Íslendingaþættir Tímans - 24.01.1969, Síða 12
G
Kristján Karlsson
Ekkert þekkjum við öruggara
en það, að hverri fæðingu fylgir
dauði, hvert einasta nýtt líf hlýtir
þvi lögmáli að tortímast. Þó er það
svo, að við teljum heimsókn dauð-
ans til válegra tíðinda og löngum
því válegri, sem hann ríður geyst-
air í garð. En í rauninni stöndum
við alitaf jafn vanmáttug gegn hon
um, hversu sem hann drepur á
dyr okkar. Ég hefi sjaldan fundið
þetta betur en þegar helfregn
Kristjáns Karlssonar barst mér til
eyrna. Við höfum starfað í slíku
mágrenni s.l. fimm ár, að milli
okkar hefur alltaf verið innan-
gengt, og má jafnvel telja það í
viðari merkingu en aðeins um húsa
kost. Ég hygg, að óg hafi engan
af þessum grönnum mínum sótt
jafnoft heim og hann. Ég sendi
honum því heilshugar þakkar-
kveðju yfir landamærin, ef þess
er kostur, og þá ekki aðeins fyrir
hlýjuna, sem mætti mér þar, held-
ur engu síður fyrir ylinn, sem
fylgdi honum inn í stofuna mína,
þegar hann leit þar inn að loknu
dagsverki, sem mig raunar furðar
nú, hversu oft henti, með svo önn-
um hlaðinn mann. Og síðasta kvöld
ið, sem hann átti leið fram hjá dyr
um mínum, hafði hann nægan tíma
ti] að rabba við mig um sameigið
hugðarefni beggja, jafn hlýr og
jafn leitandi og löngum fyrr. En
þess eins er ekki að minnast í sam-
skiptum okkar. Ógleymdar eru
mér og minningar, sem mór er tor-
velt að lýsa, minningar frá hinum
mörgu komum mínum inn á hið
vinMýja heimili þeirra hjóna, um
gestrisni þeirra, um glimu þeirra
við vandamál hinnar líðandi stund
ar, um hina vökulu leit þeirra að
lausn þeirra viðfangsefna, sem við
horfðu hverju sinni.
Áður en þetta nágrenni okkar
hófst, hafði fundum okkar Kristj-
áns borið alloft saman, en oftast
aðeins á förnum vegi. Ég hafði átt
þess nokknuim sinnum kost að vera
gestur hans, en sjaldan nema í fjöí
menni, þar sem hinn almenni ges*
skólastjóri
ur hvarf. En þar reis hann því
hærra, því fjölmennið átti flestra
sinna kosta völ þar, sem hann var
og kona hans. Fyrst þegar ég
barst í straumi slí'ks fjölmennis
heim að Hólum, eftir að þau komu
þar til valda og í fyrsta sinn, er
ég sá þau, vakti stjórn þeirra á
fjölmenninu athygli mína. Ég sá
hana hvergi, þó fann ég hana í
hverju atriði, sem ég náði nokkr-
um kynnum af. Ég tel mig síðar
hafa síðar fengið svar við því, sem
ég velti fyrir mér þá. Það var hin
góðviljaða og vökula önn skóla-
stjórans og konu hans, sem að
baki honum stóð á þann hátt, að
í rauninni var flestum þökk á að
fá að hlýða. Slíkt er fáum gefið.
Haft er eftir Beethoven: „Ég þekki
ekkert annað merki mlkilmennis
en góðviljann“. Ég hygg, að það
hafi einmitt verið hann, sem þar
réði ríkjum, hygg, að hann hafi ver
ið aðailsmerki þeirra hjóna. Þann-
ig komu þau mér fyrir sjónir æ
síðan.
Kristján var flestum mönnum
óliklegri til að berjast til forustu.
Hann mun ætíð hafa verið kvadd-
ur til hennar af samferðamönnun-
um — leitað til han-s um liðveizlu
við góð mál. Til þess var hann
löngum auðkeyptur, en ekki met-
orðanna vegna, heldur vegna löng-
unar hans til að leggja fram sína
orku og þekkingu í baráttu sam-
tíðarinnar fyrir bættum hag þeirra,
er honum voru samferða. SMk
sýndist mér og samstaða þeirra
hjóna um þau viðfangsefni, sem
þeim mættu eftir að ég fór að
hafa nóin kynni af háttum þeirra
og hugðarefnum. Þau komu mér
fyrir sjónir sem sjálfstæðiir en sam
stæðir vinir, ólíkir þó, en með ó-
venju glöggum skilningi á því, að
„viðurgefendur og endurgeíendur
eru vinir lengst“.
Jóhannes úr Kötlum segir frá
því, að fyrstu kynni þeirra Kristj-
áns hafi verið þau, að Jóhannes
hafi gist hjá þeim hjónum á Hól-
um og Kristján hafi komið til sín
um morguninn „ársæll og fersk-
ur“. Ég dáði þessa einföldu og
óvenju fögru mannlýsingu, þegar
ég las hana. Hitt þykir mér nú
meir um vert, að Kristján var
ársæll og ferskur til leiðarloka,
jafnt í ströngustu önn og þegar
hann leitaði hvíldar heima. Þessi
ársæld og ferskleiki var hluti af
honum sjálfum, Mfsskoðun hans
og lífsnautn, aflvakinn að dreng-
lyndi hans.
Um leið og ég þakka samskipti
okkar, sendi ég þeim samúðar-
kveðjur, er um sárast eiga að
binda.
Guðm. Jósafatsson
— frá Brandsstöðum.
t
Fram til síðustu kynslóða hafa
flestir íslendingar verið fæddir og
uppaldiir í sveit. Sveitirnar lögðu
til fólk í ailar hinar nýju stéttir:
sjómenn, embættismenn, iðnaðar-
menn, verzlunarmenn, hvers kon-
ar þjónustumenn, mennta- og
fræðimenn. Svona hlaut þetta að
verða, framfaraþróunin krafðist
verkasikiptingar, sífellt færri hend
ur komust að við frumframieiðsl-
n
IslendingaþættiR