Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1968, Blaðsíða 9

Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1968, Blaðsíða 9
} MINNING Kristinn Guðnason Kristian Guðnason varð bráð- kvaddur að heimiU sínu s.l. iaius- ardag. Hann var fæddur á Eski- firði 24. okitóber 1896. Hanm var sonur hjónanna Svanlaugar Sigurð ardóttuir og Guðna Þorsteinssonar. ^egar Kristinm var á fyirsta áii missti faðir hans heilsuna og lézt skönimu síðar. Var Kristni þá kom ið í fóstur til hjónanna Helgu Jóns- dóttur og Guðmundar Einarssonar, er þá bjuggu að Hafranesi við Reyð arfjörð. Olst hann upp hjá þeim til tveggja ára aldurs eða þar til þau hjónin Níels Finnsson og Guð- þjörg Guðmundsdóttir ,tóku við búi, og má því segja, að hann hafi alizt upp hjá hvoru tveggja þess- arra hjóna, en jafnan kallaði hann Helgu móður sína. Á þessum árum var tviíbýli á Hafranesi og bjuggu þau hjónin Guðrún Vilborg Hálfdánardóttir og Einar Sveinn Friðriksson á hinu búinu. Sambúð þessara heim- ila var með ágætum. Talið er, að Um 40 manns hafi verið á báðum búunum, þegar fjölmennast var, svo nærri má geta að þar hafi rí'kt glaumur og gleði á stundum. Ungur að árum byrjaði Kristinm sjómenmsku, sem hamn stundaði jöfnum höndum við lamdbúnaðar- vinmu, því að útræði var þá á blómaskeiði á Hafranesi. Rúmlega tvítugur að aldri fluttist Kristinn alfarinn frá Hafranesi og dvaldist þá á ýmsum stöðum bæði austan lands og norðan, þar til hanm flutt- ist til Reykjavíkur árið 1933. Upp frá því stundaði hann ýmis störf bæði til lands og sjávar, einkan- lega þó verzlunar- og innheimtu- störf. En allra síðustu árin vann banm sem vaktmaður í Alþingis- húsinu og ieysti af hendi það starf, ®e>m reyndar öll þau störf, sem hanm Lagði stumd á, af stakri trú- Ovennsku. Kristinn Guðnason var greindur maður og gegn og vildi hvers htanns vamda leysa, og þeiæ voru ÍSLENDINGAÞÆTTIR frá Hafranesi margir, sem til hans leituðu. Fyr- ir mörgum árum átti ég því láni að fagna að kynnast Kristni all- náið. Fundum okkar bar oft saman bæði heima og heimam, og ævin- Iega, er við hittumst, mætti ég hinu hlýja og trausta viðmóti. Um Krist- in mætti skrifa langa blaðagrein, en því verður ekki komið við að sinni, enda gerist þess ekki þörf, því svo marga vini og kunningja átti hann, að það væri að bera í bakkafullan lækinn að rifja upp þá mörgu og ágætu manmkosti, sem hann bjó yfir og samferðamenm hams kynntust. Kristinn hafði mik- ið yndi af músik, og á yngri árum spilaði hann á harmóniku. Stund- um, er hanm rifjaði upp atburði frá þeim tímá, þegar hanm spil- aði á dansleikjum, sagði hann mér ýmislegt Skemmtilegt, sem fyrir kom á slíkum skemmtunum, og bætti hann þá oft við: „Og auð- vitað endaði það með myljamdi slagsmálum — hvað heldurðu? Em þá þarndi ég foara nikkuna eins og ég gat, og oftast gat ég stillt til friðar með þeiní hætti.“ Og æði miargt sbemmtilegt var það, sem Kristimm heitinn sagði frá yngri ár- um símum, en ekkl verður það irakið hér. Árið 1950 stofnuðu þau Una Guðmundsdóttir og Kristinn heim- ili og bjuggu saman til skapadæg- urs hans. Una reyndist honum hin ágætasta kona og tókst með þeim gagnkvæmur skilningur á öliu því, sem prýða rnó góða sambúð. Þeim varð ekkí barna auðið./ Frú Una dvelur nú og mun eflaust dvelj- ast hjá Guðmundi Björnssyni lækni og konu hans, sem hafa reynzt henni fyrr og síðar tryggir vinir, og er ekki að efa, að við hið bráða fráfall Kristins munu þau reynast henmi hjálparhellur í hví- vetna. Um nokkurra ára skeið hélt Kristinn uppi skemmtunum fyrir Hafranesfólkið einu sinni ári. Það gerði hann meðal annars til þess, að Haíranesingar gætu haldið kunningsskap og tryggð áfram, þó að göml'u húsbændurnir væru löngu gengnir. Trygglyndi Krist- ins verður ekki mælt og vegið, það var stórkostlegt. Því má bæta við, að Kristinn var hraustmenni að burðum. Þeir verða eflaust margir, sem fylgja Kristni til grafar í dag. Og þeir, sem ekki koma þvi við, semda honum hlýjar kveðjur og þakklæti fyrir órjúfandi tryggð fyrr og síð- ar. Kæri vinur. — Ég kveð þig með söknuði og sakna þess mjög, er ég á göngu minni niður Laugaveginn, mæti þér ekki lengur. En eitt vit- um við þó með vissu, — og það er líka það einasta, — að einhvern tírna munum við deyja. Ég óska þér góðrar heimkomu handan landamæranna miklu og efast ekki um, að þeir, sem á undan ru gengnir, munu taka á móti þér sem sama góða, trygga og ljúfa vinin- um, sem aldrei brást. Olíver Guðmundsson. \ 9 L

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.