Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1968, Side 7

Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1968, Side 7
sig, 1. ágúst 1915, ásjálegrl konu og mikilhæfri, Jónasínu Halldórs- dóttur, bónda á Hraunkoti í Aðal- dal Þorgrímssonair, og konu hans Guðrúnar Jónasdóttur frá Sllalæk. Benedikt og Jónasína eignuðust sex börn. Fyrsta barn sitt, dóttur, misstu þau á níunda ári, en fimm eru á lífi: Helga húsfreyja á Bergsstöðum í Aðaldalshreppi, gift Arnbirni Krist jánssyni, bónda þar. Kristján bóndi á Hólmavaði, gift ur Helgu Baldursdóttur. Kristjana húsfreyja á Húsavík, gift Jónasi Þorsteinssyni bifreiðar- stjóra. Davíð bakarameistari í Vest- öiannaeyjum, giftur Matthildi Zóphaníasdóttur. Lára húsfreyja á Húsavík, gift Jóni Ingólfssyni trésmíðameistara. Hólmavað var kirkjueign. Bene- dikt festi kaup á jörðinni árið 1920. Árið 1921 byggði hann svo íbúðarhús. Það var næstfyrsta ibúðarhúsið, sem byggt var úr steini í þeirri sveit. Þá fóru í hönd Verðfallsár mikil á íslenzkum af- Urðum. Gerðu þau þeim, sem lán höfðu tekið til fjárfestingar, þungt á herðum. Komust þá margir í efnahagslegar mannraunir. Bene- dikt var einn þeirra. Komu þá til sögunnar einnig mestu ómegðarár- in hjá honum. Viðbrögð Benedikts á Hólmavaði í þrengingum þessa tímabils voru hörð og manndóm- ieg. Þau voru vinna- og aftur vinna- og ráðdeild, enda sigraði hann erfiðleikana með heiðri og sóma. Benedikt var létt um störf. Hann Var nrikill hirðumaður. Átti jafn- an valið búfé, allar greinar þess: sauðfé, kýr og hesta, og fóðraði það og annaðist með ágætum vel. Hafði því góðar afurðir af búinu, þó aldrei væri það stórt. Hann stundaði lax- og silungsveiði í Lax á kappsamlega, en hún rennur við túnfótinn. Bætti hann veiðiferðum við bústarfadag sinn langtímum saman. Hafði af því tekjur, en auð Vitað ærið erfiði og naumar svefn stundir margan sólarhringinn. íþróttamennsku Benedikts við að fara með stöng og flugu var við brugðið. Var hann líka einn þeirra mörgu manna, sem dá Laxá i Aðaldal. Hún veitti honum feg- Urðarunað og íþróttarnautn auk. »fæðufanga“. Jakob V. Hafstein fSLENDINGAÞÆTTIR hefur minnzt Benedikts fallega I ljóði sem lærimeistara sins við ána. Hjá Benedikt og Jónasínu k Hólmavaði var mikill griðastaður gamalmenna og barna. Benedikt var ákaflega hjálpsamur maður og brjóstgóður, og kona hans, Jónas- ína, kærleiksrík höfðingslundar kona. Hjá þeim nutu síðustu að- hlynningar foreldrar Benedikts, Kristján og Kristjana, Halldór fað- ir Jónasínu og fósturforeldrar hennar, Davíð Jósepsson og Helga Kristjánsdóttir frá Knútsstöðum (dóttir' „ekkjunnar við ána“ sbr. kvæði Guðmundar Friðjónssonar). Ennfremur voru þar ýmis gamal- menni, sem „fótsár af ævinnar eyðimörk“, leituðu þangað líkna síðustu stundirnar. Á Hólmavaði ólst upp systurson- ur Jónasínu, Stefán Steiniþórsson (nú búsettur í Reykjavík), og einn- ig ólst þar upp að verulegu leyti: Svava Björnsdóttir frá Austarihaga í Aðaldal (nú búsett í Vestmanna- eyjum). Oft voru á Hólmavaði á sumrin 5—6 aðkomuböm og sum þeirra ár eftir ár. Rauði-Kross íslands kom þangað oftar en einu sinni börnum úr Reykjavík. Helzt var engum hægt að synja þar um liö- semd, og sannaðist þá „að þar sem er hjartarúm, er líka hús- rúm“. Þess konar heimili eru „sælu- hús“ í hríðum og harðviðrum mannlifsins. Hólmaváð hefur jafnan verið mikiU gestkomustaður. Þangað er skammt frá þjóðbraut. Áður en bílas komu til sögunn- ar var Laxá, akJturs og reiðbraut á vetrum, þegar ís var á henni. Þá var komið við á Hólmaváði og nætdrgistingar tíðar. Árið 1924 var s&atkomuhús fyr- ir sveitina byggt á Hólmavaði. Gáfu Hólmavaðshjónin land undir húsið á fögrum stað. Ekki dró þessi framkvæmd úr átroðningi á heim- ili hinna greiðugu hjóna. Minnist ég þess með þakklæti að jafnan, þegar ég tók þátt í mannfundum á Hólmavaði, naut ég á heimili þeirra höfðinglegrsr risnu, sem var í té látin með þ'ú viðmóti, sem er aðall hins sanna gestgjafa. Benedikt lét Kristjáni syni sín um eftir þrjá fjórðu hluta Hólma- vaðs, þegar Kristján kvongaðist, en bjó á fjórðaparti hennar í all- mörg ár eða fram á áttræðisaldur. Þá tók Kristján þann jarðarhluta einnig til ábúða t. Auðvitað hafði alltaf verið mjög náin samvinna milli eldri og yngri hjónanna bæði utan húss og innan. Og ekki breyttu eldri hjónin um heimili, þótt þau hættu að teljast fyrir búi. Engan mann minnist ég nokk- urn tíma hafa heyrt hallmæla Bene dikt á Hólmavaði. Hann var mað- ur, sem alla ævi stóð trúan vörð um sóma sinn í hvívetna, og þann- ig, að samferðamenn skildu það. Dauða Benedikts bar ekki óvænt að. Honum þrutu líkamskraftar með eðlilegum aðdraganda. í sum ar dvaldist hann mest á heimili Láru dóttur sinnar á Húsavík. Fór sem snöggvast á sjúkrahús, en kaus miklu heldur að vera í húsi dóttur sinnar. Þa,r var honum hjúkrað af miklu ástríki og um- hyggju og ekkert til sparað. Voru dóttir hans og tengasonur mjög samhent um það-Kona hans dvald ist þar hjá honum og vakti ásamt dóttur þeirra, yfir þörfum hans. Vandamenn hans og vinir heim- sóttu 'hann. Læknir var í næsta húsi. Þegar ég sá ýmist dóttur hans eða konu hans leiða hann til sætis út í sólskinið í sumar, svo hann gæti notið þess, — og andað að sér ilmi gró^ndans, þá fannst mér ég vera að horfa á hann meðtaka laun fyrir brjóstgæði sín við elli- móða og vanmáttuga. Og ennfrem- ur fannst mér ég skynja, hvernig kærleikur milli vandamanna ætti ætið að vera. Eftir Kristján föður Benedikts á Hólmavaði orti Indriði skáld Þor- 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.