Íslendingaþættir Tímans - 12.06.1970, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 12.06.1970, Blaðsíða 15
Og varð búfræðingur þaðan 1912. Arið 1913 fór hann til Danmerkur og dvaldist þar til ársins 1919. Veturinn 1914—1915 var hann á lýðháskólanum í Askov og vorið 1916 var hann á kennaranámskeiði við sama skóla. Annars mun Guð- jón einkum hafa stundað landbún- aðarstörf á Danmerkurárum sín um. Eftir að hann kom aftur heim til fslands var hann um skeið i þjónustu Búnaðarfélags íslands, en síðan var hann ikennari við Hvítár- bakkaskólann 1920—1927. Á sumrin var hann þá í kaupavinnu í Þingnesi í Bæjarsveit, en þar kynntist hann eiginkonu sinni, Mál fríði Einarsdóttur, bónda í Mun- aðaresi, Hjálmarssonar hreppstj. í Þingnesi. Þau giftust 4. maí 1928 og settust að í Reykiavík, þar sem þau hafa átt heima síðan. Sama vor- ið gerðist Guðjón starfsmaður á Pósthúsinu í Reykjavík og við þá stofnun starfaði hann síðan til ævi- loka, lengst af sem húsvörður. Þau Guðjón og Málfríður eignuð- ust einn son, Þorstein. Þorsteinn varð stúdent 1949, en stundaði síð- an nám bæði við háskólann hér og háskólann í Osló. I-Iann er nú bú- settur i Reykjavík, kvæntur Stein gerði Þorsteinsdóttur frá Úlfsstöð- um í Hálsasveit og eiga þau þrjá syni. Guðjón hóf búrékstur í Þingnesi órið 1931 og rak þar bú um ára- tugaskeið. Það mun hafa verið ætl- un hans að snúa sér að búskapn um eingöngu, en atvikin höguðu því þannig, að úr þvi varð aldrei. Stóð Hjálmur Einarsson mágur hans lengst af fyrir búinu. Guð jón hafði alltaf mikið yndi af bú- skap og landbúnaði. Að jafnaði eyddi hann sumarleyfi sínu 1 Þing- nesi og gekk þá að heyskapnum af miklu kappi. Hvergi held ég, að hann hafi kunnað betur við sig en í Þingnesi. Ég hef þekkt Guðjón Eiríksson síðan ég var barn að aldri. Með okkur tókst traust vinátta, sem aldrei bar skugga á. Ég var tíður gestur á heimili hans. einkum á skólaárum mínum, og aldrei leið svo langur tími, að við ekki hitt- umst eða töluðumst við í síma. Á fýrri árum vorum við jafnan sam- tímis í Þingnesi á hverju sumri en síðar fórum við oft saman þang að, m.a. til að veiða silung, en af því hafði Guðjón mikið yndi og stundaði það talsvert með félög- um sínum, einkum hin síðari ár. Mér leið ávallt vel í návist Guð- jóns. Hann var fróður um hin ótrúlegustu efni og kunni þá Ust að segja frá þannig að bæði gagn og ánægja var á að hlýða. Hann hafði líka léttan og skemmtilegan húmor lausan við alla illkvittni. Hann var einhver orðvarasti mað ur, sem ég hef kynnzt og ég man ekki til, að ég heyrði hann tala illa um nokkurn mann. Að sjálf- sögðu var mat hans á mönnum mis jafnt, en félli honum ekki við ein- hvern, ræddi hann ekki um það. Guðjón var maður hógvær og hlé drægur. Hann ruddi sér ekki til rúms, en hann skipaði sinn sess betur mörgum þeim, sem meira láta á'sér bera. Hann var sam- Ragnheiður Magnúsdóttir fædd- ist að Eyjólfsstöðnm í Fossárdal, 25.5. 1889, d. 17.2. 1970. Ragnheiður dvaldist bernsku- og æskuárin heima í Fossárdal og var bundin þeim stað sterkum átt- hagaböndum ævilangt. Ragnheiður var þróttmikil kona, trygglynd, stefnuföst og hélt með rökum á sínum málum. Hún fékk undir- búningsmenntun undir fermingu, eins og þá tíðkaðist á þeim árum. Námshæfni Ragnheiðar veitti prest- ur sá athygli, sem kenndi henni tilskilin fræði, fyrir fermingu. Að hans ráði nam Ragnheiður meira í bóklegum fræðum eftir ferming- una, hjá þessum sama presti. Hvatti prestur foreldra Ragnheið- ar að styðja hana til auikins náms, en til þess skorti þau efni. Börn- in mörg, og í þá daga var talið, að bókvitið væri ekki í askana lát- ið. Ragnheiður giftist Bjarna Jóns- syni frá Núpi á Berufjarðarströnd. Þeim varð átta barna auðið, sem vizkusamur svo af bar, skylduraáí*. inn og nákvæmur í starfi. Guðjón var frjálslyndur og víðsýnn í skoð unum, hleypidómalaus og heii- steyptur, enda var hann bráðvel gefinn og víðlesinn. Ég hitti hann tveimur dögum áður en hann dó og eftir að við höfðum spjalláð saman stundarkorn, kvöddumst við. Hann var glaður í bragði og ég var eins og vant var léttari í lund, er ég gekk af fundi hans. Þannig vil ég geyma síðustu minn- inguna um hann. Að lokum sendi ég eiginkonu hans, syni, tengdadóttur, sonarson- um, systur hans og öðrum vanda- mönnum innilegar samúðarkveðj öll urðu nýtir borgarar þjóðfé- lagsins. Sjö barna þeirra Bjarna og Ragnheiðar eru enn á lífi og eiga margt afkomenda. Eina dóttur sína misstu þau Bjarni og Ragn- heiður, í blóma lífsins, 22 ára að aldri, hún var trúlofuð og lét eftir sig eitt barn. Alla ævi áttu þau Bjarni og Ragnheiður við þröng kjör að búa, efnalega. En þrátt fyrir fátækt og erfiðleika þar að lútandi, héldu þau hjón reisn sinni og glaðlyndi. Öllum, sem þeim kynntust, fóru orð á þessa leið: Þeim var báðum kært að kynnast, kunn að mildi og hollum ráðum. Þeirra jafnan munum minnast - mannúðar, og þakka báðum. Þar eð Bjarna Jónssonar verður getið nánar á öðrum stað, hér í þáttunum, þá lýk ég þætti Ragn- heiðar Magnúsdótbur Þórarinn Jónsson. ur. Björn Sveinbjörnsson. RAGNHEIDUR MAGNÚSDÓTTIR FOSSÁRDAL ÍSLENDINGAÞÆTTIR 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.