kom í ljós að Guð-
jón var hagur á flesta hluti, gerði
við allt sem aflaga fór enda byggði
hann fjölskyldu sinni fallega íbúð
svo að segja einn og síðar meir ein-
býlishús að Þrúðvangi 13 í Hafn-
arfirði. Já, hann var nokkurs konar
Bjartur í Sumarhúsum hann Guð-
jón. Ég leit mjög svo upp til þeirra
hjóna enda urðu þau fyrirmynd mín
um flest. Þegar þau fluttu í sína
fyrstu íbúð var mér ætlað eitt her-
bergi. Þá var ég ein með dóttur
mína og þau urðu mér skjól og
skjöldur. Þar lærði ég meðal annars
hvernig ætti að beita málningar-
pensli við að mála íbúðina. Margar
voru lautarferðirnar farnar í litla
Volkswagen bílnum, þau með sín
tvö börn og ég með mínar tvær
dætur, þá var nú skottið notað til
hins ýtrasta. Eftir að ég eignaðist
mitt heimili var alltaf kallað á Gauja
ef eitthvað þurfti að lagfæra og oft
kom Ómar sonur þeirra með. Oftar
en ekki voru sendingar frá Ernu
systur meðferðis, ýmis matvæli og
jafnvel fatnaður til búbótar. Já,
hugur þeirra var alltaf gjöfull og
veitandi til allra. Fyrir samfylgdina
vil ég þakka og bið Guðjóni Guðs
blessunar á eilífðarbraut. Elsku
Ómar, Gerður, Linda og aðrir fjöl-
skyldumeðlimir, ég votta ykkur öll-
um mína dýpstu samúð. Megi Guð
styrkja ykkur í sorginni.
Þín mágkona,
Unnur Bergsveinsdóttir.
Kveðja frá Samtökum
sykursjúkra
Guðjón Einarsson var einn af
elstu félagsmönnum Samtaka syk-
ursjúkra. Hann lagði af mörkum
mikið og óeigingjarnt starf í þágu
samtakanna og félagsmanna þeirra.
Guðjón sat um tíma í stjórn félags-
ins og síðustu fjögur árin gegndi
hann embætti kjörins endurskoð-
anda reikninga samtakanna. Allt
fram undir hið síðasta var hann
virkur í félagsstarfinu, kom með
okkur í ferðalög og mætti á fundi,
nú síðast á aðalfundinn í apríl sl.
þar sem hann baðst undan að verða
endurkjörinn einu sinni enn í emb-
ætti endurskoðanda. Á Guðjóni
sannaðist vel hið fornkveðna að vin-
ur er sá er til vamms segir. Hann
var duglegur við að benda okkur á
það sem betur mætti fara en því var
ávallt vel tekið því hann var jafn-
framt óspar á hrósið þegar honum
þótti vel að verki staðið. Fram-
ganga hans öll mótaðist af óskum
hans um velgengni félagsins og
áframhaldandi styrk þess.
Um leið og við þökkum Guðjóni
ánægjulega samfylgd vottum við að-
standendum hans innilega hluttekn-
ingu okkar.
Kær kveðja.
Stjórn Samtaka sykursjúkra.
Einar Ólafsson
starfaði í stjórn
Starfsmannafélags
ríkisstofnana um þrjá-
tíu ára skeið og hafði
mótandi áhrif á SFR
og BSRB. Ég kynntist Einari þeg-
ar ég varð trúnaðarmaður á
Kleppsspítala uppp úr 1970. Þetta
voru mikil mótunarár í verkalýðs-
hreyfingunni, svokölluð 68 kynslóð
var að hefja sín fyrstu skref í
verkalýðsbaráttunni og ekki fannst
Einari allt notadrjúgt sem hún
vildi, enda sýnir reynslan að sú
kynslóð hafði almennt ekki mikið
úthald til að berjast innan hreyf-
ingarinnar.
Einar var laginn við að fá fólk til
að starfa saman, hafði létta lund en
var mjög fylginn sér. Við störf-
uðum saman í samninganefndum
fyrir SFR og var hann mjög hlið-
hollur stétt minni en þá voru
sjúkraliðar að hasla sér völl sem
stétt. Hann vann þar gott starf
ásamt Ingibjörgu á Sundlaugar-
veginum eins og hún var kölluð í
minni fjöskyldu, en hún var kona
föðurbróður míns, góð kona og
gegn, og var einn af fyrstu sjúkra-
liðunum. Vann hún mikið starf inn-
an SFR og unnu þau vel saman.
Þegar kosið var um formann
SFR þetta ár voru það mínar
fyrstu kosningar í SFR, þá kaus ég
Einar til formanns enda treysti ég
honum vel. Einar Ólafsson var einn
af frumkvöðlum að uppbyggingu
orlofshúsa í Munaðarnesi og á
Stóru-Skógum og var mjög áhuga-
samur um að allt væri gert af
myndarskap. Hann trúði á sam-
vinnuformið varðandi reksturinn
EINAR
ÓLAFSSON
✝ Einar Ólafssonfæddist á Eski-
firði hinn 11. maí
1925. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
8. maí síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Fossvogskirkju
19. maí.
