Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 04.03.1970, Qupperneq 3

Íslendingaþættir Tímans - 04.03.1970, Qupperneq 3
MINNING KJARTAN ÓLAFSSON KENNARI Hinn 13. des. sl. lézt í Hafnar- firði Vestmannaeyingurinn Kjart- ®n Ólafsson, kennari. Hlýða þykir, ®ð við, sem lengst störfuð- um með Kjartani, biðjum opin- berar heimildir að geyma fyrir okkur nokkur orð um hann, og leitum við þá til íslendingaþátta T’frnans. Árið 1897 hófu búskap á Torfa- st'öðum í Fljótshlíð Ólafur Sigurðs son og Aðalheiður Jónsdóttir. í>essi duglegu og samhentu hjón áttu rætur að rekja til merkra manna, sem sumir hverjir höfðu á Iiðnum tímum og öldum -skráð nöfn sín skýru letri inn í sögu nierkra byggðarlaga og sögu þjóð- arinnar. Ólafur bóndi Si ;u'ðssou var frá Snotru í Landeyjnm, sonur hinna merku hjóna, Sigurðar bói.da Ólafs sonar og Guðrúnar Þorsteinsdótt- Ur, sem bjugjn um árabil í Múla- koti í Fljótshlíð. Sigurður bóndi ^ar kominn af merkum embættis- öiönnum á Suðurlandi og bænd- Um góðum, svo sem Jóni bónda Arngrímssyni frá Heylæk, sem kominn mun hafa verið í beinan karllegg af séra Gissuri Péturssyni er var prestur að Ofanleiti í Vest- tnannaeyjum 1689—1713 og skráði sóknarlýsingu Vesfmannaeyja hina fyrstu (Ein lítil undervísan um Vestmannaeyja hát.talag). Guðrún húsfrevja á Torfastöð- um gat rakið ættir sinar til séra T'áls skáida Jónssonar prests á Kirkjubæ í Vestmannaeyjum. Hjónin ólaf'Ur Sigurðsson og Aðalheiður Jónsdóttir bjuggu á Torfalæk til ársins 19J5. Það ár Kuttu þau til Vestmannaeyja. Þau eignuðust 14 bön og komust 10 iil fullorðinsára. Meirihiuti þess barnahóps fluttisit með þeim til ®yja og nokkur þeirra hafa ílenzt !>ar. Yngsta barn þessara hjóna var Kjartan Ólafsson, sem hér er Oúnnzt lítillega. Hann fæddist a® Torfastöðum 3. ágúst 1917 og fSLENDINGAÞÆTTIR því tæpra 8 ára, er hann gerð- ist góður þegn Eyjanna. Eftir það mótaði umhverfið hann öðrum þræði. Hann lauk þar barnaskóla- námi og svo gekk hann í Gagn- fræðaskólanm í Vestmannaeyjum. Þar hóf hann nám haustið 1931 og dvaldist þar tvo vetur. Brátt kom þar í Ijós, hversu mikiil náms- maður Kjartan var. Hæstu eink- unnir yfir skólann hlaut hann báða veturna, er hann nam þar. Jafm- framt var hann fyrirmynd annarra nemenda um alla framkomu, hæg- látur, traustur, öruggur. Þegar hér var komið sögu þessa unglings, leyfðu ekki efni foreidr- anna að lengra væri haldið á náms brautinni að sinni. Þá tók Kjartari Ólafsson til við að stunda sjó og vann svo ýmsa verkamannavinnu, er til féll milli sjósóknar. En ávallt bjó með honum þrá til meira náms. Hann vildi verða barnakenn ari. Þessu marki náði hann. Kjart- an Ólafsson lauk kennaraprófi vor ið 1944. Þá stóð honum opin leið til kennarastarfa. Hann réðst kenn ari við Barnaskóla Vestmannaeyja haustið 1954 og var hér kennari í 11 ár. Árið 1946 tók hann jafnframt kennarastarfinu að sér bókarastörf við Sparisjóð Vestmannaeyja síð- ari hluta dagsins. Þar lágu þá leið- ir okkar saman aftur, eftir að hann lauk námi við Gagnfræða- Bkólann. Hvar sem Kjartan Ólafsson lagði hönd á ptóginn, reyndist hann öt- ull og góður starfskraftur. Þánnig reyndisf hann fleiri en þeim, sem þessi orð skrifar. Og þess vegna hlóðust á hann margs kon- ar trúnaðarstörf. Hann var t.d. að- alendurskoðandi tveggja kaupfé- Jaga í Eyjum, Kaupfélags verka- manna og Kaupfélags Vestmanna- eyja. Þá var hann gjaldkeri Stétta- félags barnakennara í Eyjum og krafturinn í framkvæmdum þeirra er þeir byggðu þar kennarabú- 6taðii. Samhliða hinum góðu námsgaf- um og starfshæfni við andleg störf, var Kjartan Ólafsson af- burða dugnaðarmaður við verk- lega vinnu og þá sérstaklega múr- arastörf, sem hann stundaði hjá ýmsurn bæði hér í bæ og í Hafnar- firði, eftir að þau hjón fluttust þangað haustið 1956. Þar gerðist hann barnakennari við Barnaskóla Hafnarfjarðar, sem síðar hlaut nafinið Lækjarskólinn, eftir að Hafnfirðingar eignuðust tvo barna- skóla. I Hafnarfirði endurtók sagan sig. Hafnfirðingar fundu brátt, hversu gáfaður og starfshæfur Kjairtan kennari var og beittu hon- um fyrir ýmsum félags- og menn- ingarmálum. Hann var kjörinn for maður Kennarafélags Hafnarfjarð ar og sat fundi kennarasamtaka landsins fyrir stéttarbræður sfna í Hafnarfirði. Síðustu árin skipaði hann eitt sætið í stjórn Sambands íslenzkra barnakennara. Einn#g var hann fulltrúi á nokkrum þingum Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Mest var þó um vert, hversu góður og gegn kennari Kjartan Ólafsson var, alúðlegur við nem- endur sína, skyldurækinn og lag- inn uppalandi, sem nemendiirnir 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.