Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1968, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1968, Blaðsíða 11
 VILHJALMUR JONSSON ímastöðum Villhjálmur Jónsson var fæddur 24. okt. 1889 að ímastöðum í Vaðlavík í Helgustaðahreppi. For- eldrar hans voru hjónin Þuríður Jónsdóttur frá Kotey í Meðallandi °g Jón Vilhjálmsson frá ímastöð- Um. Hann var elztur af sex syst- kinum, sem öll eru dáin nema einn bróðir, Guðni að nafni. Hin Voru Ólafur, sem lézt ungur, Guð- hý Þórunn, dáin 30. júlí 1956, Lars, dáinn 1. ág. 1962 og Stefán, dáinn 23. júní 1963. Ungur varð Vilhjálmur fyrir- vinna móður sinnar, ásamt syst- kinum sínum, því að faðir þeii’ra dó fyrir aldur fram. Vilhjálmur Var ókvæntur alla ævi, en bjó með móður sinni að ímastöðum í sam- býli við Stefán bróður sinn og konu hans, Jónínu Jónsdóttur, sem lifir mann sinn. Árið 1936, er móð ir hans var farin að heilsu, flutt- ust þau að Karlsstöðum í Vaðal- vík til systur Vilhjálms, Guðnýj- Ur Þórunnar, og manns hennar, Guðmundar Guðnasonar frá Skjöldólfsstöðum í Breiðdal. Hjá þeim hjónum var Vilhjálmur í 20 ár, eða þangað til systir hans lézt, og skildust þá leiðir þeirra mág- anna. Guðmundur fluttist til son- ar síns í Hafnarfirði og lifir þar í hárri elli, en Vilihjálmur var á Karisstöðum einn vetur enn, en fluttist síðan til bróðurdóttur sinn ar, Þóru Guðnadótur, sem er fóst urdóttir Guðnýjar systur hans og Ouðmundar. Hjá henni og manni hennar, Halli Guðmundssyni, átti hann heima á Eskifirði þar til í júnt í vor, að hann fór á sjúkra- húsið í Neskaupstað og lézt þar 18. ágúst í sumar. Það má því segja, að' leiðir þeirra Þóru og Vil- hjálms hafi aldrei skilið. Ekki átti Vilhjálmur kost á skóla göngu, en var vel menntaður samt. Kann var maður greindur, vel hag mæltur og þótti góður ræðumað- hr. Hann var ákveðinn samvinnu- maður óg Framsóknarmaður og lagði margt gott til félags- og stjórnmála. Honum voru falin öiörg trúnaðarstörf sveitar sinnar. Hann var í hreppsnefnd í 34 ár og stjórn búnaðarfélagsins mjög lengi. Hann hafði vöruaf- hendingu fyrir Kaupfélagið Björk í Vaðlavík. Meðhjálpari í Eski- fjarðarkirkju var hann átta ár og sóknarnefndarmaður meðan hann átti heimili í Vaðlavík. , Röskur ferðamaður var Vil- hjálmur og fór marga ferðina að sækja lækni eða yfirsetukonu. Hann var hjálpsamur og rétti mörgum hjálparhönd á langri og farsælli ævi. Honum fylgir hlýr hugur samferðamannanna og þakk læti þeirra mörgu, sem áttu þvi að fagna að kynnast góðum dreng, heilsteyptum manni. Sunnmýlingur. Jónína Einarsdóttii Flókastöðum í Fljótshlíð F. 8. apríl 1892. í). 7. sept. 1968. Ertu horfin, brúður blíða, bliknuð rós í fögrum dal, búin ertu‘að starfa‘og stríða, stillta, góða kvennaval, með þér væri ljúft að Mða ljóssins inn í dýrðarsal. Fögur er Hlíðin, faigur Ijóminn fræga gyllir prýðissveit, hún, sem varð hér vinasóminn, valdi ung hinn forna reit, gróðursetti blessuð blómin, 'betri‘og meiri'en nokkur veit. Bærinn hljóðnar, Hlíðin grætur, hnípinn starir þulur fár, viðkvæmt sakna synir, dætur, sindra'um hvarma gullin tár, en Guð kann öllu böli bætur, blessar, græðir öll vor sár. Þökk fyrir síðast, vildisvina, vildi margur segja nú, Guð laun fyrir gestrisnina, gleði þín var sönn og trú, alltaf varstu‘að hugsa'um hina, hitt fór dult hvað sjálf leiðst þú. Húsfrú, móðir, hugumprúða, hjarta þitt var fullt af yl og mig vantar orðsins skrúða öllu því að gjöra skil, en gleym-mér-ei-þinn graf- reit dúða, góða nótt þér bjóða‘ég vil. Kí’istín M.J. Bjömsson. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.