Morgunblaðið - 20.05.2004, Síða 55
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2004 55
HREINSANIR eru hafnar hjá liði
Wolves fyrir næstu leiktíð en liðið
féll úr ensku úrvalsdeildinni. Alex
Rae er horfinn á braut til Glasgow
Rangers, Denis Irwin hefur lagt
skóna á hilluna og samningar við
Isaac Okornokwo, Steffen Iversen,
Nathan Blake og Oleg Luzhny
verða ekki endurnýjaðir.
Samningur Jóhannesar Karls
Guðjónssonar við Úlfana rennur út
um næstu mánaðamót en Skaga-
maðurinn hefur verið í láni hjá fé-
laginu frá spænska liðinu Real Bet-
is. Dave Jones, knattspyrnustjóri
Wolves, hefur mikinn áhuga á að
halda Jóhannesi og hyggjast for-
ráðamenn Úlfanna ræða við kollega
sína hjá Real Betis en Jóhannes er
samningsbundinn liðinu til 2006.
Hreinsanir
hjá Úlfunum
GUÐMUNDUR Þórður Guðmunds-
son, landsliðsþjálfari í handknatt-
leik karla, valdi í gær þá fimmtán
leikmenn sem leika fyrir Íslands
hönd á Flanders Cup, fjögurra
þjóða móti, í Antwerpen sem hefst
á morgun og lýkur á sunnudag.
Guðmundur kaus að skilja þá Vil-
hjálm Halldórsson, Stjörnunni,
Hrafn Ingvarsson, Aftureldingu og
markverðina Pálmar Pétursson úr
Val og Ólaf H. Gíslason, ÍR, eftir
heima úr þeim 19 manna landsliðs-
hópi sem hann valdi til æfinga í síð-
ustu viku.
Íslenska landsliðið sem leikur á
mótinu í Antwerpen um helgina
verður skipað eftirtöldum leik-
mönnum:
Markverðir:
Birkir Ívar Guðmundsson, Hauk-
um, Björgvin Páll Gústavsson, HK.
Aðrir leikmenn:
Sturla Ásgeirsson, ÍR, Baldvin
Þorsteinsson, Val, Bjarni Fritzson,
ÍR, Þórir Ólafsson, Haukum, Ró-
bert Gunnarsson, Aarhus GF, Vign-
ir Svavarsson, Haukum, Arnór
Atlason, KA, Ingimundur Ingi-
mundarson, ÍR, Heimir Örn Árna-
son, Val, Kristján Andrésson, GU-
IF, Svíþjóð, Ásgeir Örn Hallgríms-
son, Haukum, Einar Hólmgeirsson,
ÍR og Valdimar Þórsson, Fram.
Íslenska landsliðið mætir Túnis,
Serbíu/Svartfjallalandi og Dan-
mörku á mótinu á morgun, laugar-
dag og á sunnudag.
„Þetta mót verður mikil eldskírn
fyrir þessa leikmenn,“ sagði Guð-
mundur í samtali við Morgunblaðið
í gær. „Þetta er þriðja árið í röð
sem við sendum lítt reynt lið til
mótsins og að því leytinu förum við
svipað að og Danir. Með þessu vil
ég horfa til framtíðar, freista þess
að stækka þann hóp leikmanna sem
hægt er að velja úr auk þess sem
líta má á þetta sem ákveðna viður-
kenningu til þeirra leikmanna sem
hafa staðið sig vel í deildinni hér
heima,“ sagði Guðmundur.
Fjórir
settir út í
kuldann
RÚNAR Kristinsson lagði upp flest
mörk af öllum leikmönnum belgísku
1. deildarinnar í knattspyrnu á ný-
liðnu tímabili. Rúnar var maðurinn á
bak við 14 mörk sem Lokeren skor-
aði, og hann gerði þar að auki 6 mörk
sjálfur. Næsti maður á listanum, sem
tímaritið Voetbal Magazine tók sam-
an, lagði upp 11 mörk.
ARNAR Þór Viðarsson, fyrirliði
Lokeren, var sjötti besti leikmaður
deildarinnar, samkvæmt stigagjöf
Voetbal Magazine. Hann fékk sam-
tals 202 stig hjá tímaritinu en sigur-
vegari varð Frédéric Herpoel, mark-
vörður Gent, með 218 stig. Arnar Þór
var eini leikmaður Lokeren sem lék
alla 34 deildaleiki liðsins, alla í byrj-
unarliði.
