Íslendingaþættir Tímans - 12.06.1970, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 12.06.1970, Blaðsíða 2
2 vetur í Reykjavík og á Akureyri við söngnám, því að hugur hans stóð til framhaldsnáms eriencíis í þessari grein. Af því gat þó ekki orðið sökum efnaskorts og voru vonbrigðin sár ungum manni, með alveg óvenjuiega listgáfu á því sviði að dómi óvilhaMra kunnáttu- manna þeirra tíma. Hér varð þvi á rðra lei ö að snúa. Árið 1906 hóf Þorbjörn búfræði- nám við Hólaskóla og lauk því ár- ið eftir. Var nú Ijóst að Þorbjörn var staðráðinn í að gera búskapar- starfið að ævistarfi sínu líkt og forfeður hans höfðu gjört, mam fram af manni. Hann fór i vinnu- mennsku til Brynjólfs Bjarnason- ar bónda í Þverárdal árið 1913. Var Brynjólfur um margt ólikur bændum þeirra tíma, samkvæmis- maður mikill og hneigður fyrir söing. Það mun hafa failið vel á með þeim Þorbirni og mikið sung- ið í Þverárdal þau misserin. Árið eftir staðfestir Þorbjöfn svo ráð silt og gengur að eiga Sigríði Árnadóttur frá Geitaskarði, hina ágætustu konu. Voru þau tfyrsta hjúskaparárið í Þverdal hjá Brynjólfi, en fluttust síðan að Heiði í Gönguskörðum, þar sem Þorbjörn hafði slitið barnsskónum. Þorbjöm var alinn upp við bú- skap og var áhugi föður hans um öll búskaparmál honum í blóð bor- inn og frá því að hann var ungur maður, hafði hann ánægju af að 6já, ' hvernig hið ræktaða land staékkaði jafnt og þétt, út frá bæn- um, en holtin og mýrarsvakkarnir þokuðu undan. Gerðist hann fljótt mjög fram- kvæmdasamur í búskap sínum, enda hamhleypa til ailrar vinnu. Þau hjón bjuggu að Heiði til ársins 1926, er þau fluttust bú- ferlum til Geitaskarðs í Langadal, þar sem tengdafaðir Þorbjörns, Ámi Þorkelsson, hreppstjóri hafði búið rausnar- og myndarbúi um margra áratuga skeið. Að Heiði höfðu ungu hjónin eignazt fimm efnileg börn og eitt bættist í hóp- inn á Geitaskarði. Þorbirni var nukið í mun að viðhalda fornri reisn á einu af mestu höfuðbóium héraðsins og tókst það með ágætum, svo sem alkunnugt er. Hann vann nótt og nýtan dag fyrir velferð heimilis- ins og hafði við hlið sér frábæra dugnaðarkonu, sem var honum stoð og styrkur í öllu, sem varð- aði hag heimilisins. í þann mund, sem Þorbjörn hóf búskap á Geitaskarði, var gert mik ið átak af hálfu ríkisvaldsins til eflingar hvers konar búnaðar- framkvæmdum. MiMu fé var var- ið til að auka ræktun landsins, greiða fyrir samgöngum í sveitum og til að bæta og tryggja búpen- ing landsmanna. Þá var og ötullega unnið að starfrækslu lánastofnana til að sinna lausafjárþörf laadbúnaðar ins m.a. til styrktar nýjum vinnslu- stöðvum hans þar á meðal mijólk- urbúum og frystihúsum og gerðar ráðstafanir til að stórauka notkun tMhúins áburðar og vinnuvéla við ræktun og heyskap. Á öld þessa nýja landnáms á Íslandi ávann Þorbjörn Björnsson sér fljótt orð fyrir óvenjulega ræktarsemi við það ævistarf, se-m hann -hafði un-g- ur helgað krafta sína. Búmanns- starfið var -að hans dómi öðrum starfa fremur, þjóðhags- og mann- bætandi. Við það la-gði hann sig allan f-ram jafnhliða uppeldi barna sinna. Búskaparlag Þorbjöms á Geita- skarði var með þeim hætti, að vakti athygli og eftirtekt