Morgunblaðið - 20.05.2004, Page 52
ÍÞRÓTTIR
52 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
BANDARÍSKA Ólympíunefndin,
USOC, hefur lagt nýjar línur fyrir
bandarísku keppendurna á Ólymp-
íuleikunum í Aþenu í sumar, þar
sem lögð er áhersla á að fagna beri
sigrum af hófsemi og að bandaríski
fáninn verði ekki ofnotaður í þeim
tilgangi.
Ólympíunefndin hefur áhyggjur
af vaxandi andúð á Bandaríkja-
mönnum í kjölfar stríðsins í Írak og
William Martin, formaður banda-
rísku Ólympíunefndarinnar, segir
við New York Times að það sé
heppilegt að draga úr áherslum sem
hafa verið við lýði undanfarin ár.
Martin segir að sundmönnum
verði bannað að spýta í vatnið,
bannað verður að mótmæla dómum
eða tilmælum frá starfsfólki.
USOC leggur á það áherslu að
mótherjum verði sýnd virðing og
notkun á bandaríska fánanum verði
í lágmarki er sigrum verði fagnað.
„Bandaríski fáninn er þjóðfáni
okkar og á ekki að nota sem peysu
eða stuttermabol,“ segir Martin.
Bandaríkjamenn með nýj-
ar áherslur á ÓL í Aþenu
Marion Jones
MAGNÚS Agnar Magnússon, línu-
maður og fyrirliði handknattleiks-
liðs Gróttu/KR á síðustu leiktíð,
hefur gert eins árs samning við
danska úrvalsdeildarliðið Team
Helsinge á norðurhluta Sjálands.
Jannik Frederiksen, framkvæmda-
stjóri Team Helsinge, segir í sam-
tali við Frederiksborg Amts Avis,
að Magnús verði ekki aðallínu-
maður Team Helsinge á næstu leik-
tíð og honum sé það ljóst því aðal-
línumaður liðsins, Martin Bager, sé
framtíðarmaður með danska lands-
liðinu, hann sé efnilegur og verði
ekki svo auðveldlega velt úr sessi.
Það sé hins vegar mikill kostur fyr-
ir liðið að hafa á næstu leiktíð tvo
fyrsta flokks línumenn.
Sigursteinn Arndal, fyrrverandi
leikmaður FH, hefur leikið með
Team Helsinge undanfarin tvö ár.
Ljóst er að a.m.k. sex íslenskir
handknattleiksmenn leika í dönsku
úrvalsdeildinni á næstu leiktíð auk
Magnúsar.
Þeir eru Aron Kristjánsson, Jón
Jóhannsson og Ragnar Óskarsson
hjá Skjern, Róbert Gunnarsson með
Aarhus GF, Gísli Kristjánsson hjá
Fredericia HK og Sigursteinn hjá
Team Helsinge. Þá er ekki loku fyr-
ir það skotið að Sturla Ásgeirsson,
hornamaður ÍR, gangi til liðs við
Aarhus GF. Hann var á æfingum
hjá liðinu á dögunum og leist for-
ráðamönnum Árósar-liðsins vel á
það sem þeir sáu til Sturlu. Var
honum boðinn samningur í kjölfar-
ið en Sturla hefur enn ekki svarað.
Magnús Agnar til Team
Helsinge í Danmörku
„VIÐ erum með ákveðið ferli í
gangi sem ætti að skýrast í
næstu viku,“ sagði Gissur
Tryggvason, formaður körfu-
knattleiksdeildar Snæfells, en
liðið leitar nú að eftirmanni
Bárðar Eyþórssonar sem
ákvað að taka ekki að sér liðið
á næstu leiktíð og valdi þess í
staða að tryggja sér betri at-
vinnumöguleika sem skip-
stjórnarmaður. Snæfell varð
deildarmeistari í vetur og lék
til úrslita um Íslandsmeist-
aratitilinn gegn Keflavík þar
sem Stykkishólmsliðið beið
lægri hlut, 3:1.
Gissur sagði enn fremur að
sá aðili sem rætt hefði verið
við væri innlendur en hann
gæti ekki svarað fyrr en í
næstu viku. „Ég hef ekki tök á
því að segja frá því hver sá að-
ili er, en vonandi fáum við
botn í þetta mál á næstunni.
Það kom til greina að fá leik-
mann sem myndi jafnframt
leika með liðinu erlendis frá
en það er ekki raunhæfasti
kosturinn eins og er.“
Þráinn Hafsteinsson er mótstjóriog þarf í mörg horn að líta.
„Það verða 130 starfsmenn á vellin-
um við dómgæslu og
að láta mótið ganga
en það er meira en
helmingi meira á
okkar stærstu og
flottustu mótum. Þetta mót er einnig
á allan hátt formlegra með kynning-
um og slíku. Undirbúningur hefur
staðið í eitt og hálft ár og nú er loka-
spretturinn að hefjast. Það er mikill
heiður að fá að takast á við svona
stórt mót en miklu skipti að Jónas
Egilsson, formaður Frjálsíþrótta-
sambandsins, er sterkur í alþjóða-
samstarfinu.
