Íslendingaþættir Tímans - 24.01.1969, Side 18
Valgerður Jónsdóttir.
Fædd 1 maí 1879
Dáin 2. jan. 1968.
Bjami Sigurðsson
Fæddur 26. jóní 1875.
Dáinn 26 janúar 1965.
björg Halifríður, næst elzt, hún
lézt í Reykjavík 16. apríl 1935 eft-
ir margra ára vanheilsu, 26 ára að
aldri, nýgift Þorleifi Thorlacius,
skipasmið. Yngst barnanna er
Anna Guðrún, heimili hennar er á
Ökrum, Seltjarnarnesi
Á Sauðárkróki bjuggu þau í 14
ár, þar vann Bjarni alls konar
störf, þau áttu fyrst framan af
nokkrar kindur, geitur og hænsni,
eiiís og fleiri á Sauðárkróki í þá
daga, einnig var hann sláturhús-
'stjóri á haustin, hjá Kristjáni Gísla
syni kaupmanni par Á vetrum
fékkst hann við bókband og ýmsar
iagfæringar fyrir hina og aðra, og
þegar Iítið var um vinnu á Sauðár-
króki, fór hann til annarra lands-
hluta, og vann þar tíma og tíma
eftir því sem atvincu var að fá,
því oft var lítið um vinnu heima
fyrir á ýmsum tímum ársins í þá
daga.
I félagsmálum var hann einnig
starfandi við leiklist og söng, hann
var einn af stofnendum Bænda
kórsins, karlakórs, sem starfaði í
mörg ár í Skagafirði og söng víða
um sveitir, og þótti flestum er til
hanS heyrðu, hann vera til mikils
menningarauka á beim árum, sem
og hann einnig var. Glaðlyndi
Bjarna og félagsandj urðu til þess
að hann var eftirsóttur félagi og
átti hann því marga vini og kunn-
ingja, sem lögðu leið sína heim til
þeirra hjóna. Og bað var oft gest-
kvæmt á heimili Valgerðar og
Bjama, sérstaklega á haustin í slát
urtíðinnl og svo á miðjum vetri,
þvi þá var venjulega hln víðfræga
Sæluvika Skagfirðinga haldin á
Sauðárkróki, með alls konar listi-
semdum, og þangað komu alllr
sem gátu í einn eða tvo daga, til
að njóta þar ánægjunnar af því,
sem þar fór fram, þá var oft svo
margt um manninn hjá þeim hjón-
um að þau gengu iðulega úr rúm-
um sínum vegna næturgesta. Gest
risni þeirra var þekkt og þegin af
skyldfólki þeirra beggja, viðsvegar
úr Skagafjarðarsýslu.
Hjónaband þeirra Valgerðar og
Bjama var mjög gott, þó skapgerð
þeirra væri mjög ólfk á ýmsum
sviðum, hún var fyrirmyndar hús-
móðir, góð móðir og þrifin og
reglusöm á öllum sviðum og leysti
allt mjög vel af hendi, sem hún
tók að sér.
Árið 1925 fluttu þau suður á
land, fyrát til Hafnarfjarðar, og
voru þau þar til heimilis í 3 ár.
Þaðan fóru þau fcil Reykjavikur,
Bjarni stundaði aðallega húsasmíð-
ar, en ekki var hann faglærður í
þeirri iðn, en leysti samt öll sín
verkefni vel af hendi. því æfingin
gerir meistarann, enda alla ævi
unnið við smíðar. Á seinustu árum
ævi sinnar, þegar hann var hættur
að vinna við smíðar, sneri hann sér
eingöngu að bókbandsiðjunni og
stundaði nana, þangað-til að heils-
an fór að bila fyrir alvöru, og
h^nn varð að hætta
Síðustu 20 árin bjuggu þau á
Seltjarnarnesi, í húsi Steinars son-
ar síns og tengdadóttir, Hróðnýjar
Pálsdóttur, þar bjuggu þau unz
heilsan bilaði og hann varð að
leggjast á sjúkrahús um tíma, þá
fluttist hún til dóttur sinnar Önnu
og tengdasonar, Guðmundar Jóns-
sonar að Ökrum á Seltjarnarnesi.
Þangað kom Bjarni þegar hann
kom af sjúkrahúsinu og var að
mestu rúmliggjandi það sem hann
ótti eftir ólifað, síðasta mánuð ævi
sinnar lá hann á sjúkrahúsi og and
aðist þar..
Valgerður var heilsugóð og hafði
fótavist fram undir það síðasta,
hún naut þess lengst af þegar
gestl bar að garði, og hafði yndi
af því að eiga alltaf eitthvað goti
1 handraðanum tll að gleðja litla
frændfólkið sitt með, þegar það
kom til hennar í heimsókn. Síð-
asta sumarið sem hún lifði, hrak-
aði heilsu hennar áberandi mikið,
og um haustið var hún við rúmið
af og til, fram í desembermánuð,
þá var hún flutt á sjúkrahús, og
andaðist hún þar eftir eins món
aðar legu.
Ég undirrituð sem skrifa þessa
minningar-grein, vil með því kærU
foreldrar votta ykkur hjartans
þakklæti, fyrir alla ykkar ómetan
legu hjálp og aðstoð við okkur
hjónln, er við bjuggum norðan-
lands, með því að taka að ykkur
«yni okkar á méðan þeir voru við
sltt nám hér í Reykjavík, Óskar,
sem kom til ykkar rétt eftir fe'i'111
ingaralduir og dvaldi á heimili ykk
ar á meðan hann var við prent'
nám og þangað til hann gifti siS
og stofinaði heimili sjálfur.
Og hjá ykkur var hans annað
heimili hér syðra á meðan hann
llfði. Hann var aðeins 26 ára Peý
air hann drukknaði og lét eftir sig
konu og tvær dætur.
Við þökkum ykkur einnig fyri*
umönnun hinna drengjanna sein
einnlg dvöldu hjá ykkur legri eða
skemmri tíma við nám og störf a
meðan þess þurfti við. Blessuð
sé minning ykkar og þökk fyr^
allt og allt.
Anna G. Bjarnadótir.
t
18
ISLENDINGAÞÆTTIR