Morgunblaðið - 20.05.2004, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2004 45
FRÉTTIR
FIMMTUDAGINN 20. maí kl. 11:00
verður messa í Seltjarnarneskirkju.
Dagur aldraðra hefur verið hald-
inn hátíðlegur í kirkjunni á upp-
stigningardag um nokkurra ára
skeið. Sr. Arna Grétarsdóttir þjón-
ar fyrir altari og organisti er Pavel
Manasek.
Kvartett Seltjarnarneskirkju
leiðir fallegan safnaðarsöng.
Að messu lokinni verður boðið
upp á léttar veitingar í safnaðar-
heimili kirkjunnar. Eldri borgarar
eru hvattir til að mæta til kirkj-
unnar fimmtudaginn 20. maí og
taka með sér fjölskyldu sína og
gesti.
Verið öll hjartanlega velkomin til
helgrar stundar.
Guðsþjónusta í
Laugarneskirkju
SEGJA má að vetrarstarfi eldri
borgara í Laugarneskirkju ljúki á
uppstigningardegi þegar allar kyn-
slóðir sameinast við guðsþjónustu
kl. 14:00 til að fagna því að sólin er
sest að völdum á okkar kalda landi
og Jesús Kristur er sestur að völd-
um á himni og jörðu. Fulltrúar
þjónustuhóps kirkjunnar, sem í all-
an vetur hafa þjónað að samverum
okkar með svo miklum sóma, munu
lesa ritningartexta. Kór Laugar-
neskirkju mun syngja glaða sálma
við undirleik Gunnars Gunnars-
sonar en sr. Bjarni Karlsson pré-
dikar og þjónar fyrir altari ásamt
Sigurbirni Þorkelssyni meðhjálp-
ara. Að messu lokinni er ungum
sem öldnum boðið til kaffiveislu í
safnaðarheimilinu í boði sóknar-
nefndar. Verið velkomin í Laugar-
neskirkju.
Guðsþjónusta
í Neskirkju
GUÐSÞJÓNUSTA kl. 11. Litli kór-
inn, kór eldri borgara í Neskirkju,
leiðir safnaðarsöng. Inga J. Back-
man syngur einsöng og stjórnar
kórnum.
Organisti Steingrímur Þórhalls-
son. Séra Örn Bárður Jónsson sókn-
arprestur prédikar og þjónar fyrir
altari. Veitingar að guðsþjónustu
lokinni.
Uppstigningardagur
í Hjallakirkju
Á UPPSTIGNINGARDAG, fimmtu-
daginn 20. maí, verður guðsþjón-
usta í Hjallakirkju kl. 14 á vegum
safnaðanna þriggja í austurbæ
Kópavogs, Digranes-, Hjalla- og
Lindasafnaða. Dagurinn er tileink-
aður öldruðum og munu Söngvinir,
kór aldraðra í Kópavogi, syngja og
leiða safnaðarsönginn undir stjórn
Kjartans Sigurjónssonar. Prestar
safnaðanna þjóna að guðsþjónust-
unni og sr. Ingimar Ingimarsson
prédikar. Þá mun fólk úr öldrunar-
starfinu lesa ritningarlestra,
Organisti er Jón Ólafur Sigurðsson.
Að guðsþjónustu lokinni er við-
stöddum boðið að þiggja veitingar í
safnaðarsal kirkjunnar
Dagur aldraðra í
Seltjarnarneskirkju
Morgunblaðið/ÁsdísSeltjarnarneskirkja
Sumarbrids hafið
Fyrstu úrslit úr Sumarbrids urðu
eftirfarandi, mánudaginn 17. maí sl.
Spilaður var 14 para Howell, 2 spil á
milli para.
Helgi Bogason – Guðjón Sigurjóns 41
Erla Sigurjóns – Sigfús Þórðars. 35
Alfreð Kristjánss. – Unnar A. Guðm. 32
Hlynur Angantýs – Hermann Friðr. 12
Eðvarð Hallgríms – Leifur Aðalst. 5
Á þriðjudagskvöldinu, 18. maí, var
aftur spilaður Howell, en nú voru 3
spil á milli para. Efstu pör:
Eyjólfur Magn. – Kristján B. Snorras. 33
Ásmundur Örnólfs. – Gunnlaugur Karls. 19
Ómar F. Ómars – Hlynur Angantýsson 11
Eyþór Hauksson – Sigrún Þorvarðar. 10
Kristinn Sigurjóns – Sigurbjörn Har. 0
Í báðum tilvikum fengu sigurveg-
arar glæsileg verðlaun, konfekt frá
Nóa Síríusi, til hamingju. Spilað er
fimm kvöld í viku, mánudaga til
föstudaga, í allt sumar. Spilastaður
er húsnæði BSÍ, Síðumúla 37 og eru
allir velkomnir, tekið er vel á móti
spilurum. Á dagskrá er ávallt eins
kvölds keppni og hefst spilamennsk-
an klukkan 19.00. Hin landsfræga
Miðnætursveitakeppni verður í boði
á föstudögum og þegar frí er næsta
dag. Efnt verður til skemmtilegra
leikja og óvæntar uppákomur munu
líta dagsins ljós. Umsjón hefur Matt-
hías Þorvaldsson, en hann hefur
fengið í lið með sér úrvalslið keppn-
isstjóra sem verða að sjálfsögðu í
sumarskapi. Nánari upplýsingar um
Sumarbrids má finna á heimasíðu
Bridgesambands Íslands: www.brid-
ge.is
Bikarkeppni BSÍ 2004
Bikarkeppnin verður með hefð-
bundnum hætti í ár. Hægt er að skrá
sig í bikarinn til sunnudagsins 23.
