Morgunblaðið - 20.05.2004, Qupperneq 46
46 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Hárgreiðslunemi
Óskum eftir hárgreiðslunema.
Upplýsingar á staðnum.
Kompaníið, Ármúla 1.
Daufblindrafélag Íslands
óskar eftir að ráða daufblindraráðgjafa tíma-
bundið í 50% stöðu. Umsækjandi skal hafa fag-
menntun á sviði uppeldis eða fötlunar.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf 15. júní
nk. eða eftir samkomulagi.
Hæfniskröfur: Umsækjandi þarf að hafa
frumkvæði og vera sjálfstæður í vinnubrögð-
um. Þolinmæði og hæfni í mannlegum
samskiptum er nauðsynleg.
Upplýsingar um starfið gefur Daufblindrafélag
Íslands í síma 553 6611. Umsóknir, ásamt upp-
lýsingum um menntun og fyrri störf, sendist
til Daufblindrafélags Íslands, Hamrahlíð 17,
105 Reykjavík, fyrir 27. maí nk.
ⓦ
Í Háskólahverfi og
á Álftanesveg.
Einnig vantar
blaðbera í
sumarafleysingar
á Laugaveg
Upplýsingar
í síma 569 1376
Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands
Staða aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands er laus til umsóknar. Aðalhagfræðingur Seðlabank-
ans er jafnframt framkvæmdastjóri hagfræðisviðs, stýrir starfi þess og skipuleggur. Á hagfræði-
sviði starfa nú fimmtán sérfræðingar - hagfræðingar, viðskiptafræðingar og tölfræðingar.
Meðal viðfangsefna hagfræðisviðs er að sinna rannsóknum á sviði efnahags- og peningamála
og greiningu á framvindu efnahags- og peningamála, taka þátt í mótun stefnu bankans í peninga-
málum, undirbúa og gera þjóðhags- og verðbólguspár bankans og að hafa umsjón með útgáfu
ársfjórðungsritsins Peningamála og fleiri rita.
Umsækjendur skulu uppfylla eftirtalin skilyrði:
Doktorspróf í hagfræði eða jafngild menntun og reynsla af rannsóknum og greinarskrifum
á sviði hagfræði.
Yfirgripsmikil þekking á þjóðhags-, peninga- og fjármálahagfræði.
Víðtæk reynsla af rannsóknum og greiningu og greinaskrifum um hagfræðileg efni, ekki
síst á sviði þjóðhagfræði, peningahagfræði og/eða fjármálahagfræði.
Hæfni til framsetningar í mæltu og rituðu máli, á íslensku og ensku og helst Norðurlandamáli
öðru en íslensku.
Reynsla af stjórnun og færni í mannlegum samskiptum.
Upplýsingar um starfið veita Birgir Ísl. Gunnarsson, formaður bankastjórnar, og Ingvar A.
Sigfússon, rekstrarstjóri bankans.
Umsóknarfrestur er til 11. júní 2004 og skal umsóknum, ásamt ferilskrám, skilað til starfsmanna-
stjóra bankans.
Seðlabanki Íslands, Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavík, sími 569 9600.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
TILBOÐ / ÚTBOÐ
Í Hafnarfirði búa um 21 þúsund manns. Bærinn stendur í
fallegu umhverfi hrauns og kletta. Hafnarfjörður hefur þá
bæjarsál sem einkennir búsetu við sjó og státar um leið af
hagkvæmni stærðarinnar og staðsetningar í jaðri höfuð-
borgarsvæðisins. Það er gott að búa og starfa í Hafnarfirði.
ÚTBOÐ
Endurskoðun Hafnarfjarðarbæjar
Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í endurskoðun
á reikningshaldi fyrir eftirtaldar stofnanir bæjarnis:
• Fyrir A–hluta (aðalsjóður, fasteigafélag
og þjónustumiðstöð)
• Fyrir B–hlutastofnanir (hafnarsjóður,
vatnsveita, fráveita og húsnæðisskrifstofa)
• Eftirlaunasjóður
Gert er ráð fyrir að verkefnið sé til tveggja ára og
lýtur að endurskoðun reikningsskila ofangreindra
stofnana fyrir árin 2004 og 2005.
