Morgunblaðið - 20.05.2004, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2004 51
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
NAUT
Afmælisbörn dagsins:
Þú et frumleg/ur og opin/n
fyrir umhverfi þínu. Þú ert
jafnframt skapandi og hefur
mikið að gefa öðrum.
Leggðu hart að þér á þessu
ári því þú munt uppskera á
því næsta.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Það verður mikið að gera hjá
þér næsta mánuðinn. Þú
munt hugsanlega fara í ferða-
lag auk þess sem það verður
mikið að gera heima fyrir.
Reyndu að njóta þess sem þú
ert að gera þrátt fyrir ann-
ríkið.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú munt líklega eyða óvenju
miklu á næstu vikum.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Sólin og venus eru í merkinu
þínu og því ertu orkumikil/l
og hefur mikið aðdráttarafl.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú þarft að gefa þér meiri
tíma til einveru á næstu fjór-
um vikum. Þú þarft á því að
halda til að halda einbeitingu
þinni og hugarró.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú munt njóta mikilla vin-
sælda næsta mánuðinn. Það
er eins og það vilji allir vera í
návist þinni. Njóttu þess að
vera í sviðsljósinu og þiggðu
öll heimboð sem þér berast.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú verður hugsanlega beð-
in/n um að taka á þig aukna
ábyrgð. Þú ættir endilega að
samþykkja það því þú munt
ekki eiga í neinum vandræð-
um með að standa undir því.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Á næstu vikum muntu hafa
mikla þörf fyrir að ferðast og
víkka sjóndeildarhring þinn.
Láttu það endilega eftir þér.
Ef þú kemst ekki í burtu get-
urðu kynnt þér eitthvað nýtt í
nánasta umhverfi þínu.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú átt óvenju auðvelt með að
fá lán eða aðra fyrirgreiðslu
þessa dagana. Notaðu tæki-
færið en gættu þess þó að
fara ekki yfir strikið.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Sólin er beint á móti merkinu
þínu og því gætirðu þurft á
óvenju mikilli hvíld að halda.
Taktu það rólega og einbeittu
þér að nánustu samböndum
þínum.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú hefur þörf fyrir að skipu-
leggja þig og koma hlutunum
í lag í kring um þig.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Ástamálin líta vel út þennan
mánuðinn. Hvort sem þú
verður ástfangin/n eða leikur
þér að saklausu daðri mun líf
þitt örugglega verða áhuga-
vert á næstunni.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Heimilið og fjölskyldan verða
í brennidepli hjá þér næstu
fjórar vikurnar.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
HVER Á SÉR FEGRA
FÖÐURLAND
Hver á sér fegra föðurland,
með fjöll og dal og bláan sand,
með norðurljósa bjarmaband
og björk og lind í hlíð,
með friðsæl býli, ljós og ljóð,
svo langt frá heimsins vígaslóð?
Geym, drottinn, okkar dýra land,
er duna jarðarstríð.
Hver á sér meðal þjóða þjóð,
er þekkir hvorki sverð né blóð,
en lifir sæl við ást og óð
og auð, sem friðsæld gaf?
Við heita brunna, hreinan blæ
og hátign jökla, bláan sæ
hún unir grandvör, farsæl, fróð
og frjáls – við yzta haf.
Hulda
(Unnur Benediktsdóttir Bjarklind)
LJÓÐABROT
ÁRNAÐ HEILLA
70 ÁRA afmæli. Ámorgun, föstudaginn
21. maí, verður sjötug Auð-
ur Garðarsdóttir, Bárugötu
35, Reykjavík. Hún og eig-
inmaður hennar, Jóhannes
Bergsveinsson, læknir, taka
á móti gestum á afmæl-
isdaginn kl. 16–19 í Kirkju-
hvoli, safnaðarheimili
Vídalínskirkju í Garðabæ.
PUNKTAR eru mælikvarði
á styrk handar – tommu-
stokkur sem brugðið er á
spilin, svo að ekki þurfi að
treysta á tilfinninguna eina.
En reyndir spilarar vita að
punktarnir eru ekki ná-
kvæmir í sama skilningi og
tommustokkur smiðsins –
skiptingin hefur sitt að
segja, samlegan og sagnir
mótherjanna. Oftast nær
veitir ekkert af 25 punktum
til að vinna þrjú grönd, en
stundum dugir minna, jafn-
vel mun minna.
Norður gefur; NS á
hættu.
Norður
♠K102
♥DG542
♦K82
♣D10
Vestur Austur
♠G843 ♠D65
♥ÁK86 ♥93
♦973 ♦Á54
♣74 ♣Á8653
Suður
♠Á97
♥107
♦DG106
♣KG92
NS eiga aðeins 22 punkta
á milli handanna, en samt
eru þrjú grönd augljóslega
mjög góður samningur.