Það skipti líka máli að alþjóðleg
mót sem við höfum haldið hafa geng-
ið vel. Reykjavíkurborg hefur komið
vel á móts við okkur með því að bæta
aðstöðuna, til dæmis verður í fyrsta
sinn þjófstartbúnaður í startblokk-
unum og ný tímatökutæki. Svo verða
nýjar upplýsingatöflur og allar tölur
liggja strax fyrir,“ sagði Þráinn við
Morgunblaðið.
En það er ekki bara keppt í að
hafa umgjörð sem allra besta heldur
lætur allt besta frjálsíþróttafólk
landsins til sín taka. „Ég er frekar
bjartsýnn,“ sagði Guðmundur Karls-
son landsliðsþjálfari sem mætir með
40 keppendur.
„Ég einbeiti mér að mínum kepp-
endum og við höfum sett upp þjálf-
aralið, sem hlúir að hverri grein. Við
höfum verið með landsliðsæfingar í
vetur, nú síðast á laugardaginn, og
mót í kjölfarið svo undirbúningurinn
er eins og best verður á kosið í bili og
við ætlum að koma tilbúin til leiks.
Allir eru í fínu standi og það stefnir í
að við verðum með okkar sterkasta
lið í nokkur ár,“ sagði þjálfarinn og
að mörgu þarf að hyggja.
Skemmtileg umgjörð
„Ég vona að okkar fólk lyftist að-
eins upp og það komi svolítið af
áhorfendum og að umgjörðin verði
skemmtileg. Auðvitað getur þetta
virkað í báðar áttir, það má ekki
verða of mikil spenna heldur verður
að hafa það á réttu stigi og við
vinnum að því að finna það,“ sagði
Guðmundur Karlsson.
Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson
Eistlendingurinn Erki Nool og Jón Arnar Magnússon hafa oft
barist hart á tugþrautarmótum á undanförnum árum.
2. deild Evrópubikarkeppninnar á Laugardalsvellinum
230 keppendur
frá átta þjóðum
SENN líður að stórmóti Frjálsíþróttasambands Íslands þegar 2.
deild Evrópubikarkeppninnar verður haldin í Laugardalnum 19. og
20. júní. Mótið er það stærsta sem FRÍ hefur haldið en tæp 20 ár eru
síðan svipað mót var haldið, nema hvað nú mæta 8 þjóðir með 320
keppendur leiks, sem er öllu meira en á Valbjarnarvellinum 1985.
Umgjörðin verður öll hin glæsilegasta auk þess að allt besta frjáls-
íþróttafólk landsins verður með ásamt köppum eins og tugþraut-
armeistaranum Erki Nool frá Eistlandi, svo áhorfendur geta látið
fara vel um sig í stúkunni.
Stefán
Stefánsson
skrifar
Þjálfaraleit
Snæfells í
biðstöðu
EGIDIJUS Petkevicius, hand-
knattleiksmarkvörðurinn frá Lithá-
en, hefur samið við Fram um að
leika áfram með félaginu á næsta
keppnistímabili, samkvæmt frétt á
vef Framara. Petkevicius kom til
liðs við Safamýrarliðið síðasta sumar
en hann lék áður með KA og FH.
ÞORVALDUR Sveinn Guðbjörns-
son, varnarmaður úr KA, verður
ekki tilbúinn í slaginn gegn Víkingi
annað kvöld en liðin mætast þá í úr-
valsdeildinni í knattspyrnu. Þor-
valdur, sem átti fast sæti í liði KA í
fyrra, missti af leiknum gegn Kefla-
vík í fyrstu umferðinni vegna
meiðsla í hné.
HJÖRTUR Hjartarson skoraði
þrennu fyrir ÍA sem vann Stjörn-
una, 4:0, í fyrstu umferðinni í nýrri
deildakeppni U23-ára liða í knatt-
spyrnu sem hófst í vikunni. Liðin
mega tefla fram fjórum leikmönnum
sem eru eldri en 23 ára. Þess má
geta að Mihajlo Bibercic, sem er
orðinn 36 ára, lék með 23 ára liði
Stjörnunnar á sínum gamla heima-
velli.
JAY-JAY Okocha hefur loksins
ákveðið framtíð sína á knattspyrnu-
vellinum en Nígeríumaðurinn hefur
ritað nafn sitt undir nýjan þriggja
ára samning við Bolton. Okocha
gekk í raðir Bolton eftir HM 2002 og
hefur slegið í gegn með liðinu í
ensku úrvalsdeildinni.
SIR Alex Ferguson, knattspyrnu-
stjóri Manchester United, er von-
góður um að geta teflt fyrirliðanum
Roy Keane fram í úrslitaleik United
gegn Millwall í ensku bikarkeppn-
inni sem fram fer á þúsaldarvellin-
um í Cardiff á laugardaginn. Keane
hefur ekkert leikið með United síðan
í leiknum á móti Liverpool í lok apríl
en hann hefur æft í vikunni og ekki
kennt sér meins.
CARSTEN Ramelow leikmaður
Bayern Leverkusen tilkynnti í gær
að landsliðsferli hans væri lokið.
Ramelow, sem er 30 ára gamall og á
að baki 46 landsleiki, var harðlega
gagnrýndur í lokaleik sínum fyrir
Þjóðverja en þar töpuðu þeir fyrir
Rúmenum, 5:1.
FÓLK