Útboðsgögn verða seld í þjónustuveri Hafnarfjarðar-
bæjar, Strandgötu6, 1. hæð, frá og með mánudeg-
inum 24. maí nk. Verð kr. 5.000.
Tilboð verða opnuð á sama stað föstudag-
inn 11. júní 2004 kl. 11:00.
Hafnarfjarðarbær
BÁTAR SKIP
Öflugt togskip
óskast til leigu sem fyrst.
Áhugasamir sendi upplýsingar til augl-
deildar Mbl. eða á box@mbl.is, merktar:
„Skip — 15404.“
UPPBOÐ
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum sem hér segir:
Esjugrund 5, 0101, 50% ehl., Kjalarnesi, þingl. eig. Þorsteinn Einars-
son, gerðarbeiðandi Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., mánudaginn
24. maí 2004 kl. 11:00.
Hverfisgata 46, 0201, Reykjavík, þingl. eig. Íslenska kvikmyndasam-
steypan ehf., gerðarbeiðendur Húsasmiðjan hf., Íslandsbanki hf.,
útibú 526, Tollstjóraembættið og Zoom hf., mánudaginn 24. maí
2004 kl. 14:30.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
19. maí 2004.
Lager-geymsluhúsnæði
160 fm til leigu á jarðhæð við Langholtsveg.
Góð aðkoma, góðar aðkeyrsludyr. Upplýsingar
í síma 568 6900.
TIL SÖLU
Trjáplöntusalan
Bjarkarholti 1
við Hliðina á Krónunni í Mosfellsbæ
Birki, aspir, reynitré, stafafura, blágreni,
sitkagreni og bakkaplöntur á góðu verði.
Upplýsingar í síma 566 6187.
Skrifstofuhúsnæði
í Mjóddinni
Til leigu ca 60 fm gott skrifstofuhúsnæði með
snyrtingu og tölvulögnum. Húsnæðið er vel
staðsett. Laust nú þegar.
Upplýsingar í símum 861 3321 og 587 4100.
ATVINNUHÚSNÆÐI
Óska eftir Iðnaðarhúsnæði
á höfuðborgarsvæðinu, allt að 200 fm.
Þarf að hafa eitthvað útisvæði. Kaup eða leiga.
Upplýsingar í síma 895 8763.
Útboðsgögn OTE-01
Lagning jarðstrengja
Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í lagningu
og tengingu rafstrengja og ídráttarröra í jörð
ásamt ídrætti ljósleiðara, samkvæmt útboðs-
gögnum OTE-01.
Verkkaupi leggur til allt efni nema samtengi-
búnað fyrir strengi.
Verkið er þrískipt:
Verkhluti A - u.þ.b. 9 km á Tungnaársvæði
Verkhluti B - u.þ.b. 6 km á Þjórsársvæði
Verkhluti C - u.þ.b. 7 km á Mývatnssvæði
Gert er ráð fyrir að verkið hefjist í júní nk.
og ljúki 1. október 2004.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Lands-
virkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá
og með föstudeginum 21. maí n.k. gegn óaft-
urkræfu gjaldi að upphæð kr. 3.000 fyrir hvert
eintak.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar,
innkaupadeild, Háaleitisbraut 68, 103 Reykja-
vík, miðvikudaginn 2. júní 2004 kl. 14:00, þar
sem þau verða opnuð og lesin upp að við-
stöddum fulltrúum þeirra bjóðenda sem
þess óska.
HÚSNÆÐI Í BOÐI
Snyrtifræðingur
Snyrtifræðingur óskast í hlutastarf.
Áhugasamir sendi upplýsingar ásamt ferilskrá
til spa@laugarspa.is fyrir 26. maí.