Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1968, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1968, Blaðsíða 15
t lit í Miklalholtsíhreppi og hélt han-n því starfi len-gst af, þegar hann var heill heilsu, til ársins 1965. Hann var mönnum leiðbeinandi varða-ndi ásetning og fóðr-un og hafði áhrif til umbóta í því efni, þótt hann ekki beitti nema mjög sjaldan því valdi, sem honum var fengið, samkvæmt lögum um forða gæzlueftirlit. Hann var hvarvetn-a aufúsugest- ur. Honum fylgdi hressandi gláð- værð og hispursleysi í tali. Han-n hafði lifandi, frjóa frásagnargáfu og allir, ungir ja-fnt sem gamlir, karlar og konur, hlökkuðu til að fá heim-sókn hans og vi-l-du að hann dveldi sem lengst hverju sinni, og höfðu yndi af að hlýða á frásagnir hans. Hann var söng- maður góður, raddmikill bas-samað ur og tók mikinn þátt í sönglífi sveitarinnar um áratugi. Hann var og er enn, þó aldur færist yfir hann. hrókur alls fagn- aðar á mannfu-ndum. Sigurður hefur verið góður heim að sækja. Hann nýtur sin-na-r glað- værðar á heimilinu, þar e-r allt frjálslegt og myndarlegt og veit- ingar húsfreyjunnar með einstök- um myndarbrag. Fjölmargir gestir hafa sótt þau hjón heim á langri ævi og hví- vfetna eru þau virt og eiga vin- semd að fagna. Á átt-ræðisafmælinu munu börn Sigurðar fagna þessurn tímamót- um í ævi hans á heimili Olgu dótt- u-r han-s í Hreðavatnss-kála. Sjálf- sagt verður fjölmennt þar í dag. Ég mi-nnist Sigurðar frænda míns með eins-takri gleði, allt frá barnsá-rum mínum. Hann kom hvert vor til að hjálpa viö smöl- u-n, því fé hans sótti að Hjarðar- felli, efti-r að hann flutti að Hofs- stöðum. Hann var einstaklega glöggu-r á fé, svo eftirtekt vakti og hafði sérstakt yndi af umgengni við það. Lærði ég mikið af honum í því efni á be-rnsku- og unglings- árum mín-um. Hann bar með sér söng og glað- værð í bæin-n og laðaði að sér börnin og var hugljúfi hvers þeirra Þessar minn-ing-ar allar eru mér ó- metanlegar. Ég veit, að mörg börn, sem með honurn hafa dvalið, eiga sl-íkair mi-nningar og e-ru honum þakklát fyrir. Ég sendi Si-gurði og fjöl-skyldu han-s allri in-nilegar ham-ingjuósk- ir á þessum tímamótum í ævi ha-ns og vo-na-st eftír að hans mörgu af- Sjötug: Sigrún Stefánsdóttir frá Eyjadalsá í S-Þingeyjarsýslu Frú Sigrú-n Stefánsdóttir frá Eyjadalsá í S-Þingeyjarsýslu verð ur 70 ára á morgun, 14. október. Þessarri gagnmerku k-onu vilj- um við senda afmæliskveðju, og minnast og þakka starf hennar í þágu alþjóðar, þar sem er aðild henna-r að viðhaldi og eflingu heim ilisiðnaðar í landinu. Heimilisiðn- aðarfélag íslands var stofnað árið 1913 og hafði það frá upphafi á stefnuskrá sinni að auka og efla þjóðlegan heimilisiðnað á íslandi, stuðla að vöndun hans, fjölbreytni og nytsemi og mætti margt um starfsemi þéss segja, eins og nám skeið j'mis konar, mynzturútgáfu of.l . Heimilisiðnaðarfélag íslands -réðist í það árið 1951, að stofna heildsölu á íslenzkum heimilisiðn- aði og jafnframt skyldi veita fólki leiðbeiningar um vinnuaðferðir og efnisval. Fyri-rtæki þetta fékk nafn ið íslenzkur heimilisiðnaður. Að eindreginni ósk stjórnar Heimilis- iðnaðarfélagsins tók frú Sigrún Stefánsdóttir að sér að veita fyrir- tækinu forstöðu. Þrátt fyrir fjár- skort, lélegt húsnæði og ýrnsa aðra örðugleika hefur fyrirtækið vaxið og dafnað undir hennar stjórn, einkum eftir að það fékk húsnæði á Laufásvegi 2, og varð þá einnig smásala. Frú Sigrún hefir óvenju mikla þekkingu á heimilisiðnaöi og stað- góða menntun á sviði verzlunar og viðskipta. Með hóglátri festu, sanngirni og óbrigðulli dómgrei-nd sem einkennt hefir allt hennar starf, hefir hún áunnið sér fcraust viðskiptafólks um land allt. Vinnu- vöndun og fjölbreytni í heimilis- iðnaði hefir mikið aukizt og verzl- unin hefir nú mjög fjölbreyttar heimilisiðnaðarvörur á boðstólnum komendur erfi mannkosti hans ríkulega o-g hann og fjölskyldan öll njóti gæfu og gengis ntn ókom- in ár. Gunnar Guðbjartsson. og að auki allmikil viðskipti við önnur lönd. Það hefir ekki verið auðvelt eða létt starf fyrir frú Sig- rúnu. Ótaldar eru þær stundir, sem hún, eftir venjulegan vinnutíma, hefir unn'ið við að lagfæra og snyrta vörurnar, þa-r sem framleið endur hefir þá oft s-kort nægilega kunnáttu til verksins, en haft fulla þörf fyrir að koma vörunni á markað. Frú Sigrún hefir nú látið aí starfi sem forstöðukona fyrir Í.H. en vinnur þó enn við fvrirtækið og vonar félagið, að það fái að njóta henna-r góðu ráða og starfa sem lengst. Við þessi tíma-mót vottum við frú Sigrúnu virðingu okkair og þakk- læti fyrir hið farsæla brautryðj- andastarf, sem hún hefir innt af hendi í þágu heimilisiðnaða-r á ís- landi. Það er þjóðheillastarf. Stjórn Heimilisiðnaðar- félags íslands. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.