Íslendingaþættir Tímans - 12.06.1970, Blaðsíða 31

Íslendingaþættir Tímans - 12.06.1970, Blaðsíða 31
MINNING BJARNI JÓNSSON F. 5.10.1882 D. 22.12.1940 Bjarni Jónsson fæddist að Núpi á Berufjarðarströnd 5.10. 1882. Foreldrar hans voru hjónin, Rebekka Þórarinsdóttir, bónda að Núpi, Oig Jón Bjarnason, bónda á sama bæ. Á Núpi var þá þríbýli, auk njá- lendunnar Núpshjáleigu . Núps- bændur sóttu sjóinn hvenær sem sjóveður var, enda stutt á fiskimið in. Snögglega gat brimað, svo 6- lendandi var í Núpsfjöru, en-þá var lent í Rrosstanga, innar við fjörðinn, en þar var þrautalend- ing þeirra Núpverja. Ejarni Jónsson fór að vinna strax og verða mátti. Leitaði hug- ur hans út á sjóinn, enda var Bjarni alinn upp við sjávarsíðuna og .áttí til sjósóknarmanna að telja. Bjarni Jónsson útskrifaðist frá Sjómannaskóla Íslands 14. april 1908 með fiskimannaprófi. Hann mátti því vera skipstjóri á fiski- skipi, af hvaða stærð sem var. Bjairni varð þekktur sem mjðg góður stærðfræðingur og þótti góð Ur kennari. Kenndi stundum sjó- mannafræði á námskeiðum á Aust- urlandi (Eskifirði). Funnig kenndi hann einstakling- uni sjómannafræði í heimahúsum, þá búsettur í Reykjavik. Minnis- stæð er þeim, sem þetta ritar, orð- ln hans Ásgeirs Jónassonar, skip- stjóra, er hann sagði: „Bjami Jóns son var ágætur stærðfræðikenu- ,ari Hann átti ekki minnstan þátt- inn i þvi að þræla mér í gegn um ^iómannaskólann“. Bjarni var enginn meðalmaður. Hann var maður lágur vexti, on ^ójög knár talinn. Góðleik Bjarna prúðmennsku var við brugðið öllum þeim, er honum kynnt- Ust Sumum þótti hann um of umburðarlyndur við þá menn, sem ÍSLENDINGAÞÆTTIR hann átti að stjórna. En þetta kom ekki að sök. Bjarna Jónsson virtu allir og engum datt í hug, af þeim sem hann átti yfir að ráða, að óhlýðn- ast fyrirskipunum hans. Bjarni sótti marga fiskibáta til útlanda fyrir ýmsa útgerðarmenn, hér á landi og sigldi þeim far- kostum heim til íslands. Fá eru minningarorðin um þenn an mæta rnann. Bezt fer á því að enda þessi orð með tilvitnun í hávamál. „Deyr fé, — deyja frændr, — deyr sálfr it sama, — en orðstírr deyr aldregi — hveim er sér góðan getur“. t f fátækt borinn forðum varstu, fátækur, til hinztu stundar. Dulinn sjóð í brjósti barstu bróðir kær, — slíkt hugur grundar. Þegar augum aftur rennir, yfir helztu gengin sporin. Fangamarkið kært þitt brenni, kærleikann, — sem Ijós á vorin. Ungur fórstu út á sæinn ótrauður, til náms og fanga. Kastaðir engu, kæri, á glæinn, kunnur varstu að því, að langa tn þess vígs, — að verða maður, virtur bæði að hug og dáðum. í hjarta varstu og huga glaður, hélzt þitt strik, að hollum ráðum. Neyttir aidrei eiturveiga ævilangt, í timans rúmi. Viljasterkur, varst að eiga viðnámsþrótt, í næturhúmi, er féJagarnir færðu að vörum fiknilyfið, dropatæra. Gekkst hjá voðans verstu kjörum. Vildir ekki þetta læra. Þegar æstar öldur byltust yfir skipið, stafna á milli, kjarkmennirnir fráleik fylltust, fyllstu gætni, þori og snilli. Þar fórst þú, í flokki ýta furðusnjall, — oft lagðir ráðin. Á manndóm þann, er ljúft að * Mta er loks þín birt er hetjudáðin. Þig mú kveð með kærum huga kæri bróðir — laus við trega. Minningin þín mun nú duga, mig hún gleður, — ævinlega. Flyt þér kveðjur, kærra barna. Kærar þakkir skaltu hljóta. Allt hið góða er víst til varna viðjarnar mun sundur brjóta. Guði föður, falinn ertu, framtíðai í háum sölum. Hamingjunnar sonur sértu, söknum þín, í jarðardölum. Drottins máttur ljúft þig leiki lifs um sviðin, hinum megin. Okkar einnig götu greiði er göngum seinna sama veginn. Þórarinn. 3!

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.