SLAVISA Kaplanovic, serbneski
varnarmaðurinn hjá Grindavík, verð-
ur nær örugglega ekki með liðinu
þegar það sækir ÍA heim í úrvals-
deildinni í knattspyrnu í dag. Kapl-
anovic er ekki búinn að jafna sig af
ökklameiðslum sem hann varð fyrir
gegn ÍBV í fyrstu umferðinni en þá
þurfti hann að yfirgefa völlinn eftir
aðeins hálftíma leik.
FRAMARAR eru enn án þeirra
Baldurs Bjarnasonar, Daða Guð-
mundssonar, Gunnars Þórs Gunn-
arssonar og Freys Karlssonar, en
þeir voru allir meiddir og léku ekki
gegn Víkingi í fyrstu umferðinni.
Fram sækir ÍBV heim til Vest-
mannaeyja í dag. Í lið ÍBV vantar
sem fyrr þá Steingrím Jóhannesson
og Pál Hjarðar sem verða ekki leik-
færir fyrr en í júní.
LIND Hrafnsdóttir, knattspyrnu-
kona frá Vestmannaeyjum, er gengin
til liðs við úrvalsdeildarlið FH. Lind,
sem er 22 ára og hefur spilað með öll-
um yngri landsliðum Íslands, lék 13
af 14 leikjum ÍBV í deildinni í fyrra og
skoraði 2 mörk en hún hefur spilað 66
leiki í efstu deild.
HARALD Brattbakk forðaði
norsku meisturunum Rosenborg frá
sínu þriðja tapi í röð í norsku úrvals-
deildinni í knattspyrnu í gærkvöld.
Brattbakk kom inn á sem varamaður
gegn Vålerenga og jafnaði, 2:2, þeg-
ar fjórar mínútur voru til leiksloka.
Rosenborg hefur aðeins unnið tvo af
fyrstu sjö leikjum sínum og er um
miðja deild en félagið hefur orðið
norskur meistari samfleytt frá árinu
1992, eða í tólf ár í röð.
MARC Goodfellow, fyrrum leik-
maður með ÍBV og Stoke City, var
liði sínu, Bristol City, dýrmætur í
gærkvöld, í úrslitakeppni um sæti í
ensku 1. deildinni í knattspyrnu.
Goodfellow jafnaði, 1:1, gegn Hartle-
pool tveimur mínútum fyrir leikslok,
og í kjölfarið skoraði einn félaga hans
sigurmark Bristol City. Liðið vann
þar með 3:2 samanlagt og er komið í
úrslitaleik gegn Brighton eða Swind-
on.
FÓLK
Arnór Atlason, sem gengur til liðsvið þýska stórliðið Magdeburg
í sumar, sópaði að sér verðlaunum á
lokahófinu í gærkvöld en ásamt því
að verða fyrir valinu sem besti og
efnilegasti leikmaðurinn á leiktíðinni
var hann kjörinn besti sóknarmað-
urinn og varð markahæsti leikmaður
deildarkeppninnar (riðlakeppni og
úrvalsdeildar) með 237 mörk.
Eftirtaldir voru heiðraðir á loka-
hófinu í gær:
Bestu leikmenn: Arnór Atlason,
KA, Sylvia Strass, ÍBV. Aðrir sem
voru tilnefndir: Andrius Stelmokas,
KA, Markús Máni Michaelsson, Val-
ur, Anna Yakova, ÍBV, Ramune
Pekarskyte, Haukar.
Efnilegustu leikmennirnir
Efnilegustu leikmenn: Arnór
Atlason, KA, Anna Úrsúla Guð-
mundsóttir, Grótta/KR. Aðrir sem
voru tilnefndir: Andri Stefan, Hauk-
ar, Björgvin Gústavsson, HK, Rakel
Dögg Bragadóttir, Stjarnan, Sólveig
Kærnested, Stjarnan.
Engl og Júlíus bestu
varnarmennirnir
Bestu varnarmenn: Birgit Engl,
ÍBV, og Júlíus Jónasson, ÍR. Aðrir
sem voru tilnefndir: Andrius
Stelmokas, KA, Vignir Svarsson,
Haukar, Hafrún Kristjánsdóttir,
Valur, Martha Hermannsdóttir,
Haukar.
