Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1968, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1968, Blaðsíða 4
: Þ-órSur hamingjmi.kasta sp»r a»vi sinnar, er hann gt*kk að eiga Sol- veigu Sigmundsidóttur, sem alla tíð stóð með honum í blíðu og stríðu. Samstarfsmenn Þórðar færa frú Sólveigu, svo og börn- um þeirra og öðrum ástvinum, sín- ar innilegustu samúðarkveðjur. J.G.S. 1 . f Jarðarför Þórðar Helga Jóhann- essonar, verkstjóra, Álftamýri 34 fór fram frá Dómkirkjunni fyrir nokkru. Hann var fæddur hér í Reykjavík 17. júlí 1893, sonur Jó- hannesar Sigurðssonar, sjómanns af Borgarbæjarætt, og konu hans Jónínu Rósinkransdóttur. Hann andaðist 15. ágúst. í Sögu Reykjavíkur eftir Klem- enz Jónsson ráðherra og Þeir, sem settu svip á bæinn eftir herra Jón biskup Helgason má lesa um Borg- arabæjarætt hér í Reykjavík. Ætt- faðirinn Guðmundur Bjarnason borgari frá Langárfossi á Mýrum hafði hér minni háttar verzlun í svonefndu Stýrimannsihúsi. Hann keypti Marteinsbæ nyrzt í Grjóta- þorpi, þar sem síðar var reist stór- hýsið Glasgow, og bjó þar, en bær- inn var eftir það nefndur Borgara- bær. Hann dó 1836, 75 ára gam- all. Sonur Guðmundar var Þórður hafnsögumaður (d. 1853, 61 árs), faðir hinna alkunnu Borgarbæjar- bræðra, en þeir voru Jón útgerðar- maður í Hlíðarhúsum (d. 1885, 67 ára), Guðmundur á Hóli útgerðar- maður og bæjarfulltrúi um ára- tugi (d. 1898, 74 ára), Sigurður í Steinshúsinu sjómaður, var um skeið í niðurjöfnunarnefnd. Hann lét reisa Steinshúsið á klettunum fyrir neðan Hlíðarhús, þar sem nú er Hamar h.f. við Norðurstíg (d. 1916, 83 ára), Þorkell í Grjóta sjó- maður og ökumaður og Pétur í Oddgeirsbæ. Systir þeinra var Björg Zoega í Nýjabæ, gift Jó- hannesi Zoega,' bróðir Geirs kaup- manns. Af þessum systkinum eru kunnir margir hinir ágætustu Reykvíkingair vorra tíma, enda segir herra Jón bjskup að þau hafi verið, hvert á sinn hátt, prýði sinnar stéttar. Eitt af börnum Sig- urðar í Steinhúsinu og Steinunnar Sigurðardóttur fyrri konu hans var Jóhannes, faðir Þórðar, traust- ur sjómaður og prúðmenni (d. 3. 10. 1928, 62 ára). Hans kona, Jón- ína, móðir Þórðar, var dóttir Rósin- krans Jónassonar (Skoreyja-Jón- asar, smiðs, af Geitaskarðsætt seg- ir Sighvatur Gr. Borgfirðingur) og Önnu, dóýtur Ásmundar vefara í svonefndu Skakkakoti (er hét Jað- ar, segir Árni Óla) skammt fyrir norðan Landakot. Jónína var mild kona og trúr?ekin. Hún vann að líknarstörfum af áhuga og ólaun- að, þó heilsúveil væri, m.a. á veg- um Hjálpræðishersins, er hafði veitt henni vígslu sína til slikrar þjónustu. Hún andaðist í febrúar 1947, 76 ára, ekkja síðan 1928. Þau JÓhannes og Jónína áttu sjö börn, og var Þórður hið elzta, en eftir lifa nú þrjú þeirra: Sesselja Christ ensen .Sigurður og Jóhann. Þórðuir varð fyrir því slysi sem unglingur við vinnu í Völundi að hrasa á vélsög, svo að af tók hægri handlegg. Má geta nærri hvílík reynsla það hefur verið fyrir ung- ling