maí kl. 14.00 og verður dregið í 1.um-
ferð sama dag. Fyrirliðum er bent á,
að við skráningu skal tilkynna sér-
staklega ef sveit á rétt á að sitja yfir í
fyrstu umferð. Skráning í s. 587 9360
eða www.bridge.is
Síðasti spiladagur hverrar um-
ferðar:
1. umf. sunnudagur 20. júní
2. umf. sunnudagur 18. júlí
3. umf. sunnudagur 15. ágúst
4. umf. sunnudagur 12. sept.
Undanúrslit og úrslit verða spiluð
25. og 26. sept.
BRIDS
Ums jón Arnór G.
Ragnars s on
KIRKJUSTARF
Óska eftir bíl á 0-100 þúsund
Óska eftir ódýrum, gangfær-
um bíl.
Hafið samband í síma 696 3431.
VW Passat 1,6 árg. '00 Passat
1,6 4/2000, ekinn 56.000 km. Silf-
urgrár. Gullfallegur og vel með
farinn. Ásett verð 1.200.000.
Upplýsingar í síma 660 7881.
Toyota Corolla, árg. '92, ekinn
167 þús. Sk. '05. Mikið yfirfarinn.
Verð 180 þúsund.
Uppl. í s. 897 9990/565 0812.
Toyota Avensis dísel, árg. 2002,
station, ekinn 70 þús. km., leður,
álfelgur, spoiler, dráttarkúla, CD.
Verð 1.850 þús. Ath. skipti.
Upplýsingar í síma 690 2577.
Til sölu Nissan Terrano 2, árg.
'99, ek. 138 þ. km. Nýskoðaður.
Skipti möguleg. Bílalán getur
fylgt. Uppl. í síma 893 5664.
Hyundai Getz árg. '03. Ek. 17
þús. km. Þér býðst að taka yfir
rekstrarleigu á svörtum Huyndai
Getz, ek. 17.500 km, álfelgur,
vindskeið, geislaspilari, vetrar-
dekk, frí umfelgun hjá umboðinu.
Rekstrarleiga á mánuði kr. 24.000.
23 mánuðir eftir. Uppl í síma 696
9277.
Til sölu Benz 1622, árg.´85 með
HMF krana árg.´95 með fjarstýr-
ingu. Verð 1.300.000 kr.
Upplýsingar í síma 892 1986.
Bryngljái á bílinn!
Endist árum saman - verndar
lakkið - auðveldar þrif.
Mössun - blettun - alþrif.
Yfir 20 ára reynsla!
Litla Bónstöðin, Skemmuveg 22
sími 564 6415 - gsm. 661 9232.
Ökukennsla Reykjavíkur ehf.
Ökukennsla akstursmat.
Sverrir Björnsson
Wolksvagen Passat,
892 4449/557 2940.
Vagn Gunnarsson
Mersedes Benz,
894 5200/565 2877.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '02,
863 7493/557 2493.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza,
696 0042/566 6442.
Gylfi K. Sigurðsson
Nissan Almera,
892 0002/568 9898.
Snorri Bjarnason
Toyota Avensis, bifhjólak.
892 1451/557 4975.
Glæsileg ný kennslubifreið,
Subaru Impreza 2004, 4 wd.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
símar 696 0042 og 566 6442.
Bifhjóla og ökukennsla
Eggert Valur, ökukennari.
Ökukennsla/skóli/mat.
Nýr M. Benz. Uppl. í símum
893 4744/565 3808/853 4744.
Verður heppnin með þér í sum-
ar? Tjaldvagnar til leigu. Leigjum
einnig út aukabúnað. Uppl. á
www.alaska.is, sími 848 1488.
Tjaldvagn til sölu Til sölu lítill
Combi-camp, árgerð '82, vel með
farinn. Fortjald og eldhússkápur
fylgja. Verð 200.000.
