Íslendingaþættir Tímans - 24.01.1969, Side 14
hliða þekking á landbúnaðinum
eðli hans og kjörum og hugsunar-
hætti fólksins í sveitunum komu
þar að fullum notum. Félagsmála-
hæfni siína hafði Kristján fljótlega
sannað fyrir norðan, enda fólu
Skagfirðingar honum fljótlega for
ystu í búnaðarfélagsmálum.
Hér á þriðju hæð Bændahallar-
innar, þar sem tvö stærstu félags-
samtök bænda hafa aðalstöðvar
sinar hlið við hlið, vann Kristján
síðustu árin. Hann var til margs
konar starfa kvaddur í fjölda
nefnda og stjórna og mjög oft í
samvinnu við starfsmenn Búnaðar-
félagsins. Þá veit ég, að ég tala
fyrir munn okkar allra, þegar ég
segi, að með engum var betra að
vinna en honum og til hans var
alltaf gott að leita. Hjá honurn
fengum við holl ráð og góð. Per-
sónulega fannst mér að því mesti
stvrkur, hughreysting og uppörv-
un að leita til Kristjáns í hvers
konar vanda, smáum eða stórum,
og gerði það reyndar oft .
Fjölskyldu Kristjáns kynntist ég
vel á Hólum, kvnntist drenglyndi,
vitsmunum og skörungsskap Sig-
rúnar og börnunum þeirra fjórum,
sem voru svo efnileg og ánægju-
leg. að þau lýstu upp staðinn, enda
öil orðin manndómsfólk nú.
Kallið kom snögglega. og við
stóðum agndofa eftir. Ég var fjarri
á kveðiustundinni. en vil ekki láta
hjá líða að senda þessi fátæklegu
orð sem þakklætisvott fyrir öll
okkar kynni. Sigrúnu, börnum
þeirra, tengda- og barnabörnum
sendi ég innilegustu samúðgrkveðj
ur mínar og konu minnar.
Jónas Jónsson.
f
Hinn 5. desember s.l. var til
moldar borinn í Fossvogskirkju-
garði Kristján Karlsson, fyrrver-
andi skólastjóri á Hólum 1 Hjalta-
dal. Kristján var fæddur 27.5.1908
að Landamóti í Köldukinn í Suð-
ur-Þingeyj arsýslu.
Hann var sonur hjónanna Karls
Arngrímssonar bónda þar og síðar
bónda að Veisu í Fnjóskadal, og
konu hans, Karítasar Sigurðardótt
ur frá Draftastöðum. En hún var
systir Sigurðar Sigurðssonar, fyrrv.
búnaðarmálastjóra. Hann var því
af góðu bergi brotinn. Enda bar
hann þess merki hvar sem hann
fér.
Hann gekk ungur menntaveginn,
lauk prófi frá Lýðskólanum á Laug
um í Reykjadal 1926. Tveim árum
síðar lauk hann prófi frá Búnaðar-
skólanum á Hvanneyri. Haustið
1929 fór Kristján utan og starfaði
fyrst við verklegt nám í Danmörku
en gekk síðar á landbúnaðarhá-
skóla í Danmörku og lauk þaðan
þrófi 1933. Sama ár varð hann
ráðunautur Búnaðarsambands Suð
urlands og bústjóri í Gunnarsholti
á Rangárvöllum. Störfum þessum
gegndi hann í 2 ár. En 1935 var
hann skipaður skólastjóri við Bún
aðarskólann á Hólum í Hjaítadal
og gegndi því starfi til ársins 1961,
er hann fluttist til Reykjavíkur.
Þá var hann -skipaður erindreki
hjá Stéttarsambandi bænda og
gegndi því starfi ásamt mörgu
öðru til dauðadags.
Ég var einn af þeim mörgu, sem
átti því láni að fagna að kynnast
Kristjáni bæði sem húsbónda og
kennimanni. Og fullyrði, að í þvi
starfi átti hann engan sinn jafn-
ingja.
