Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1968, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1968, Blaðsíða 10
MINNING Víðir Sveinsson skipstjórí Fæddur 6. ógúst 1930. Dúinn 19. september 1968. Aðfaranótt fimmtudagsins 19. septemtoer s.l. lézt af slysförum Víðir Sveinsson, skipstjóri um borð í skipi sínu m.b. Jóni Garðari, sem þá var að veiðum á sildarmið- unum fjarri fósturjarðar strönd- um langt norðaustur í hafi. Við frá fall hans er stórt skarð og vand- fyllt höggvið í raðir íslenzkrar sjó- mannastéttaír og þjóð okkar er á- • gætum syni fátækari. Ég átti því láni að fagna að kynn ast Víði heitnum fyrir allmörgum árum, en leiðir okkar lágu saman í félagsmálastarfi. Mér varð strax ljóst, að þar fór óvenju hæfileika- mikill maður, sem mikils var að vænta af á þeim starfsvettvangi, er hann þá hafði vaíið. Reynslan ' átti eftir að staðfesta þetta eins og þeir vita bezt, sem fvlgdust með frama hans og sigrurn í sjómanns starfinu. Og nú er þessi öðlingsmað 'ur kvaddur héðan óvænt og í ó- 1 tíma á bezta aldri. Víðir Sveinsson fæddist í Nes- kaupstað 6. ágúst 1930. Foreldrar Ihans voru hjónin Sigurveig Ketils dóttir og Sveinn Magnússon. Víðir var aðeins 11 ára, er hann missti móðuir sína, sem hafði átt við mikil ; veikindi að stríða um árabil. Var ; hann þá tekinn í fóstur til hjón- • anna Bjarna Björnssonar, skrif- ' etofustjóra og Helgu Magnúsdótt- , ur í Neskaupstað, en Helga var föðursystir Víðis. Hugur Víðis hneigðist snemma að sjónum eins og hugir margra vaskra sveina, sem alizt hafa upp í sjávairplássum víðsvegar umhverf ls landið, hafa gert. Eftir að hafa lokiS gagnfræðinámi fór hann til síMveiða 15 ára gamall á m.b. Sleipni frá Neskaupsttað. Fjórum órum slðar settist hann í stýri- mannaskólann og lauk þaðan námi 1951. Gerðist hann þá stýrimaður á m.b. Hrafnkeli frá Neskaupstað og gegndi stýrimannsstarfi bæði á 1 togurum og fiskibátum aJlt þar til ' að hann varð skipstjóri á m.b. Magnúsi Marteinssyni, sem hann átti og gerði út með föður sínum og bróður Rannveri, sem er 4 ár- um yngri. Eins og fyrr er getið fór mikið orð af Víði, sem dug- miklum og fengsælum sjómanni. Því varð það, að hinn landskunni aflamaður og sjósóknari Eggert Gíslason fékk augastað á honum og svo fór að Víðir réðist til hans, sem stýrimaður á happafleytuna Víði II úr Garðipum. Aflasæld þess skips var með fádæmum undir stjórn þessara úrvalsmanna og fór mikið orð af henni. Þegar Guðmundur Jónsson, út- gerðamaður frá Rafnkelsstöðum fékk m.b. Garðar til landsins á miðju árinu 1965 réð hann Víði til þess að stjórna þessu stærsta og glæstasta fleyi íslenzka síldveiði flotans og það gerði hann með sóma allt til dánardægurs. Af þessari stuttu upptalningu úr starfssögu Víðis Sveinssonar má glöggt marka að þar fór mikill af- reksmaður, sem hann var. Fjarri var það honum að miklast af vel- gengni sinni. Hógværð, stilling og festa einkenndu alla framkomu hans og er mér vel í minni frá samræðum okkar, hversu mjög hann lofaði hlut skipshafnar sinn- ar í þeirri aflasæld, er hann lengst af naut. Fórst honum í því, sem öðru, enda var hann dáður og virt ur af samstarfsmönnum sinum á sjónum, sem hann deildi kjörum með, í blíðu og stríðú, eins og jafningi. Víðir Sveinsson var gæfumaður í einkalífi. Hann kvæntis ungur, æskuvin- konu sinni Jóhönnu Óska-rsdóttur frá Neskaupstað árið 1952. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau í Reykja vík, en fluttu til Sandgerðis 1956. Þar reistu þau sér fallegt hús, þar sem Jóhanna bjó manni sínum un aðsreit hvíldar og hamingju í frí- stundum hans frá erfiði sjómanns- starfsins. Þau hjónin eignuðust 5 dætur, ein er látin, en sú elzta fermdist í vor. Hjónaband þeirra var mjög far- sælt. Víðir Sveinsson varð minnisstæð u*r þeim er honum kynntust. Hann var gjörvulegur í útliti og af sam- ræðum við hann varð fljótt ljóst.að hann átti sér mörg áhugamál og brennandi var hann í áhuga sínum fyrir velferðarmálum lands og þjóðar. Hann sat eitt kjörtímabil í hreppsnefnd Miðneshrepps og vann mikið að félagsmálum stétt- ar sinnar í heimbyggð sþini. Fáir vissu, að Víðir heitinn gekk ekki heill til skógar hin síðari ár- in, því að það var fjarri honum að bera persónuleg vandamál sín á torg. Með karlmennsku og miklu viljaþreki gegnli hann skipstjórn arstarfi sínu þrátt fyrir erfiðú van heilsu. Rómverjar sögðu til forna að þeir dæju ungir, er guðirnir elsk- uðu. Víðir Sveinsson hlaut mikla hæfileika í vöggugjöf og hann á- vaxtaði pund sitt vel. Eg er for- sjóninni þakklátur fyrir að hafa átt þess kost að kynnast jafn góð- um dreng og stofna til vinskapar við hann. Af þvi hef ég ýmislegt lært. Ég bið góðan guð að styrkja eft- irlifandi eiginkonu hans og dætur og aðra hans nánustu. Útför Víðis Sveinssonar var gerð frá Hvalneskirkju að viðstöddu fjölmenni. Jón Skaftason. 10 ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.