Morgunblaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 53
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2004 53
Opna Lancome
laugardaginn 22. maí
Fyrsta opna kvennamótið í sumar
Ræst verður út á öllum teigum samtímis kl. 10:00
Þrír flokkar:
1. fl. forgj. 0-20
2. fl. forgj. 20,1-30
3. fl. forgj. 30,1-36
Glæsileg verðlaun frá
Nándarverðlaun á allar par 3 brautir. Teiggjafir.
Dregið úr skorkortum. 5 gjafabréf. 50% afsláttur í
Helenu Rubinstein á Akranesi.
Skráning er hafin inn á golf.is eða
ghr@simnet.is og í síma 487 8208
FELIX Magath, þjálfari
þýska knattspyrnuliðsins
Stuttgart, sagði við
fréttamenn í gær að
hann tæki við þjálfara-
starfinu hjá Bayern
München í júlí. Forráða-
menn Bæjara tilkynntu í
fyrradag að Ottmar Hitz-
feld myndi stjórna sínum
síðasta leik með Bayern í
leiknum gegn Freiburg í
lokaumferð þýsku 1. deildarinnar
sem fram fer um næstu helgi.
„Ég hef greint leikmönnum mín-
um frá því að ég verði ekki þjálfari
þeirra á næstu leiktíð,“ sagði Ma-
gath.
Magath er samningsbundinn
Stuttgart fram yfir næsta tímabil
en hann hefur komist að
samkomulagi við stjórn
félagsins um að fá að
hætta eftir þetta tímabil.
Magath gerir þriggja
ára samning við Bayern
en undir stjórn Hitzfeld
vann liðið engan titil á
tímabilinu. Hitzfeld tók
við þjálfarastarfinu hjá
Bæjurum árið 1996 og
skilaði liðinu Þýskalands-
meistaratitlinum fjórum sinnum,
tveimur bikarmeistaratitlum og ár-
ið 2001 vann Bayern München sigur
í Meistaradeildinni.
Magath er fyrrverandi landsliðs-
maður Þýskalands og leikmaður
Hamburger SV – geysilega öflugur
miðvallarleikmaður.
Felix Magath tekur við
Bayern München
Felix Magath
FERNANDO Morientes, framherji
Mónakó, segist hafa mikinn áhuga á
að reyna fyrir sér í ensku úrvalsdeild-
inni. Morientes er í eigu Real Madrid
en er í láni hjá Mónakó þar sem hann
hefur svo sannarlega slegið í gegn.
MORIENTES er markahæsti leik-
maður Meistaradeildar Evrópu með
9 mörk en lið hans, Mónakó, mætir
Porto í úrslitaleik keppninnar í
Þýskalandi í næstu viku. Enskir fjöl-
miðlar greina frá því að Arsenal og
Chelsea hafi sýnt áhuga á að fá Spán-
verjann í sínar raðir og í viðtali við
The Sun segist Morintes stoltur að
félög á borð við Arsenal og Chelsea
vilji fá sig.
FRANSKA íþróttablaðið L’Equipe
segist hafa heimildir fyrir því að
Frakkinn Didier Dechamps, þjálfari
Mónakó, verði næsti knattspyrnu-
stjóri enska úrvalsdeildarliðsins
Chelsea. Blaðið segir að Deschamps
hafi hafnað tilboði um að taka við
starfi Marcelos Lippi hjá Juventus
því hann hafi frekar kosið að fara til
Chelsea.
JONATHAN Woodgate, varnar-
maðurinn sterki hjá Newcastle, gæti
misst af upphafi næstu leiktíðar en í
ljós hefur komið að leikmaðurinn er
alvarlega meiddur í læri og verður
frá knattspyrnuiðkun næstu þrjá
mánuðina í það minnsta.
ARGENTÍNSKI miðjumaðurinn
Fernando Redondo yfirgefur her-
búðir AC Milan í sumar. Redondo,
sem verður 35 ára gamall í næsta
mánuði, gekk til liðs við Mílanóliðið
frá Real Madrid fyrir þremur árum.
Redondo náði einungis að spila átta
leiki fyrir liðið en hann hefur átt við
mikil hnémeiðsli að stríða. „Það er
sárt að fara frá Milan en ég verð að fá
að spila enda að komast á aldur,“
sagði Redondo á heimasíðu AC Mil-
an.
