Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1968, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1968, Blaðsíða 8
MINNING Magnús Helgi Krístjánsson Magnús H. Kristjánsson skíða- kappi frá ísafirði er fallinn í val- inn fyirir aidur firam. Hann lézt að heimili sínu, Þinghólsbraut 20 í Kó'pavogi aðfaranótt 1. þ.m. Ég vissi, að Magnús gekk ekki heill til skógar, hjartað var farið að gefa sig, en mig grunaði ekki, að sjúkdómurinn væri kominn á svona hátt stig, eins og raun ber vitni um. En enginn má sköpum renna. Ég kynntist Magnúsi fyrst, er við báðir voerum starfandi skátar á ísa íirði, og urðum við strax góðir irnátar, enda báðir áhugasamir í- þróttamenn. Þetta var á áratugn- kelsson á Ytrafjalli langt erfiljóð, sem hann nefndi „Áin og öldung- ungurinn*'. Síðasta erindi ljóðsins hljóðar þannig. Straumur þíns lífs er liðinn út að sævi, lengur ei entist það en heilsa og fjör. Þakka ber, vinur, langa, iðna ævi, ómælislausu gegnum mis- jöfn kjör. Svo skal þér fylgt að sæmd- ■ armanni hæfi. Syngjandi Laxá verður með í för. Vaggi þér svefnljúft inn í æskudrauma ódáinskiiður nýrra og fornra strauma. Með Mkum tilfinningum og hugs unum og þeim, sem koma fram í ljóði þessu, kveðja samferðamenn- irnir hinn vaska og ámælislausa sæmdarmann Benedikt Rristjáns- son. ■ Hann var jarðsunginn að Nesi 1 .Aðaldal laugardaginn 5. október, að viðstöddu fjölmenni. Ástvinum verða minningar um góðan dreng til harmabóta, — og niðjum erfðir mannkosta hans tii giftu. Karl Kristjánsson. gjaldkeri um 1930—‘40. Um þessar mundir hófst mikill áhugi þar vestra fyr- ir skíðaíþróttinni og átti Skátafé- lagið sinn þátt í því. Magnús lét ekki sitt etir liggja um uppbygg- ingu skíðaíþróttarinnar og náði hann fljótt undraverðum árangri í þeinri grein, sérstaklega í skíða- göngu. Hann var um langt skeið bezti skiðamáður Vestfjarða og landisfræguir göngugarpur og háði marga hildi á þeiin vettvangi fyr- ir sitt félag og sinn bæ. Magnús var ákaflega skapmikill í keppni gagnvairt sjálfum sér og gaf sig aldrei yrr en í fulla hnefana. Þeg- ar Magnús sigraði í skíðagöngu í fyrsta sinn, var hann enn óharðn- aður ungiingur. Þá skeði það, að er hann hafði gengið rúmlega helming leiðarinnar, var hamn orð- inn svo aðfram kominn, að hann lagðist niður og kastaði upp. En hann var ekki alveg á þvi að gef- ast upp, heldur herti enn á sprett- inum og signaði glæsilega. Magnús var alltaf ósérhlífinn og hjálpsamur og var alltaf boðinn og búinn að veita aðstoð, hvar sem hennar var þörf, jafnvel þótt það kostaði mikið erfiði og umstang. Hann sá sig aldirei úr færi að gera öðrum greiða hver sem í hlut átti. Magnús var fæddur á ísafirði 12. júní 1916, sonur hjónanma Salóme R. Sveinbjarnardórrur og Kristjáns Magnússonar í Króki. Hann ólst upp þar vestra hjá for- eldrum sínurn, var elztur í hópi sjö systkina, er öll voru myndar- leg og mannvænleg. Foreldrar Magnúsar eru bæði dáin, svo og ein systirin, Esther, er dó árið 1945. Magnús byrjaði snemma að vinna almenna vinnu, er til féll. eins og títt er um drengi firá efna- litlum heimilum. En hugur hans stóð til mennta. Hann brauzt sjálf- ur í því að komast í Samvinnu- skólann og lauk þaðan prófi árið 1941. Eftir það vanrn hann í kaup- félaginu á Selfossi óg þar kynntist hann þeirri stúlku, sem síðar varð lífsförunautur hans. Árið 1945 kyæntist Magnús eft- irMfandi konu sinni, Bergþóru Þor bergsdóttur og settist þá að í Reykjavík og síðar í Kópavogi. Þau eignuðusf 9 börn, fimm syni og fjórar dætur. Síðan Magnús fluttist á höfuðborgarsvæðið, hef- ur hann unnið við gjaldkerastörf, fyrst í Landsmiðjunni og síðar hjá Dynjandi sf. í Kópavogi reisti Magnús fjöl- skyldu sinmi myndarlegt hús. Hef- ur það eflaust verið erfitt að standa í húsbyggingum á þeim tímum og þurfa jafnframt að sjá fyrir konu og börnum. Samt gaf hann sér tíma til að starfa í Odd- fellowreglunni, og sýndi þar jafn mikinn áhuga og í Skátafélaginu forðum daga. Magnús minn, þessar fáu línur eiga að vera síðasta kveðja til þln fyxir ánægjulegar samverustundir er við höfum átt saman á skiðum, í útilegu, á fjöllum og í heimaihús- um. Um leið votta ég konu hans og börnum, og ættingjum hans öll- um, samúð mína og bið guð blessa þau ÖM. H.M. Islendingaþættib

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.