Kristján gegndi skólastjórastarfi
á Hólum lengur en nokkur annar
hefir gert til þessa. Og eru því
nemendur hans stærri og fjöl-
mennari hópur en nokkurs annars
skólastjóra, sem á Hólum hafa set-
ið. Og eflaust munu þeir margir,
sem mér eru færari til að minnast
síns fyrrverandi skólastjóra og hús
bónda.
En allir munum við geta tekið
undir það að vart hefðum við
fengið til þess starfa traustari né
drenglyndari mann. Eins og gefur
að skilja hlýtur þeim, er forstöðu
veita slikum stofnunum, ætíð mik-
ill vandi á höndum. Er til náms
og dvalar kemur árlega hópur
ungra og lítt þroskaðra pilta, sem
að sjálfsögðu kunna að vera mis-
jafnlega undir það búnir að setj-
ast á skólabekk þar sem að námi
loknu eru meiri og strangari kröf-
ur gerðar um menntun nemand-
ans, heldur en þegar um venju-
Iega alþýðuskólamenntun er að
ræða. Én svo er ætíð um alla þá
er nóm stunda í sérskólum. En úr
þeim vanda kunni Kristján betur
öllum öðrum að ráða. Hann vann
sér strax við fyrstu kynni traust
og vináttu hvers nemanda síns. Og
það traust og sú vinátta hygg ég
að þeir hafi aljir til hans borið
upp frá því að þeir luku námi á
Hólum.
Ég var yngstur allra Hólasveina
þegar ég var við nám á Hólum,
kom þangað aðeins 16 ára gamall
og hafði aldrei fyrr úr foreldra
húsum farið. En alltaf hefur mér
skilizt það betur og betur síðan
ég kom meira til vits og þroska
hvers virði það er fyrir óþroskað-
an ungling, sem í fyrsta sinni fer
úr foreldrahúsum að eignast hús-
bændur, sem þeir geta borið full*
komið traust til hvar og hvenær
sem er. Og er ég sannfærður uffl
að betri húsbændur hefi ég tæpast
getað fengið en þau skólastjóra-
hjónin á Hólum, Kr. Karlsson og
konu hans, frú Sigrúnu Ingólfs-
dóttur, þvi að þau umgengust mig
eins og ég væri þeirra eigin sonur.
Enda var ég tíður gestur á heimili
þeirra og kynntist því fjölskyld-
unni tiltölulega meira en margir
aðrir skólafélagar mínir.
Það, sem sérstaklega vakti eftir-
tekt nemenda Kristjáns á honum,
var hversu ákveðinn og öruggur
hann var, að hverju sem hann
gekk, hvort heldur var að kennara
púltinu til kennslu, eða annarra
starfa með nemendum sínum. Og
aldrei mun hann hafa þurft að
beita hörku við nemendur sína til
þess að þeir hlíðnuðust fyrirskip-
unum hans. Þeim lærðist það strak
við fyrstu kynni, að bera virðingu
fyrir honum og halda þær reglur
og þau lög er hann setti þeim-
En slíkt er frumskilyrði þess að
hægt sé að stjórna stórum hópi
ungmenna, að þau virði sinn hús-
bónda' og hans boðskap, án þe&s
að óttast hann. En það munu nem-
endur Kristjáns aldrei hafa þurft
að gera, hann kunni manna bezt
að ná hugum nemenda sinna s
þess að láta þá óttast sig. Það vaf
ætíð hressandi blær yfir kennslu-
stundunv'Kristjáns og hann ræddi
ávallt viðfangsefnið á sem víðustum
grundvelli hverju sinni, enda mað-
ur vel fróður um þau efni er að
landbúnaði lutu. Hann unni ís'
lenzkri gróðurmold öllu öðru
fremur, um það bera störf hans
þágu landbúnaðar á íslandi gleggS't
vitni. Því vart mun sá maður fyr'
irfinnast á íslandi er meira gagn
hefur unnið í þágu islenzkraf
bændastéttar og búnaðarmála, en
Kristján Karlsson. Með starfi sin-u,
sem skólastjóri, vakti hann
glæddi áhuga og trú nemenda
sinna á gildi moldar og jarðar-
gróðurs og hvers virði hann er og
mun ætið verða okkur meðan land
byggist.
14
IslendingaþættiR