Íslendingaþættir Tímans - 24.01.1969, Page 11

Íslendingaþættir Tímans - 24.01.1969, Page 11
MINNING Sverrir Guðmundsson bankafulltrúi Fyirir nokkrum vikum var sá er Petta ritar á nefndarfundi hér í b&num ásamt Sverri Guðmunds- *yni, bankafulltrúa, og fleirum. Ekk; grunaði mig þá að svona skammt væri til andláts hans, því Sverrir var þá að vanda skýr í hugsun, tillögugóður og hélt fast, en þó af sinni venjulegu prúð- mennsku og tiilitssemi, við þau sjónarmið sem hann taldi því máli sem um var rætt, fyrir beztu. En ^ér hefur farið sem oft áður, að i.Skjótt hefur sól brugðið sumri“ Sverrir andaðist í Landsspítalanum i Reykjavík 28. f.m., en útför hans var gerð frá ísafjarðarkirkju 3. þ. m að viðstöddu fjölmenni. Sverrir Guðmundsson var íæddur á ísafirði 23. desember 1909. Voru foreldrar hans hjónin Sigríður Benjaminsdóttir, ættuð úr Hvrafirði, og Guðmundur Guð- niundsson, smiður, ættaður úr Arn- arfirði. Ólst Sverrir upp með for- eldrum sínum hér í bænum. Hann stundaði barna- og unglinganám, °g síðar var hann við nám í Sam- vinnuskólanum og lauk þaðan prófi Vorið 1932. Næstu árin stundaði hann skrifstofuvinnu o.fl. störf hér * hænum, en á árunum 1936—1940 var hann skrifstofumaður og gjald- keri Sjúkrasamlags ísafjarðar. Síð- an hefur hann verið starfsmaður Rtvegsbanka íslands, útibúsins á Isafirði, fyrst gjaldkeri og síðan aðalbókari og fulltrúi. Sverrir Guðmundsson var mað- nr mikillar félagshyggju. Alla tíð lét hann sig miklu varða málefni Verkalýðsfélagsins Baldurs á ísa- firði, var lengi í stjórn félagsins og mörg ár formaður þess. Hann átti oft sæti í samninganefndum fyrir félagið. í mörg ár var Sverrir endurskoð andi Kaupfélags ísfirðinga og hafði jafnan mikinn áhuga fyrir jnálefnum félagsins. Þá var hann > mörg ár í stjórn Rafveitu fsa- fjarðar, og hann sat nokkuir .ár í bæjarstjórn fyrir Alþýðuflokkinn ÍSLENDINGAÞÆTTIR og átti oft sæti í mörgum nefnd- um á vegum bæjarstjórnar ísa- fjarðar, m.a. var hann formaður þeirrar nefndar sem sá um bygg- ingu fjöllbýlishússins við Túhgötu, sem tekið var í notkun nú í haust. í þágu íþróttamálanna lagði Svenr ir Guðmundsson fram mikið og gott starf. Hann stundaði mikið knattspyrnu á yngri árum og í mörg ár var hann formaður knatt- spyrnufélagsins Harðar. Þá_ var hann sæmdur heiðursmerki ÍS og gullmerki ÍSÍ fyrir mikil og marg- háttuð störf að íþróttamálum. Að ýmsum öðrum félagsmálum vann Sverrir þó þeirra verði ekki getið hér. Sverrir Guðmundsson var mann kostamaður sem bar mjög fyrir brjósti hagsmuni þeirra sem minna máttu sín. Hann var ágætlega greindur og mér fannst hann jafn an íhuga vandlega hvert málefni áður en hann tók afstöðu ti!l þess. Hann var hið mesta prúðmenni í umgengni. Allan aldur sinn ól hann hér í bænum, og þess varð oft vart að hann vildi hagsmuni ísafjarðar sem mesta í öllum greinum. Eftirlifandi eiginkona Sverris er Unnur Gísladóttir, mjög starfhæf og dugmikil kona. Þau eignuðust tvö börn, Sigríði, sem er gift og búsett hér í bænum, og Hallstein, prentara, sem er kvæntur og bú- settur syðra. J'ón Á .Jóhannsson. Cuðrán Magnúsdóttir Stóris-Borg Fædd 1. des. 1884. Dáin 1. nóv. 1968. Þú ert, góða Guðrúr mín, af grátnum vinum kvödd, en þér var kallið kærast, því hvíslaði guðleg rödd Leiki olítt, Ijúft og þýtt, lagið undur milt, ég kveð mér hljóðs þó harpan óðs -é harm.i fyllt. Hún þarf samt að svngja þér sóiarlióð og vor, þínum unga anda með æskufjör og þor, Léttum móð glettnvsglóð gylla léztu allt, i allir fúsir í þitt hús og enguiri þar kalt. Man ég Stóru Borw bú, barn er gisti ég þar, allt, bæði úti og inni í umsjá þinni var. Ekkert stríð alla tíð unnið gat þér mein, þú réðst standa í stórum vanda styrk og bein. Yfirboröið eitt ég sá, sem æsk- • unni er títt, vel gekk allt hið ytra, að öðru hugði ég lítt. Þú varst glöð, góð og hröð, gamansöm og létt, helzt ég vildi að tendast skild- um hlaupasprett. íramhald á bls. 23. 11 /

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.