þar. Reyndar var sam-
vinnuform hans lífs-
sýn og var hann fram-
sóknarmaður mikill
eins og hann átti kyn
til. Jafnframt vann
hann að því öllum ár-
um að BSRB, ásamt
aðildarfélögunum,
kæmu sér upp varan-
legu húsnæði þar sem
flest aðildarfélögin
gætu haft sameigin-
lega aðstöðu. Ég man
þegar hann dreif mig
niður á Grettisgötu 89,
þar sem BSRB er til
húsa núna, til að sýna mér bygg-
ingarframkvæmdirnar sem þá
stóðu yfir, og einnig til að selja
mér þá hugmynd að þarna gætu
sjúkraliðar fengið skrifstofu og
þjónustu frá stéttarfélögum sínum,
sem þá voru hin ýmsu aðildarfélög
innan BSRB. Varð það úr að við
sjúkraliðar fengum aðstöðu í hús-
inu en það var mikið gæfuspor fyr-
ir okkar unga félag sem var að
stíga sín fyrstu spor í baráttunni.
Við Einar vorum ekki alltaf sam-
mála um leiðir þó oft fyndum við
málamiðlun í samstarfi okkar. Það
endaði þó með því að leiðir skildu
þegar ég gaf kost á mér sem for-
maður SFR og varð það. Einar tók
kosningaósigri sínum með dreng-
lyndi og óskaði mér velfarnaðar í
starfi af alhug. Einar var jafnan
glaður og reifur í viðkynningu,
hress í bragði og hlýlegur, en gat
verið hæðinn ef hann vildi það við
hafa.
Einari Ólafssyni var mjög um-
hugað um fjölskyldu sína og átti
góða konu sem stóð eins og klettur
við hlið hans, og oftar en ekki var
það hún sem þurfti að sinna
stórum barnahópi. Það er nú þann-
ig að þeir sem vinna að jafn anna-
sömu starfi og vera formaður í
stéttarfélagi þurfa skjól heima.
Ég sendi Hansínu, börnum Ein-
ars og öðrum aðstandendum mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Sigríður Kristinsdóttir.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
RAGNAR EYJÓLFSSON,
Tómasarhaga 44,
Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Grund við
Hringbraut aðfaranótt mánudagsins 17. maí.
Útför hans verður gerð frá Eyvindarhólakirkju,
Austur-Eyjafjöllum, laugardaginn 22. maí kl. 14.00.
Sigríður Jósefsdóttir,
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir og afi,
GUÐJÓN JÓNSSON,
Þrúðvangi 13,
varð bráðkvaddur sunnudaginn 9. maí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Þökkum af alhug auðsýnda samúð.
Ómar Guðjónsson, Þóra Eiríksdóttir,
Gerður Guðjónsdóttir, Guðmundur Emil Sigurðsson,
Guðlaug Linda Guðjónsdóttir, Stefán Flego
og barnabörn.
Útför ástkærrar móður minnar, tengdamóður
og ömmu,
INGIBJARGAR ÓLAFSDÓTTUR,
áður til heimilis
á Dalbraut 20,
fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 21. maí
kl. 10:30.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir, sem vilja
minnast hennar, láti SÍBS njóta þess.
Ólafur Guðmundsson, Vanessa Chernick,
Sabína og Ethan Erik.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
RUTH VITA GUNNLAUGSSON,
Blásölum 24,
Kópavogi,
áður til heimilis á Móavegi 11,
Njarðvík,
lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn
16. maí.
Jarðarförin fer fram frá Njarðvíkurkirkju (Innri-Njarðvík) laugardaginn
22. maí kl. 10.30.
Soffía Guðmundsdóttir, Þorfinnur Finnlaugsson,
Gunnlaugur Karl Guðmundsson, Agnes Agnarsdóttir,
Guðmundur Ingvi Guðmundsson, Dagný Hafsteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug
og vináttu við andlát og útför systur okkar og
mágkonu,
STEFANÍU UNU PÉTURSDÓTTUR,
Austurbrún 6,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til stafsfólks gjörgæsludeildar
Landspítalands við Hringbraut fyrir hlýja og
góða umönnun.
Bogi Pétursson, Margrét Magnúsdóttir,
Jóna Vilborg Pétursdóttir,
Guðlaug Pétursdóttir,
Stefán Pétursson, Kristbjörg Magnúsdóttir,
Jón Pétur Pétursson,
Sigurlína Pétursdóttir, Eyvindur Pétursson,
Halldór Pétursson, Bryndís Björnsdóttir,
Ingi Kristján Pétursson,
Þorsteinn Pétursson, Snjólaug Aðalsteinsdóttir.