Hjálpast þar allt að: milli-
spilin í spaða og tíurnar í
hinum litunum. En í upp-
hafi leiks er vafasamt að
nokkur eigi opnun við borð-
ið! Spilið er frá Íslands-
mótinu í paratvímenningi
og á þremur borðum var
spilið hreinlega passað út.
En allmargir kusu þó að
vekja á einu hjarta í norður.
Í þeim hópi var Ljósbrá
Baldursdóttir.
Vestur Norður Austur Suður
– 1 hjarta Pass 1 grand *
Pass 2 lauf * Dobl 2 tíglar *
Pass 2 hjörtu Pass 3 grönd
Pass Pass Pass
Makker hennar, Björn
Eysteinsson, svaraði á
kröfugrandi og endursögn
Ljósbrár á tveimur laufum
er margræð: sýnir ann-
aðhvort sterk spil (minnst
16 HP) eða lágmarksopnun
(með jafnri skiptingu, ell-
egar laufi eða spaða til hlið-
ar). Þetta er hins svokallaða
sænska „norn“. Austur not-
aði tækifærið og doblaði
gervisögnina til að benda
makker sínum á útspil í
laufi. Björn leit framhjá
doblinu að sinni og svaraði
kerfisbundið með tveimur
tíglum til að sýna 9–12 HP.
Ljósbrá skýrði þá frá lág-
markshendi með tveimur
hjörtum, 11–15 punktum og
flatri skiptingu.
Eftir þessa þróun er kerf-
issögn suðurs tvö grönd –
áskorun í þrjú grönd með
11–12 punkta. En spil
Björns höfðu batnað veru-
lega eftir dobl austurs á
tveimur laufum og hann
ákvað að skjóta á þrjú
grönd sjálfur, frekar en
leggja það á makker að
hækka tvö grönd í þrjú. Það
reyndist vel, því níu slagir
voru auðsóttir.
E.s. Jaðarhendur eru oft
skreyttar með lýsingarorð-
unum góður/vondur eða fal-
legur/ljótur. Í þessu felst
hvorki siðferðileg né fag-
urfræðileg skírskotun, held-
ur er óbeint verið að taka
inn í myndina skiptinguna
og staðsetningu háspila.
Eitt er athyglisvert við
þetta spil. Bæði norður og
suður eru með „ljóta“ 11
punkta. En þegar þessar
ljótu 11-punkta hendur
leggjast saman verður út-
koman gullfalleg þrjú
grönd!
BRIDS
Guðmundur Páll
Arnars on
DEMANTSBRÚÐKAUP. Í dag, fimmtudaginn 20. maí, eiga
60 ára hjúskaparafmæli hjónin Ingunn K. Þormar og Garð-
ar P. Þormar, Maríubakka 28, Reykjavík. Þau verða að
heiman í dag.
1. Rf3 Rf6 2. c4 c5 3. Rc3
Rc6 4. d4 cxd4 5. Rxd4 g6 6.
e4 Bg7 7. Rc2 0–0 8. Be2 d6
9. 0–0 Rd7 10. Bd2 Rc5 11.
f3 Rd4 12. Rxd4 Bxd4+ 13.
Kh1 Bg7 14. Hc1 a5 15. b3
Bd7 16. Be3 Bc6 17. Dd2
He8 18. Hfd1 Be5 19. Rb5
Bg7 20. Hb1 Rd7 21.
Bf1 b6 22. a3 Bb7 23.
Hdc1 Bc6 24. Df2
Bb7 25. b4 axb4 26.
axb4 Bc6 27. Rc3
Ha3 28. Rd5 Db8 29.
c5 b5 30. Bg5 Bf8 31.
Bf4 Ha6 32. cxd6
exd6 33. Hd1 Bg7 34.
Dh4 Kh8 35. Bg5
He6 36. Hbc1 Rf8
37. Df4 Db7 38. Bh6
Ha4 39. Hb1 Be8 40.
Dd2 Bxh6 41. Dxh6
Dc8 42. Rf4 Hf6
Staðan kom upp á
pólska meist-
aramótinu sem lauk fyrir
skömmu Lukasz Cybo-
rowski (2.565) hafði hvítt
gegn Piotr Murdzia (2.455).
43. Rh5! og svartur gafst
upp enda taflið gjörtapað
eftir 43. … gxh5 44. Dxf6+.
Skákþing Norðlendinga
verður haldið um helgina á
Sauðárkróki og er nánari
upplýsingar um mótið að
finna á skak.is.
SKÁK
Helgi Ás s
Grétars s on
Hvítur á leik.
EDEN - HVERAGERÐI
Bjarni Jónsson listmálari
hefur opnað sína árlegu sýningu
og eru viðfangsefnin mjög fjölbreytt
Opið 17.–31. maí.
Afmælisþakkir
Mínar innilegustu þakkir færi ég fjölskyldu
minni og vinum fyrir góðar gjafir, blóm og
skeyti í tilefni af 90 ára afmæli mínu.
Lifið heil.
Anna Steindórsdóttir Haarde.