Íslendingaþættir Tímans - 24.01.1969, Side 13

Íslendingaþættir Tímans - 24.01.1969, Side 13
una og sífellt f'leiri leiðir opnuð- u®t til fjár og frania við önnur ®törf. Margir sonanna hlýddu þeim *öJl,um) og yfirgáfu „lönd sín“. ómældur er sá tiregi, sem því Jylgdi, því að sveitamaðurinn lifir t borgarbúanum og þráin til lands- ins vakir í gegnum fleiri kynsióð- ir. Einn var sá hópur ungra manna ® fyrsitu tugum þessarar aldar, ®ein fór að heiman, en hvarf þó fveitunum aldrei að fullu, heldur aftur til starfa fyrir þær, og oelgaði landinu krafta sína. Þeir þrðu margir gæfumenn miklir áð Pví leyti, að hjá þeim fór saman hísstarf og hugsjón. Þetta voru Peir, sem fóru til náms til þess að Seta þjónað íslenzkum landbúnaði. ^eir urðu hinir nýju vinnumenn sveitanna, um það leyti, sem vél- afnar tóku að leysa þá gömlu og Sóðu stétt af hólmi. Þeir fengu áð ojálpa til við að færa hinn forn- srona atvinnuveg, landbúnaðinn, í fotímaibúning og gerðu það þann- Jg, að nú stendur hann jafnbúinn °§ jafnfætis hinum nýrri atvinnu- vegum. Linn þessara gæfumanna var Eristján Karlsson, fyrrverandi ®kólástjóri á Hólum. Hann hafði Pegair unnið fyrir íslenzkan land- oúnað og íslenzka hændastétt í fuiij þrjátíu og fimm ár, en var Pö enn ungur og fullur starfsorku, hann féll frá svo skyndilega og ovænt, að við allir, sem náiægt oonum unnum, stöndum agndofa e^ir. Svo ótímabært var fráfall nans, svo mikið fannst okkur hann eiga ógert, og margt á honum nvila. Enn sér enginn, hver getur fyllt í han-s skarð. Hann fór mjög ungur til náms, ryrst að Laugum, hinum nýstofn- a®a alþýðuskóla í heimahéraði sínu, síðan að Hvanneyri og það- an til framihaldsnáms í búfræði í Hanrnöirku, þar sem hann lauk há- s«ólaprófj 25 ára. Þá kom hann 0ftur til starfa fyrir landið, óvenju Oogur, en jafnframt vel undir það oúinn, bæði að heiman og með fOenntun sinni. Uppalinn við fram- aratrú og dugnað, kominn af góð Urn búhöldum og félagshyggju- fOonnum. Hafði numið í góðum skólum, sem gerðu hvort tveggja, a® giiæða hugsjónaeH og kenna Vel hin hagnýtu fræði. Hann var f°minn á sig manna bezt, vel vax lnn, firíður sýnum og hið mesta snarnienni. Hann þekkti vel til ÍSLENDÍNGAÞÆTTIR landsiins og fól'ksins, sem hann átti að starfa fyrir, og vair glöggskyggn á það, hvernig heita mátti nýjustu fagþekkingu þeim til heilla. Hann gat því gengið ótrauður til starfa. Það þurfti því engan að undra, þó að honum væri falið, aðeins tuttugu og sjö ára gömlum, eftir tveggja ára ráðunautastörf hjá Búnaðarsambandi Suðu'rlands, að taka við stjórn Bændaskólans á Hólum haustið 1935. Fá störf munu þó vandasamari, krefjast fjölbreyttari hæfileika og meiri persónuleika af bráðungum manni en að stjórna heimavistarskóla, svo að vel fari. Á bændaskólum er að mörgu að hyggja fleiru en kennslunni einni, stórt bú og þó einkum hið stóra heimili þarfnast bæði mikillar um- hyggju og eftirlits. Það þarf að hafa stjórnsemi, framfarahug og hyggindi við búreksturinn. Það þarf skilning og næmni á það mannlega, en jafnframt mynduga persónu til að umgangast og stjórna hinum ungu nemendum. Og það þarf frjálslyndi og hug- kvæmni við skipulagningu kennslu og náms. Allt þetta hafði Kristján til að beira, og því fórst honum skólastjórnin