á gelgjuskeiði. En hann hélt brátt áfram að vinna foreldrum sínum og lærði að notast við gerfi- handlegg með járnkrók í handar stað. Hann varð fljótt fullgildur til allrar venjulegrar verkamanna- vinnu eins og hún var í þá daga, þegar flest var borið á bakinu eða á handbörum, kol, salt; kornvara, fiskur og grjót. Hann varð stórvax- inn og þrekmenni eins og hann átti kyn til og lét ekki sitt eftir liggja, hvert sem starfið var. Þórður flutt ist með foreldrum sínum út í Við- ey 1916 og gerðist starfsmaður þar hjá Hinu danska steinolíuhlutafé- lagi og síðar hjá útgerðarfélögun- um P.J. Thorsteinsen og Co og Kára. Á þeim árum var þar um- fangsmikill rekstur og margt starfsfólk við ýmiss konar vinnu. Þórður var þar eftirsóttur starfs- maður, þótti m.a. ágætur vélamað- ur. Um 1929 tók Hið ísl. steinolíu- félag við olíustöðinni þar, geymdi þar benzín á ailstórum geymi ,er það reisti, og var benzínið sóðan fliutt á tunnum til Reykjavikur. Tekur Þórður þá að vinna hjá því félagi við áfyllingu og afgreiðslu frá stöðinrii. Það verður sjálfsagt hverjum að list, er hann leikur, en mér verður lengi í minni, er ég á þeim árum horði á hvernig hann, þótt einhentur væri, svipti til fullum benzíntunnum og velti þeim á lögginni, sem tómar væru. Ollustöðin var lögð niður og flutti Þórður með henni til Reykjavíkur árið 1939, en vann áfram hjá fé- laginu og síðar Olíufélaginu hf., hin 9íðari ár sem verkstjóri, til dánardægurs. Dugnaður , skyldu- rækni og samvizkusemi einkenndu störf hans alla tíð. Þórður kvæntist 23. febrúar 1918 föðursystur minni, Sólveigu Sigmundsdóttur Jónssonair sjó manns úr Hafnarfirði. Er pað eitt ástríkasta hjónaband, sem ég hef haft kynni af og jafn hamingju- ríkt báðum í meira en 50 ár. Þeim varð fimm barna auðið og eru öil á lífi: Sigrún gift Ásgeiri Einars- syni rennismið, Sigmundur mat- sveinn, forstöðumaður félagsheim- ilisins að Hlégarði, kvæntur Ás- gerði Kristjánsdóttur, Jónína Krist jana var gift Grétari Hinrikssyni, skilin, Sigríður Erla gift Magnúsi Smith vélstjóra og Sigurður tann- læknir, kvæntur Hildi Vilhjálms- dóttur. Barnabörnin eru nú 13 á lífi og 9 barnabarnabörn. Þórður var lengi forsöngvari í Viðeyjarkirkju, enda var hann af- burða söngmaður eins og þeir Borgarahæjarbræður og margir af afkomendum þeirra — sönghneigð og raddfegurð vakir í ættinni ætt- lið eftir ættlið. Hann var gleðimað ur á góðri stund, drakk sitt vín í hófi og hitti oft naglann á höf- uðið í skjótum tilsvörum. Öll fram koma hans var í senn alþýðleg og virðuleg og vakti traust þegar við fyrstu sýn. En þö að hann væri hrókur alls fagnaðar í veizlugleði var hann trúaður alvörumaður, hjartahlýr og viðkvæmur í lund. Hann hlúði að barninu í sál sinni og varðveitti það, unz yfir lauk. Því barni er gatan greið og allir vegir færir. Við geymum kærar minningar og óskum góðrar ferðar. 23. ágúst 1968 Sig. Sigmundsson. 4 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.