manna, og mörgu-m vegfa-rendu-m um Langadal m-un oft hafa orðið star- sýnt á rismiklar og óvenju vel við- haldnar byg-gingar þar á staðnum, sem báru vott um einstaka um- hirðu, snyrtimennsku og fegurðar- skyn. Þar sátu ætíð í fyrirrúmi þær fornu dyggðir s-e-m jafnan hafa ve-rið taldar hi-num-beztu bænd-u til gUdis: . reglusemi, verkhyggja og frábær nýtni. Þorbjörn bar hag íslenzkra-r hændastéttar mjög fyrir brjósti og reýndist öflugur málsvari hennar, þegar hún sætti ómaklegum árás- um, að hans dómi. Hugvek-jur hans í ræðu og riti urðu mörg-um bænd- um hollt veganesti og til uppörv- unar í starfi. Hann talaði enga tæpi- tungu, var hreinn og beinn og öll hræsni va-r honu-m víðs fjarri. Þorbjörn brá búi á Geitaskarði árið 1946, sextugur að aldri. Tóku synir hans þá við jörðinni. Það mun haf-a verið vegna vaxandi h-eUsubrests, áð hann á'kvað að draga sig í hlé -frá störfum. Han-n var oft sárþjáður og mun hið ga-mla m-ein frá æskuárunum aldrei hafa gróið fyllil-e-ga. Kona hans dó fyrir þrem árum og dvöld- ust þau m-eistan hluta elliáranna hjá börnum sínum. Um skeið bjó Þorbjöm á heimili mínu sem tengdasonar og átti ég kost á að kynnast honum allnáið. E-ru mér ailar minni-ngar frá okkar sam- verustundum mjög kærar. Enn eimdi eftir af hinu aðsópsmikla fasi og h-ressandi and-blæ, sem ein- kennt hafði hinn aldna athafna- mann o-g búhöld, þegar hann var setztur á friðarstól. Han-n andaðist í sjúkrahúsi Ska-g firðinga á Sauðárkró'ki 15. maí s.I. og hafði ekið vaigni sí-num heilum heim. Agnar Tryggvason. f Þorbjörn á G'eitaskarðí er fall- inn og var það ekki vonum fyrr. Ha-nn hafði þegair lagt árar í bát, þótt hann hefði tU leiðarlloka furðu næmt eyra fyrir öldugjál-frinu við kinnunga þjóða-rskútunnar. Við, -sem l-angvistum höfu-m róið á sama aldarfari og hann, mætt sömu vetrunum, skyggnzt um af nærstæðum hæðum, hlustað á söimu raddirinar, jafnvel f-undið hin sömu æðaslög samtíðar og um- hverfis, dveljum gjaxnan við minn- ingarnar, þe-gar leiðarskilum er mætt. Þær eru orðnar fuirðumarg- ar og ót-rúlega fjölbreyttar mynd- irnar frá samfundum ok'kar Þor- bjarnar, e-nd-a eru 62 ár síðan fund- u-m okkar bar fyrst saman. Þótt við sæturn ald-rei samtýnis, værum ekki sveitun-gar nema um tveggja ára skeið,' fundir löngum strj álir, ein-kum framan -af árum, tókist svo tU, að þessir fáu fundir okkar urðu mér f-u-rðu minnisstæðir. 1908 man é-g hve hann, full- þroska ung-menni, va-r glæsilegur o-g glaður, þrunginn gneistaudi lífsfjöri og orku, sem við, er skemmra vo-rum komnir, litum öfunda-raugum. É-g man han-n 1909 sláturhús- stjóra á Sauðárkróki, svo snöggan í hreyfin-gum og háttu, að starsýnt varð á. Þar blasti fyrst við mér sá þátturinn í fari hans, er mörgum varð síðar starsýnt á, sem bónda, — hreinlætið, hi-n fágæta hirðu- semi. Þar gek-k hann um í hvitum serk yzturn klæða. Slíkt hafði ekki sézt þar, enda óspart fært til for- di-ldar. M-un þar ekki hafa mátt á milli sjá, hvoru-m var í því efni færðu-r drýgri hlutu-r, verkstjórn sl-áturhúissins eða verzlunarstjó1-- anum, er sláturhúsið rak, Jóni S. Pálmaayni, síðar bónda á Þingeyr- ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.