Íslendingaþættir Tímans - 12.06.1970, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 12.06.1970, Blaðsíða 14
MINNING Hafliði Sigurður Hannesson Hafliði Sigurður Hannessou Sigurður, en það nafm notaði Ihann ætíð, andaðist að heimili sínu í Kefiavík þann 14. marz síðast liðinn og var jarðsunginn frá Kefla- víikurkirkju laugardaginn 21. sama mánaðar. Hanm fæddist að Efiri-Sumarliða bæ í Holtum 11. júní 1898, sonur Hannesar Ma-gnússonar bónda þar og konu hans, Sigríðar Hafliðadótt- ur. Var hann næstelztur sex syst- Ikina, sem á legg komust. Sigurð- ur tók við búsf'jrráðum að föður sínum látnum og bjó þar til ársins 1943, að hann brá búi og hóf 6vínarækt, fyrst í nágrenni Reykja víkur, en síðan i Keflavík í rúm 20 ár. Sigurður Hannesson var um unargt óvenjulegur maður og lítt gefinn fyrir að ganga troðnar slóð- ir. Hann fyrirléit sýndarmennsku og óhreinlyndi umfram alit, koin sjálfur til dyranna, eins og hann var klæddur og ætlaðist tii, að aðrir gerðu slíkt hið sama. Sigurð- ur var þrekmaður mikiil á meðan heilsan entist og hlífði sér hvergi, ekki einu sinni, þegar kraftana tók að þverra. Síðustu æviárin bar hann sjúkdóm þann, sem dró hann til dauða, með fádæma karl- mennsku, þó enguim dyldist, sem til þekkti, að hann var oft á tíðum sárþjáður. En hann mátti ekki til þess hugsa að verða, að þvi hann taldi, öðrnm til byrði. Ifonum lét betur að vera sá er veitti. Það var ætíð hressandi að tala við Sigurð, hann var greindur vel og mótaði með sér sinar ákveðhu skoðanir á þeim málum, sem bar á góma og var gjaman ómyrkur í máli. Ég undraðist oft hina- næmu tilfinningu hans fyrir ls- lenzkri tungu og sárnaði honum oft, þegar hann varð var við óvand- að mál í blöðum og útvarpi. Hestar áttu riikan þátt í ,lífi Sig- urðar og átti hann jafnan fleiri eða færri, allt tii hinztu stundar og mátti ekki til þess hugsa að láta þá síðustu frá sér. Það leyndi sér etkki, að sú vinátta var endurgold- in, þegar þeir fögnuðu húsbónda sínum, er hann vitjaði þeirra. Sem drengur dvaldist ég í nokk- ur sumur í sveit að Sumarliðabæ hjá Sigurði og ömmu minni Þór- kötlu Þorkelsdóttur, sem var ráðs- kona hjá honum í þrjátiu ár. Tókst strax með okkur mikil vinátta, sem hélzt æ síðan, 'enda voru þessi sumur unaðslegir dagar fyrir lít- inn dre-ng, sem var að uppgötva furðuverk náttúrunnar og þyrsti eftir svari við öllu því ókunna, sem fyrir augu og eyru bar. Sigurði virtist falla þetta hlutverk læriföð- urins vel í geð og gerði sér far um að leyfa mér að fylgja sér sem oftast, er hann -sinnti störfum sín- um og greiddi úr öllum spurn- ingunum á sinn rólega og hlýlega hátt. Hann var óþreytandi við að Guðjón Guðjón á Pósthúsinu er dáinn. Hann lézt á Borgarsjúkrahúsinu j Reykjavík 11. þ.m.. Þó að það sé óhjákvæmilegt lögmál, að allt, sern lifir, verði að deyja bregður manni þó ónotalega við, þegar samferða- mennirnir kveðja, ekki sízt, þegar maður hefur nýlega hitt þá glaða og reifa í fullu fjöri. Það hefur myndazt tóm, sem ekki verður fylit. Maður lítur til baka yfir far- inn veg og rifjar upp minningar um liðnar góðar stundir. Hrekkur stöku sinnum við, þega-r maður man eftir einhverju, sem láðist að gera, greiða, sem gleymzt hafði að þakka, hlýju sem láðst hafði að endurgjalda í önn líðandi stundar. Allt í einu er þetta orðið um sein- an. Það verður ekki gert á morgun brýna fyrir mér virðingu fyrir náttúrunni og öllu lífi, sérstaklega ba-r hann um-hyggjiu í brjósti fyrir því, sem var veikburða oig minni máttair. Mörg minnis-stæð atvik renn-a upp í huga minn þessa dag ana, frá samverustundunum með Sigurði á Sumariiðabæ, og öll eiga þau það samei-ginlegt, að þar hvil- ir enginn skuggi á. Fyrir þessar ógleymanlegu stundir fyrir a-ustan, svo og fyrir margt annað vinarbragð, se-m hann sýndi mér síðar, þakka ég honum af alh-u-g. Ég verð forsjóninni ævin- lega þakklátur fyrir að láta mig verða á vegi þessa drenglundaða heiðurs-manns. Blessuð sé minning hans. Eiríksson eða hinn daginn. Aldrei. Guðjón Eirí-ksson fæddist að Gýgj-arhól í Biskupstungu-m 29. júlí 1889. Foreldrar hans- voru Ei- ríkur, áður bóndi í Halakoti í Bisk- upstungum, Jónsso-nar bónda á Set bergi við Hafnarfjörð, Guðmunds- sonar, og kona hans, Kristín Guð- mundsdóttir bónda í Kjarnholtum í Biskupstungum, Diðriksso-nar. Guðjón átti heima á Gýgjarhóli til 9 ára aldurs, en fó-r þá í fóstur til Egils á Kjóastöðum í Biskupstung- um. Þar átti hann heima til 18 ára aldurs. Þá fluttist hann til Reykjavíkur og var þar í tvö ár. Haustið 1909 fór hann á Alþýðu- skólann á Hvít-árbakka í Borgar- firði og var þar rnæstu tvo vetur, en síðan «inn vetur á Hvanneyri 14 ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.