FÓLK
Westwood segir að margir kylf-ingar sem leiki að mestu á
mótaröð atvinnumanna í Bandaríkj-
unum séu á milli steins og sleggju í
þessu máli. „Ég hef alltaf haldið að
Ryderkeppnin væri á milli liða frá
Evrópu og Bandaríkjunum en ekki
keppni á milli atvinnumótaraða í
Bandaríkjunum og Evrópu,“ sagði
Westwood við BBC er ljóst var að
Englendingurinn Luke Donald gæti
ekki tekið þátt í Ryderliðinu þar sem
hann hefur að mestu leikið í Banda-
ríkjunum á keppnistímabilinu og
nær ekki að leika á 11 mótum í Evr-
ópu eins og krafist er. Jesper Parne-
vik, Carl Pettersson og Mathias
Grönberg eru einnig úr leik af sömu
ástæðu. „Það væri skömm að mæta
ekki til leiks með sterkasta liðið sem
völ er á,“ bætti Westwood við.
Jamie Spence, talsmaður Ryder-
liðs Evrópu, ver núverandi kerfi í
viðtali við BBC. „Það eru aðeins sex
mót í Evrópu sem þessir kylfingar
þurfa að sækja yfir hafið, fimm mót á
Evrópumótaröðinni fara fram í
Bandaríkjunum og það ætti að vera
auðvelt fyrir þá að uppfylla þessar
kröfur. Verðlaunaféð á bandarísku
mótaröðinni er mun hærra en á
þeirri evrópsku. Við erum einfald-
lega að tryggja hagsmuni okkar, ef
við gerum það munum við aldrei fá
nýjan „Ballesteros“, „Harrington“
eða „Garcia“,“ sagði Spence en Ryd-
erkeppnin fer fram 14.–19. septem-
ber í Michigan.
ÞAÐ verður meistaraandrúmsloft í
Keflavík í kvöld þegar Keflvíkingar
taka á móti KR-ingum í efstu deild
karla. Nú eru liðin 40 ár síðan Kefl-
víkingar urðu Íslandsmeistarar í
knattspyrnu, 1964. Þá skutu Kefl-
víkingar þáverandi Íslandsmeist-
urum KR ref fyrir rass og fögnuðu
Íslandsmeistaratitlinum á grasvell-
inum í Njarðvík eftir jafnteflisleik
gegn KR, 1:1. Alls 4.120 áhorfendur
sáu Rúnar Júlíusson hljómlistar-
mann skora mark Keflvíkinga, sem
tóku síðan á móti Íslandsbikarnum
á Laugardalsvellinum í jakkafötum,
eftir síðasta leikinn á Íslandsmót-
inu, leik KR og ÍA.
Í tilefni leiksins í kvöld hafa Kefl-
víkingar kallað saman gömlu meist-
arana og nokkra leikmenn KR-
liðsins 1964 í hóf í Landsbankanum
í Keflavík fyrir leikinn og síðan
mæta gömlu meistararnir að sjálf-
sögðu til að sjá viðureign Keflavík-
ur og KR á Keflavíkurvellinum,
þarf sem þeir heilsa upp á leikmenn
liðanna fyrir leikinn.
Í meistarahópi Keflavíkur eru
markverðirnir Kjartan Sigtryggs-
son og Gottskálk Ólafsson, sem sér
son sinn Ólaf verja mark Keflvík-
inga. Aðrir leikmenn frá 1964 eru
Magnús Haraldsson, Ólafur Mar-
teinsson, Högni Gunnlaugsson, Sig-
urður Albertsson, Magnús Torfa-
son, Hólmbert Friðjónsson, Einar
Magnússon, Grétar Magnússon,
Geirmundur Kristinsson, Gísli Ell-
erup, Sveinn Pétursson, Sigurvin
Ólafsson, Guðni Kjartansson, Jón
Ólafur Jónsson, Rúnar Júlíusson,
Karl Hermannsson og Jón Jóhanns-
son. Þjálfari liðsins var Óli B. Jóns-
son.
Nýjar reglur um val á kylfingum
í Ryderlið Evrópu í golfi
Westwood
er ósáttur
ENSKI kylfingurinn Lee Westwood er ekki sáttur við þær reglur sem
settar voru sl. haust um val á kylfingum í Ryderlið Evrópu, en leikið
verður gegn liði Bandaríkjanna í haust. Forsvarsmenn Ryderliðs
Evrópu settu það skilyrði að kylfingar sem ætluðu sér að komast í
liðið yrðu að taka þátt í það minnsta 11 mótum á Evrópumótaröð-
inni til þess að öðlast keppnisrétt, en þeir kylfingar frá Evrópu sem
eru í hópi 50 efstu á heimslistanum þurfa aðeins að taka þátt í 6
mótum á Evrópumótaröðinni.
Lee Westwood
Högni Gunnlaugsson, fyrirliði Keflavíkurliðsins 1964, á heim-
leið úr Laugardalnum með Íslandsbikarinn.
Leikmenn Keflavíkurliðsins tóku á móti Íslandsbikarnum á
Laugardalsvellinum í sparifötunum.
Gamlir meistarar
mæta til leiks