Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1968, Qupperneq 14

Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1968, Qupperneq 14
Áttræður: SIGURÐUR KRISTJÁNSSON bóndi, Hrísdal í Miklaholtshreppi Sigmrður fæddist að Hjarðarfelli 5. október 1888, sonur hjónanna Kristjáns Guðmundssonar bónda þar og seinni konu hans Elinar Árnadóttur. Sigurður missti föður sinn, þeg- ar hann var fjögurra ára gamall, en ólst upp hjá móður sinni og stjúpa Erlendi Erlendssyni. En þau féllu bæði frá á unglingsárum hans og eftir það dvaldi hann á heimili bróður síns, Guðbjarts, sem hóf búrekstur að Hjarðarfelli vorið 1906. Sigurður átti tvö alsystkini, Þórð síðaf bónda á Miðhrauni og Vil- borgu húsfreyju á Ölkeldu, fjögur hálfsystkini samfeðra, þau Guð- bjart bónda á Hjarðarfelli, Stefán verk'stjóra í Ólafsvík, Theodóru húsfreyju í Reykjavík og Alexand- er, sem drukknaði tvítugur í Ólafs- vík. Þá átti hann þrjú hálfsystkini sammæðra. Þau eru Halldór bóndi í Dal, Kristján bóndi á Mel í Stað- arsveit og Ingibjörg, sem var gift kona í Danmörku, en dáin fyrir nokkrum árum. Þetta var stór systkina og barna hópur, sem ólst upp við fátækleg ytri skilyrði og varð fyrir endur- teknum ástvinamissi, sem búast mátti við að settf mark sitt á börn- in. Sigurður hefur þó ekki borið nein merki þess, að hann hafi bú- ið við neins konar skort í æsku, þvi hann varð mjög stór maður vexti og karlmannlegur í öllu út- liti, glaður og hress jafnan og bjartsýnismaður í hvívetna. Eins og áður getur, réðist Sig- úrður til heimilis hjá bróður sín- um að Hjarðarfelli eftir lát for- eldra sinna og stjúpa. Þar dvaldist hann til ársins 1920, ein 5 ár sem bóndi, en 3. marz 1919 gekk hann að eiga unga stúlku úr sveitimni Margréti Hjörleifsdóttur frá Hofs- stöðum. Margrét var aðeins tvítug er hún giftist, en stórmyndarleg eins og hún átti kyn til. Vorið 1920 fluttu umgu hjónin -I að Hofsstöðum og hófu þar bú- skap í tvíbýli við Hjörleif föður Margrétar, en hann var þá búinn að missa konu sína, Kristjönu Sig- urðardóttur, fyrir nokkru. Fljótlega hlóðst mikil ómegð á ungu hjónin og heimilið stækkaði skjótt. Þau gátu því ekki komið hópnum fyrir í mjög takmörkuðu húsrými, 9em þau höfðu yfir að ráða á Hofsstöðum og fluttu vorið 1927 að Dal. Þar bjuggu þau í 4 ár, þá fluttu þau að Hrísdal og hafa búið þar alla tíð síðan. Alls eignuðust þau 11 börn, sem öll eru stórmyndarleg, bæði í sjón og raun. Öll eru þau gift og bú- sett víðs vegar á Iandinu. Barna- börn þeirra eru orðin 50 talsins og barna-barnabörn 3. Það má því segja, að þau Hrís- dalshjónin hafi átt miklu barna- láni að fagna. En erfið var líf-s- baráttan oftlega hjá þeim. Árið 1930—1931 var Sigurður algjör sjúklingur og var um skeið tvísýnt um, hvort hann sigraði þann sjúkdóm. Þá var ómegðin hvað mest og í hönd fóru kreppu- árin alræmdu, sem settu möirg heimili í miklar þrengingar, þó fyr irvimna væri fullkomin. Þessir erfiðleikar urðu til þess, að þau Hrísdalshjónin iétu tvö af böraium sínum í fóstur til frænd fólks síns. Áslaug dóttir þeirra fór til afa síns að Hofsstöðum og ólst upp hjá honum og Valdimar fór að Hjarðarfelli og ólst þar upp. Ekki vildu Hrísdals'hjónin leita á náðir samfélagsins um hjálp til að koma börnum sínum á legg og lögðu því fast að sér til að bjarg- ast án þess. Ekki voru þá komnar almennar tryggingar til að létta fjárhagserfiðleika og því þurfti meiri nægjusemi, hyggindi og út- sjónarsemi en nú tíðkast að við- hafa til að koma stórum barna- hópi til manns. Þetta verk þeirra Hrísdalshjóna má því teljast eftiir- tektarVert afreksverk, sem á lofti ætti að halda. Að sjálfsögðu hjálp- uðu börnin til, jafnóðum og þau komust á legg. Synirnir fóru í vegavinnu strax 10—12 ára gaml- ir og öfluðu þar fjár til styrktar heimilinu og samheldnin var svo góð, að allir hjálpuðust að, hönd studdi hendi. Allt blessaðist þetta því mjög vel. Eftir að Sigurður fór að búa í Hrísdal, hóf hann jarðarbætur á jörðinni. Fyrst byggði hann lítinn torfbæ fyrir hópinn sinn og bjó í honum í 12 ár, en 1943 var reist stórt og myndarlegt steinhús. Fljótlega hóf hann ræktunar- framkvæmdir eftir því sem ástæð ur frekast leyfðu, og síðar bygg- ingar yfir hey og búfé. Skemmst er af því að segja, að Hrísdalur var talinn smábýli, þegar Sigurð- ur kom þangað, -en er nú orðinn stórbýli, en þess er þó skylt að geta, að þar eiga synir Sigurðar, einkum Hjörleifúr og Kristján, stór an hlut í á síðari árum, en Sig- urður hefur þó alla tíð verið hvetj andi og skipuleggjandi fram- kvæmdanna. Einkenni á búskap Sigurðar var góð meðfeið búfénaðar og snyrti- leg umgengni í hvívetna. Hann hef ur alla tíð haft glöggt auga fyrir gildi þeirra þátta í búskapnum. Þetta varð m.a. til þess að honum var ungum falin forðagæzlueftir- 14 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.