Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1968, Blaðsíða 23

Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1968, Blaðsíða 23
Guðrún Guðbrandsdóttir frá Sunnuhlíð ITj.nn 25. sept. var til moldar borinn í Undirfellskirkjugarði ein onætasta, fyrrverandi húsffeyja í Vatnsdal, Guðrún Guðbrandsdóttir frá Sunnuhlíð. Guðrún var fædd á Svangrund í Engihlíðarhreppi 24. marz 1883. Móður sína missti Guðrún, þegar á fyrsta ári, og ólst upp í skjóli föð- ur síns á ýmsum stöðum í Húna- þingi, án allrar móðurumhyggju. Árið 1910 giftist Guðrún, Guð- mundi Magnússyni, hinum þraut- seigasta athafnamanni, og hófu þau það ár búskap í Sunnuhlíð, sem er næst fremsti bær í Vatnsdal. Efni voru engin, en atorka og vilji til að bjarga sér því meiri. Mann sinn missti Guðrún á hinn svipleg- asta hátt árið 1934, frá 7 börnum, en fjölskyldan lét í engu bugast, og bjó Guðrún áfram með börn- um sínum, þar til sonur hennar, Gestur, tók við búi. Búsforráð inn anbæjar hafði Guðrún, þar til Gest Ur kvæntist árið 1953. í 43 ár veitti þessi tápmikla ágætiskona heim- ilinu í Sunnuhlíð forstöðu. Hún sá jörðina sína breytast úr rýru koti í hið notalegasta býli. í stað gamla lélega torfbæjarins, þar sem hún ól öll sín börn, sá hún rísa ný- tízku hús, svo var og með öll úti- hús. Guðrún sá 7 mannvænleg börn þeinra hjóna vaxa úr grasi, og það sem bezt var, að öll þessi börn sá hún verða hin prýðilegustu þjóðfé- lagsborgara. Þó að ættemi og kynfylgja hafi alltaf mikið að segja, þá mun þó uppeldið oftast hafa úrslitaþýð- ingu gagnvart manndómi og lífs- stefnu afkomandans. Guðrún varð Mka þeirrar gæfu aðnjótandi að njóta kærleiksríkrar umhyggju barna sinna og tengdabarna, enda hafa áreiðanlega fáar konur fórn- að meiru fyrir börn sin en Guð- rún í Sunnuhlíð. Hún var ein af þessum mæðrum, sem aldrei hugs- eigandi í austurrískri ferðaskrif stofu og hluthafi í fyrirtæki, er Verzlaði með íþróttavarning bæði austan hafs og vestan. Þurfti hann oft að ferðast milli Evrópu og Ameríku. Valdi hann þá oft flug- leiðina yfir ísland og dvaidj hér í nokkra daga. Enda þótt Rieder tæki snemma þá ákvörðun að keppa ekki að sig hrvinningum á skíðamótum, held- hr einbeita sér að námi sínu og bndirbúningi undir ævistarfið, bafði hann þó alltaf mikið yndi flf skíðaferðum og var eins og áð hr var sagt afburða skíðamaður. Vorið 1961 var hann hér á ferð og lagði svigbrautir á Skíðamóti íslands, sem þá var haldið á fsa- firði. Var þá tækifærið notað og baldið skíðamót við skíðaskálann í Hveradölum og nefnt Riedermót ið. Bar hann þá, þrátt fyrir enga sóræfingu, sigurorð af öllum okk- ar beztu skíðamönnum. Otto Rieder kunni vel við sig á íslandi. Hann eignaðist hér fjölda kunningja og vina, einkum úr hppi skíðamanna. Skömmu fyrir andlát sitt skrifaði hann vinum sínum hér og sagðist ætla að koma til íslands í vor með fjölskyldu sína. Hann var kvæntur Maria Hochgr- undler og áttu þau 3 dæur. Höfðu margir skíðamenn hlakkað til þeirra funda. En nú er hann horfinn. tslenzkir skíðamenn sakna vinÆ. i stað. Þeir senda ást- vinum hans samúðarkveðjur og minnast hans með virðingu og þökk. Stefán Kristjánsson. uðu um sjálfar sig heldur íórnuðu öllu lífi sínu fyrir fjölskyldu sína. En kærleikur Guðrúnæ náði lengra en til fjölskyldunnar. Hún var kona, sem ávallt vildi öllum gott gera, alltaf var Guðrún reiðu- búin að rétta öðrum hjálparhönd, ef hún mátti því við koma. Öfund var ekki að finna í hennar hjarta og aldrei heyrðist hún hallmæla neinum. Ef Guðrúnu líkaði miður við einhvern, þá vildi hún sem minnst um hann tala. Árið 1961 keypti Gestur sonur Guðrúnar 7/10 af höfuðbólinu Kornsá, og fluttist þangað árið 1962. Guð- rún fluttist þá með Gesti og konu hans að Kornsá, og dvaldi hjá þeim til dánardægurs, þó mun hún að mestu hafa þurft að dvelj- ast á sjúkrarúsinu á Blönduósi hin síðustu tvö og hálft ár. Þar andaðist hún 13. sept. eftir langt og mikið ævistarf. Svo mikil var tryggð Guðrúnar við jörðina, sem hún bjó á öll sín manndómsár, lifði í ástríkú hjóna bandi í 24 ár, vann hörðum hönd- um méðan orka leyfði — og sú orka var mikil — sá sinn blórn- lega barnahóp vaxa og verða nýta borgará, að aldrei mun hún hafa kunnað eins vel við sig á Kornsá, eins og í Sunnuhlíð, enda þótt hún kynni vel að meta það, að Gestur sonur hennar gæti með dugnaði sínum og manndómi fært sig af lítilli jörð á eitthvert bezta höfuðból Vatnsdals. Eitt sinn skai hver deyja, og eigi er ástæða til að syrgja það, þó að fólk fái hvíld, þegar starfs- orka er þrotin, og hreystin horfin, „en orðstír deyr aldrei, hveim sér góðan getur“ er sagt í Hávamálum, og mun það verða eilífur sannleik ur. Sem gamall sveitungi þinn Guð rún, veit ég að þessi orð Hávamála eiga við þig, og svo munu allir þínir sveitungar og aðrir, er þig þekktu hugsa. Ég samgleðst börn um þínum, tengdabörnum og barnabör^nm að hafa átt móður sem þig. Nú ert þú komin yfir móðuna miklu. Ef annað líf er til, þá er ég viss um, að þú átt góða heimkomu á landi upprisunnar. Sem gamall sveitungi og íslend- ingur, þakka ég þér fyrir ævistarf- ið og það góða fordæmi, sem þú hefur gefið mæðrum þessa lands. Megi þær sem flestar feta í fót- spor þín. Blessuð sé minning þín, Guðrún frá Sunnuhlíð. Hannes Pálsson. ISLENDINGAÞÆTTIR 23

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.