Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1968, Blaðsíða 20

Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1968, Blaðsíða 20
Afmælisbarnið, Friðrik Karlsson, lengst til vinstri, ásamt nokkrum læknum í Domus Medica. FIMMTUGUR: FRIDRIK KARLSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI Laugardaginn 28. sept. s. 1. átti Friðrik Karlsson, framkvæmda- stjóri fimmtugsafmæli. Af því til efni tók hann á móti vinum og vandamönnum í Domus Medica. Friðrik er vinmargur og víðþekkt ur sunnanlands og norðan. Á þess um tímamótum urðu margir til þess að njóta gestrisni hans og árna honum heilla. Við þetta tækifæri flutti vinur hans, Sigurður Pétursson, honum eftirfarandi kvæði: Undursamlegt var að sjá, hve faðmur ekki stórvaxnari konu virt- ist rúma mörg barnabörn í einu, og hve vel þau undu samþjöppun þar. Synir hennar, tengdasynir og eiginmaður leiddu gesti til stofu. Dætur og tengdadætur gengu um beina og veittu af mikilli rausn. Þórólfur bóndi laus við lífs- þreytu í svip sínum, lék á als oddi, sagði skemmtilegar viðburðasögur frá ýmsum tímum og las úr hand- ritum sínum og feðra sinna. Veðrið var fagurt og álfaborg- irnar í umhverfinu ævintýralegar. Sem leiftur á himnj er líf hvers manns, eða lauf sem í skóginum grær. Við horfum á straum er meðbakk- anum ber okkur, börnin sem fæddust í gær. í upphafi dags er ei kveðið um kvöld heldur keppni sem markinu nær. En misjöfn er sagan og mörgum er tamt að miða við lyngholt og stekk, en fáir sem horfa á bláfjallsins brún og þraut þess er fremstur gekk. Slíkar afmælisstundir farsælla mannsæva eru stórar stundir. En hvergi verða þær stærri en „upp við brjóst landsins." 1 raun og veru voru þarna fjög- ur afmæli fjölskyldunnar á árinu !sameinað|ar sextugsafmæli ættí- móðurinnar. Þessi fagnaðarstund í Stóru- tungu verður mér ógleymanleg. í huga mér er hún órjúfanlega tengd sögu fslands. Ég óska af heilum huga Stóru- tungu4ijónunum og fólki þeirra gæfu og gengis. Karl Kristjánsson. En þetta er viðhorf sem vísar án hiks sínum vinum á efsta bekk. / Friðrik er maður með fjallsins hug, hann er foringi í lýðsins sveit. Hann treður sinn veg fram á tæpustu brún. Hans tilfinning rík og lieit er leiðarstjarnan sem líf hans er gætt, hans lögmál og fyrirheit. Hann varðar ei alltaf um vörður og brýr á vegum sem fjöldinn kýs. Hann víkur því frá, ef á veginum er. hverjum vanda sem hæztur ris. Með sannleikans járni er sverð hans brýnt og sigurinn ætíð vís. Nú stendur hann Friðrik á fimmt- ugu í dag. Ég flyt honum vinarljóð. Ég veit að hans för upp á fjaliið er tryggð, það fennir ei í hans slóð. Eg óska honum friðar á fjallsins leið og að framtíðin verði góð. Sigurður Pétursson. Oft ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.