Pekarskyte og
Arnór best í sókn
Bestu sóknarmenn: Ramune Pek-
arskyte, Haukar og Arnór Atlason,
KA. Aðrir sem voru tilnefndir: And-
rius Stelmokas, KA, Einar Hólm-
geirsson, ÍR, Anna Yakova, ÍBV,
Ramune Pekarskyte, Haukar.
Berglind og Ólafur
bestu markverðirnir
Bestu markverðir: Berglind
Hansdóttir, Valur, og Ólafur Gísla-
son, ÍR. Aðrir sem voru tilefndir:
Birkir Ívar Guðmundsson, Haukar,
Egidijus Petkevicius, Fram, Natasa
Lovic, Víkingur, Jelena Jovanovic,
Stjarnan.
Aðalsteinn og Óskar
Bjarni fremstir þjálfara
Bestu þjálfarar: Aðalsteinn Eyj-
ólfsson, ÍBV og Óskar Bjarni Ósk-
arsson, Valur. Aðrir sem voru til-
nefndir: Heimir Ríkarðsson, Fram,
Páll Ólafsson, Haukar, Erlendur Ís-
feld, Stjarnan, Guðríður Guðjóns-
dóttir, Valur.
Bestu dómararnir
Besta dómaraparið: Stefán Arn-
aldsson og Gunnar Viðarsson. Önn-
ur pör sem voru tilnefnd: Guðjón L.
Sigurðsson og Ólafur Haraldsson,
Anton Gylfi Pálsson og Hlynur
Leifsson.
Morgunblaðið/Kristján
Arnór Atlason, KA-maðurinn öflugi, var kjörinn besti leikmað-
urinn í karlaflokki og einnig sá efnilegasti.
Arnór og Sylvia
best í vetur
ARNÓR Atlason, KA, og Sylvia Strass, ÍBV, voru útnefnd leikmenn
ársins í karla- og kvennaflokki á lokahófi HSÍ sem haldið var á
Broadway í gærkvöldi. Arnór varð einnig fyrir valinu sem efnilegasti
leikmaðurinn hjá körlunum en Anna Úrsúla Guðmundsdóttir,
Grótta/KR, varð fyrir valinu hjá konunum. Athygli vakti að Íslands-
meistararnir í karlaflokki, Haukar, áttu engan fulltrúa á meðal verð-
launahafa en Haukar urðu bæði Íslands- og deildarmeistarar á ný-
afstaðinni leiktíð.
Lokahóf HSÍ
Morgunblaðið/Árni Torfason
Sylvia Strass, austurríska landsliðskonan í Íslandsmeistaraliði
ÍBV, var kjörin besti leikmaðurinn í kvennaflokki.
DICK Advocaat landsliðsþjálfari
Hollendinga valdi í gær 23-manna
hóp sinn sem leikur á Evrópumótinu
í Portúgal í sumar. Fátt kemur á
óvart í vali Advocaats en ekkert
pláss er fyrir framherjann Jimmy
Floyd Hasselbaink og félaga hans
hjá Chelsea, Mario Melchiot, en þeir
eru til vara svo og Paul Bosvelt
miðjumaður Manchester City.
Hópinn skipa:
Markverðir: Edwin van der Sar
(Fulham), Ronald Waterreus (PSV
Eindhoven), Sander Westerveld
(Real Sociedad).
Varnarmenn: Frank de Boer
(Rangers), Wilfred Bouma (PSV
Eindhoven), Giovanni van Bronck-
horst (Barcelona), Phillip Cocu
(Barcelona), Johnny Heitinga
(Ajax), Michael Reiziger (Barce-
lona), Jaap Stam (AC Milan).
Miðjumenn: Mark van Bommel
(PSV Eindhoven), Edgar Davids
(Barcelona), Clarence Seedorf (AC
Milan), Wesley Sneijder (Ajax),
Rafael van der Vaart (Ajax), Boude-
wijn Zenden (Middlesbrough ).
Framherjar: Pierre van Hooij-
donk (Fenerbache), Patrick Kluivert
(Barcelona), Roy Makaay (Bayern
München), Andy van der Meyde
(Inter Mílanó), Ruud van Nistelrooy
(Manchester United), Marc Over-
mars (Barcelona), Arjen Robben
(PSV Eindhoven).
Ekkert pláss fyrir Chelsea-
leikmennina í hollenska hópnum