Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1968, Blaðsíða 21
MINNING
Jón P.
Hallgrímsson
Akureyri
Hann verður til grafar borinn í
dag á Akureyri, aðeins rúmlega
52ja ára, fæddur á Oddeyrinni og
uppalinn, sonur hinna mætu hjóna
í Lindargötu 9, Hallgríms Péturs-
sonar bókbindara og Þórunnar
Valdimarsdóttur konu hans. Var
Jón hneigður til bókar og nám-
fús, gekk í Menntaskólann og lauk
þar stúdentsprófi, tók pá að kynna
sér lyfjafræði og gerðist starfsmað
Ur í lyfjabúð K.E.A., og vann á
vegum þess aila tíð síðan, trúr og
dyggur statfsmaður og yfirlætis-
laus, svo sem hann átti kyn til.
Á förntim vegi í sumar hitti ég
Jón P. Hallgrímsson, broshýran og
elskulegan, en ekki hraustlegan að
sjá. Minntumst við ögn á gamalt
samstarf, sem báðum var kært, og
fannst mér þá sem glaðnaði yfir
honum er slíkt barst í tal. Og
vissulega er ánægjulegt að minn-
ast þess nú.
Jón P. Hallgrímsson er mér
minnisstæður unglingur. Við höfð-
um þá mikinn hug á því, að halda
saman hópi þeirra sem luku námi
við barnaskólann og starfa með
þeim að bindindis- og menningar-
málum. Og árum saman komu
fiestir þeir nemendur undir það
merki. Og þangað kom Jón P.
Hallgrímsson líka og vann þar með
okkur af trú og dyggð, og sinnti
þó skátastarfi líka. Var hann jafn-
an reiðubúinn að sinna góðum mál
efnum, og hafði sérstakan áhuga
á að hjálpa þeim sem yngri voru
til að mannast og vaxa á heilbrigð-
an hátt, þægilegur í allri við-
kynningu, hjálpsemi og gagnhoil-
ur félagi.
Jón P. Hallgrímsson var tvi-
kvæntur og á tvær dætur. Síðari
kona hans var Elin Halldórsdóttir,
og lifir hún mann sinn.
Þegar ég nú leiði hugann að
þessum árum, og minnist alls þess
unga fólks sem starfaði saman i
Akuriiljunni, þá hlýnar mér um
hjartarætur. Það var uppörvandi
að eiga með því samstarf og sjá
það vaxa upp í félagslegri sam-
vinnu um það, að láta ekki böl-
valdinn mikla ná á sér tökum. Og
nú sé ég og veit mikinn fjölda
þess í störfum og stöðum í sínum
óviðjafnanlega fagra bæ, þar sem
það stendur sig með mikilli prýði
og honum til sæmdar. Heill og
biessun fylgi því og honum.
En Jón P. Hallgrímsson skal
kvaddur með innilegri þökk og
blessunaróskum, og ástvinum hans
send innileg samúðarkveðja.
19.10 1968.
Snorri Sigfússon.
t
Glaður og reifur
skyli gumna hvur
unz sinn bíður bana.
Mér komu þessi orð Hávamála
fyrst í hug, er mér barst sú harma
fregn, að vinur minn og bekkjar-
bróðir, Jón P. Hallgrímsson, væri
látinn.
Ég kvaddi hann á Akureyrar-
flugvelli rúmum mánuði áður, en
þangað fylgdi liann mér að vanda,
eftir að ég hafði notið frábærrar
gestrisni á hans fagra heimili, eins
og svo oft endranær, er leið mín
lá um Akureyri. Hann var kátur
og hress og lék á alls oddi, er við
skyldum og hvorugan okkar grun-
aði þá, að við sæumst ekki framar
hérna megin grafar.
Leiðir okkar Jóns lágu fyrst sam-
an, er við hófum nám við gagn-
fræðadeild Menntaskólans á Akur-
eyri, veturinn 1931. Við urðurn síð
an samferða gegnum skólann, þar
til við lukum þar stúdentsprófi
1936. Þessi bekksögn vakti snemma
á sér eftirtekt í skóla, vegna þess
hve markir einkennilegir menn og
konur áttu þar samleið. En þrátt
fyrir ólíkan aldur, útlit og náms-
hæfileika, var eins og þetta fólk
stokkaðist strax svo vel saman, að
samheldni og vinátta þess hefir
haldizt órofin síðan. Þegar einhver
úr hópnum kveður, verðum við,
sem eftir lifum, harmi lostin, eins
og um sáran ástvinamissi væri að-
ræða.
Þetta á ekki sízt við, þegar Jón
P. Hallgrnssson kveður. Hann var
á margau háti sé^takur félagi,
hæglátur, prúðúr, fórnfús og hjálp
samur, traustur vinur, sem vildi
hvers manns vandræði leysa. Hon-
um leið bezt, þegar hann fórnaði
tíma sínum og starfsorku til áð
létta lífsbaráttu annarra.
Jón tók ungur þátt i Skátafé-
lagsskapnum á Akureyri og starf-
aði þar af lífi og sál. Þessa nut-
um við bekkjarsystkini hans í rík-
um mæli, bæði i félagsmálum í
skólanum og í skólaferðum. Þar
var hann manna fúsastur að vinna
fyriir hópinn og sparaði hvorki
vökur né eríiði til þess að allt
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
21