Upplýsingar í síma 896 3109.
Stórglæsilegt Suzuki Gsx 1400
07/05 "03 ekið aðeins 700 km.106
hö., 25 þús á mán á bréfi á 1085
þús. sem nýtt Upplýsingar í síma
896 3677.
VW BUS dísel húsbíll - dekur-
bíll VW Bus dísel á mæli til sölu.
Árg. 1983. Mikið búið að dekra
hann. Ekinn 70 á vél. Vaskur og
gashella í innrétting.,Gott svefn-
pláss fyrir tvo fullorðna.
Uppl. í s. 891 9111 eða 840 1416.
Tilboð óskast.
Til sölu: Húsbíll WLT 28 1988.
Upptekinn gírkassi, kúplingsd.,
pressa, tímareim. Upplýsingar í
síma 477 1553.
TIL SÖLU húsbíll Itasca Sunrice
'94, diesel 6.2l, chevrolet. sjálfsk. e
þús. mílur. lengd 7 m. svefnpláss f
orðna. rafstöð, örbylgjuofn, ísskáp
frystir, ofn, gashellur, loftkæling, s
hitun, wc, sturta inni og úti, sóltja
loftpúðar að framan, reykskynjari,
skynjari, tvöföldu á aftan, sjónvar
vídeó og fleira. Verð 3.700 þús. kr
Upplýsingar í síma 863 4990.
Fiat húsbíll, árg. 2003, til sölu
Mikið af aukahlutum.
Upplýsingar hjá Evró í síma
533 1414 og 898 4900.
Speglar fyrir fellihýsi og
tjaldvagna. Verð kr. 1.650 kr.
GS varahlutir,
Bíldshöfða, sími 567 6744.
www.midlarinn.is
Til sölu Grásleppu og Skötuselsn-
et, þorskanetaúthald, netaspil.
Einnig vantar á skrá, DNG rúllur
og STK tækið. Sími 892 0808
midlarinn@midlarinn.is
Athafnafólk ath.
Gríðarlegir möguleikar fyrir alla
sem vilja auka tekjurnar. Skoðið
www.Markmid.com og/eða
www.Samskipti.com eða sendið
fyrirspurn á Info@markmid.com.
Listahátíð í Reykjavík
Dagskráin í dag
Fimmtudagur
Kl. 15 Listasafn Reykjavíkur -
Kjarvalsstaðir Einkasýningar Francesco
Clemente og Roni Horn.
Kl. 20 Þjóðleikhúsið Hibiki, jap-
anskt dansleikhús. Seinni sýning.
Kl. 20 Reykholtskirkja Karlakór
St. Basil-dómkirkjunnar.
KIM Viborg Andersen, prófessor við
upplýsingatæknideild Viðskiptahá-
skólans í Kaupmannahöfn (Copen-
hagen Business
School), er á leið
hingað til lands
en hann mun
halda námskeið
fyrir stjórnendur
og tæknimenn
fyrirtækja og
stofnana.
Það er Stofnun
stjórnsýslufræða
og stjórnmála í
Háskóla Íslands sem býður Ander-
sen til landsins í samstarfi við ParX –
viðskiptaráðgjöf IBM.
Á námskeiðinu verður farið yfir
innri verkferla stofnana og fyrir-
tækja og tengsl þeirra við rafræna
stjórnsýslu.
Veita betri rafræna þjónustu
Andersen mun fyrst og fremst
fjalla um endurhögun verkferla í
stjórnsýslu í þeim tilgangi að veita
betri rafræna þjónustu.
Hann hefur ritað margar bækur á
þessu sviði og m.a. starfað sem mats-
maður verkefna fyrir Rammaáætl-
anir Evrópusambandsins.
Námskeiðið verður haldið 24. maí
nk. og fyrirlestrarnir fara fram á
ensku. Námskeiðsgjald er 7.000
krónur. Skráning fer fram á vefslóð-
inni http://stjornsyslustofnun.hi.is/
page/rafraen-stjornsysla.
Námskeið um tengsl verk-
ferla við rafræna stjórnsýslu
Kim V. Andersen
VÍS afhenti Reykjalundi sex þrek-
þjálfunarhjól að gjöf 5. maí sl. Finn-
ur Ingólfsson, forstjóri Vátrygg-
ingafélags Íslands, afhenti hjólin
við athöfn í nýju þjálfunarhúsi á
Reykjalundi. Sjúkraþjálfararnir
Mundína Kristinsdóttir og Hlíf
Garðarsdóttir tóku við hjólunum
fyrir hönd stofnunarinnar.
Á myndinni má sjá Finn Ingólfs-
son, forstjóra VÍS, afhenda Mund-
ínu og Hlíf hjólin.
VÍS færir Reykjalundi gjöf