Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1968, Qupperneq 5

Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1968, Qupperneq 5
Halldóra B. Bjðrnsson skáldkona P. 19. apríl 1907 D. 28. sept 1968. Máist ei myndfögur morgunsýn: blámóða um Þyril birta hvít um vog fjöll haf himinn. Þannig hefur hún morgunbæn sína 1 Hvalfirði konan, sem við fylgdum fyrir fjörðinn í síðustu ferð hennar til heimasveitar. Ég átti með henni ánægjulegar ferð- ir um þessar slóðir nokkuð oft hin síðari ár, stundum bara tvær sam- an. Henni stóð þessi fjörður mjög maerri hjarta. Hér hafði hún fyrst btið dagsins ljós, og á Litla Sandi óvaldi hún alloft hjá móðursystuir sinni, á æskuárunum. Nú voru býl- in á Söndum komin' í hers hend- nr, gróin tún orðin að flagi og álagabletturinn einn til varnar. Þeim var ekki sársaukalaust að fara um þessi lönd, sem eitt sinn áttu hér létt spor í grasi. En það voru ekki einungis túnin, *sem sárt var um, bláum sæ mátti enn þyrma: Aldrei skyldi myrkri sáð í sæ þennan né spegilflötur sprengdur. Og treginn verður áleitinn þeg- ar í hug kemur, að sú er okkar siðust samfylgd þessa leið. Halldóra Beinteinsdóttir Björns- son var fædd að Litla Botni í Hval- firði 19. april 1907, dóttir hjón- anna Helgu Pétursdóttur, frá Drag bálsi og Beinteins Einarssonar, bónda. Ekki kann ég ættir að rekja en af góðum stofni var hún vax- fo> m.a. var hún komin af Bergi þeim í Bratíholti, sem Bergsætt er talin frá. Halldóra guttist á fyrsta aldurs- óri með foreldrum sínum upp í Lorgarfjörð .Þar bjuggu þau á n°kkrum bæjum en lengst í Graf- ardal og síðast á Draglhálsi, höfuð- bóli Péturs föðuir Helgu. Draglháls fSLENDINGAÞÆTTIR er sá „afabær“ sem hún nefnir 1 bók sinni, Eitt er það land, sem er listræn frásögn af lífi sveitabarna með ívafi eigin minninga frá æsku. í Grafa-rdal sleit Halldóra barns- skónum. Það er afskekkur bær, langt inni í landi, þar er svo frið- sælt, að það er eins og kyrrðin eigi þar sérstakt ríki. Á menning- arheimili í friðsælum fjalladal var hlúð að rikri skáldhneigð þeirra systkina.. „Þau áttu landið — og landið átti þau“. Enda byrjuðu þau snemma að gera stökur sín á milli sérstaklega elztu börnin, Pétur og Halldóra. Þau voru mjög samrýmd og var Pétur henni mikill harm- dauði sem fleirum, þegar hann féll frá á bezta aldri. Hann hafði þá þegar sýnt, að nokkurs mátti af honum vænta á sviði skáldskapar: Halldóra var tvö ár við nám í Hvitárbakkaskóla. . Sú skólavist varð henni allgott veganesti, sem hún bætti við með sjálfsnámi svo lengi, sem hún lifði. Hún varð menntakona í þess orðs beztu merk ingu, víðlesin og fróð. Hún varð sér úti um ótrúlega tungumála- kunnáttu og leikni hennar í með- ferð móðurmálsins var frábær. Að loknu námi árið 1930 fór Halldóra að starfa við símann I Borgarnesi. Þar giftist hún árið 1936. Maður hennar var Karl Leo Björnsson, sýsluskrifari, sonur Guðmundar Björrrssonar sýslu- manns. Þau eignuðust eina dóttur, en það féll i hlut Halldóru að veita henni uppeldi, því Karl andaðist 1941, þegar telpan var aðeins tveggja ára. Dóttirin, Þóra Elfa, sem var gleði og gæfuauki móð- ur sinnar teigaði skáldagáfuna með móðurmjóljjinni og birti korn- ung Ijóð, sem' lofuðu góðu. En Þóra hefur fært móður sinni fjög- ur indæl ömmubörn, svo tóm til skáldskapar er vart mikið sem stendur. Hún býr í Kópavogi á- samt manni sínum, Gísla Guð- mundssyni, loftskevtamanni. Með barnabörnum sínum átti Halldóra indælar stundir og orti um þau ljúflingsljóð, er hún gætti þeirra. Skömmu eftir lát manns síns fór Halldóra að vinna í Alþingi, fyrst við símavörzlu, en síðar við vörzlu skjala í lestrarsal. Auk þess vann hún nokkur sumur hjá Fjárhags- ráði. En ekki er þar talið ævistarf hennar þótt hún ynni í Alþingi þar til í apríl í vor, að hún fór í sjúkra hús til vistar, sem ekki lauk fyrr en dagar voru taldir. Tómstundar- starfið, skáldskapur og ritstörf voru hennar mikla og góða ævi- starf. Og þær stundir, sem hún gat helgað sig þeim störfum hygg ég að hún hafi átt beztar. Hún var starfskona með afbrigðum, þó hún væri hvorki líkamasterk né heilsu hraust, en viljaþrekið var óbugað til hins síðasta. Og altt sem hún gerði var vandað listrænt og fín- gert, hvort sem hún lék á hörp- una ljóð frá eigin brjósti, töfraði fram ljóðaanda fjarskyldra þjóða með þýðingum sínum eða gerði með höndum fallega hluti. Hún spann þráð úr þeli sem hún sjálf hafði unnið og kembt á meðan hugurinn stillti strengi sína við ljóðagerð. — Bækur hennar eru Ljóð, 1949, Eibt e»r það land 1954, 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.