vel úr hendi frá upp- hafi. Ég kynntist Kristjáni fyrst per- sónulega haustið 1952, er ég kom til hans í skólann. Áður hafði ég þó allmikið til hans spurt, bæði vegna frændsemi, en þó einkum af umtali nemenda hans og fólks, sem hjá honum hafði starfað á Hólum. Allar þær fregnir voru á þann veg, að ég bair þegar mikla virðingu fyxir honum og dáði hann. Sú virðing dvínaði aldrei og aðdáunin jókst með öllum okkar kynnum, hún varð því meiri, sem ég kynntist hæfileikum hans og skaphöfn betur. Kristján var skýr og góðuT kennari. Hann kunni vel að draga fram aðalatriðin, undir- strika þau og að tengja það fræði- lega hinu hagnýta í búskapnum. enda var hann mikill búmaður, hann ræktaði mikið og byggði upp staðinn í skólastjóratíð sinni. Skóla húsið sjálft var gamalt og á marg- an hátt örðugt í notkun og við- haldi, en það mun mála sannast, að öðrum mundi ekki hafa tekizt betur að endurbæta það og bæta aðbúð nemenda meir fyriir þær naumu fjárveitingar, sem fengust til skólans, en Kristjáni og fáum jafnvel. Kristján fylgdJst með öllu á staðnum úti og inni og var oft kominn þár sjálfnr tii verka, sem einhvers sérstaks þurfti við tii skyndiaðgerðar. Harðfýlgi hans til veirka og hlífðarleysi við sjálfan sig mun mörgum Hólasveininum hafa orðið drjúgt til fyrirmyndar, því að hann var jafnan dáður af nemendum sínum og honum vildu margir líkjast. Eitt lítið atvik verður mér æ í minni, en það lýsir manninum nokkuð. Kristján kom í sinni tíð upp tveimur rafstöðvum á Hólum. Hin síðari allmikið mannvirki, var nýtekin í notkun 1952. Kristján annaðist sjálfur oft á tíðum gæzlu hennar, í aðfærsluskurð vatnsin-s hlóð krapi, ef snögglega gerði hríð ar eftir þíðu. Það gerðist á skír- dag 1953, að af tók rafmagnið í snöggu hríðarveðri. Nú hefði ver- ið hægt að kveðja út allan skól- ann í krapmokstur, en próf voru framundan og þeir bræður Kristj án og Sigurður ráðsmaður fengu aðeins með sér fáa pilta, þá sem þeir treystu vel. Allir gengu vel fram við að vinna á krapinu og brjóta vatninu leið. Þegar leið að miðdegi, hafði allmikið áunnizt, svo að leiðin tók að styttast fram í lónið, þá var hringt í kaffi heima í skólanhm og hafði þá einhve-r orð á því, hvort ekki ætti að sinna því. Kristján segir þá við pilta sína, að varla sé nema herzlumun- urinn eftir og spyr, hvort efcki sé bezt að ljúka þessu í lotunni, ef hægt sé. Það var gert, en enginn veitti tímanum athygli og þegar heim var komið, var þegar búið að borða þar kvöldmat. Hríð var allan tímann og seinna vissum við, að Kristján hafði sjálfur blotnað upp fyrir klofstígvél snemma um daginn, en svo var kappið mikið, að hann sinnti því engu. Kjarkur Kristjáns og áræði var mikið fram til loka. Hann var á allan hátt hið mesta karlmenni. Veturinn eftir að Kristján lét af skólastjórn, dvaildist hann í Bret- landi við nám og kynnisferðir. Þar bar fundum okkar saman og ég fann glöggt af hve mikilli atorku, bjartsýni og með mikium léttleika hann gekk að hinum nýju viðfangs efnum sínum. Það hefðu ekki ailir gert á hans aldri. í hinu nýja starfi Kristjáns nýtt ust hæfileikar hans og reynsla vel, glöggskyggni hans á það hagfræði- lega, hin sönnu búhyggindi og al- 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.