Íslendingaþættir Tímans - 12.06.1970, Blaðsíða 19

Íslendingaþættir Tímans - 12.06.1970, Blaðsíða 19
annast uppfræðslu mína. Ég var svo kyrr á Hvanneyri allt til vors- ins 1915. Það átti ég frú Svövu fyrst og fremst að þakka og það tel ég mér mifcla gætu að hafa alizt upp hjá þeim Hvanneyrar hjónum þessi ár og íyrir það færi óg nú frú Svövu þakklæti mitt þó fyrr hefði mátt vera. Hvanneyri var á þessum árum að verða eitt mesta stórbýli á ís- landi. Halldór Vilhjálmsson skóla stjóri var mikill stjómari og sfcap- ríkur dugnaðarmaður slíkur, að vandfundinn mún jafningi hans. Hann gerði Hvanneyrarskólann að fyrirmyndar skóla og Hvanneyú að mesta stórbýli á íslandi á lians dögum. Þar var hinn nýi timi að brjóta af sér gamla fjötra og fram- tíðin að mótast. Þar var því sjald an lognmolla í hugsunarhætti eða athöfn, heldur stormur, líf og starf. Á slíkum stöðum þar sem heimilisfólfc var alltaf, bæði vetur og sumar, um og yfir 60 manns þarf oft að stjórna með sterkri hendi, ef allt á að haldast í bönd um. Og þá sterku hönd átti skóla stjórinn á Hvanneyri. En þar þarf hka ærið oít á mýkt og lagni að haida til þess að stnndum fari ekki illa ef árekstrar verða. Sá þáttur vandaroálanna var á Hvanneyri oft ast leystur fyrir atbeina eða með aðstoð skólastjórafrúarinnar, sem sá þar oftast betur en aðrir hvaða lausn átti bezt við hverju sinnj og hvernig bezt var að framkvæma hana. I-Iér eru engin töfc á að lýsa hinu stóra Hvanneyrarheimili eins og það var á árunum sein 6g þekkti það bezt. Á vetrum uar það skólalífið sem setti svip sinn á staðinn, en á sumrum hið mikla starf við búskapinn á þessu mifcla stórbýli. Auk skólasveina óg vist- ráðinna h.júa var þar oftast nær á hverju sumri hópur ungmenna á Hvanneyri, sem settu nokkurn svip á staðinn. Það voru unglingar á aldrinum 16 til 20 ára, sem kom ið var þangað til „forfrömunar“, ef svo rnætti segja, hjá þeim skóla- stjórahjónum. Stúlfcurnar voru sendar til frú Svövu til náms og heimilisverka því myndarbragur Hyamneyrarheimilisins var e igi ^inni innanstokks en utan, en Piltarnir til að temjast undir hand arjaðri Halldórs skólastjóra með- a þeir voru enn nokkuð óstýriiát hessi ungmenni voru glaðvær tápmikil flest og þeirra var ÍSLENDINGAÞÆTTIR saknað er þau hurfu á haustin. Frú Svövu gekk með ágætum að halda hjú og var því viðbrugðið hve lengi sömu hjúin voru á vist á Hvanneyri svo og tryggð þeirra við Hvanneyrarheimilið og hús bændurna þar. Það var enginn leikur að stjórna hinu stóra Hvanneyrar- heimili á þessum árum, því jafn framt því, sem stefnt var að stækk un búsins, meiri framleiðslu og aukinni ræktun lands var einnig hugsað um framleiðsluvörur bús ins væru sem beztar og iands- kunnar urðu á þeim tíma Hvann eyrarrjóminn og Hvanneyrarskyr ið hvort tveggja var gæðavara sér staklega eftirsótt í Reykjavík. Hvern virkan dag var unnið vetur og sumar frá því snemma á morgn ana og fram á kvöld. Þar unnu allir, og þurfti því að fylgjast vel með ef vel átti að fara og árekstra laust að ganga. Átti þetta við jafnt innan húss sem utan. Hugsa þurfti um þjónustubrögð karlmannanna og skipta þeim verkum milli margra’ stúlkna. Öllu þessu marg- þætta starfi innan húss stjórnaði frú Svava og fórst það prýðilega úr hendi. Hún naut þar að sjálf sögðu aðstoðar ýrnissa ágætra kvenna svo sem ráðskonunnar, Þorbjargar Bjarnadóttur, og rjómabústýrunnar, Kristjönu Jón- atansdóttur, svo aðeins tvær séu nefndar, en það breytti engu um, að yfirstjórn öll og lokaábyrgð hvíldi á herðum frú Sv.övu auk uppeldis og uppfræðslu barnanna, sem að mestu hvíldi einnig á henn ar herðum. í lífi allra skiptast á skin og skúrir og svo var það einnig í lífi frú Svövu á Hvanneyri. Tveim ár- um eftir að hún kom að Hvanneyri missti hún móður sina og þrem árum síðar 1916 Björn bróður sinn og Þórhall biskup föður sinn, báða sama árið. Henni var þessi ástvinamissir þungbær. Og þegar næsta ár varð sá atburður á Hvann eyri, sem mikil óhamingja fylgdi á ýmsan hátt og mikil spor skildi eftir í lífi frú Svövu. Það var brun inn mikli, 30. október 1917 þegar íbúðarhúsið, sem. var síórt timbur- hús, brann til grunna á einni klukkustund um hánótt. Skólastjórahjónin voru strax vakin þegar eldsins varð vart og fór Halldór skólastjóri þegar nið ur í kjallara, þar sem eldurinn kom upp, til að reyna að ráða niðurlögum hans, en frú Svava braut gluggana á íbúð þeirra hjóna og hóf þar björgunarstarf. Fyrst bjargaði hún út og kom á öruggan stað þremur ungum dætr- um þeirra hjóna en síðan klæddist hún karlmannsfötum og stjórn aði björgunarstarfinu á íbúðarhæð skólastjórahjónanna og tókst að bjarga mestu þaðan. Var frarn ganga .og hugrekki skólastjóra- frúarinnar mjög rómað við þessa atburði alla. Veturinn eftir, þegar heimilis fólk allt, kennarar og skólapitar urðu að búa saman í skólahúsinu, kom Spánska veikin að Hvanneyri og jók það enn á þann vanda, sem fyrir var. Allt þetta reyndi mjög á heiisu frú Svövu. Og enn kom það til, að fyrri heimstyrjöldin hafði fært með sér þvingun O'g þvingunarráðstafanir á öllum svið- um, sem fólk átti erfitt með að sætta sig við. Hún var ekki neinn sældartími fyrir þjóðina, eins og síðari heimstyrjöldin reyndist. Þá varð að skera allt við neglur sér, skólahald varð að tamarka, skól ar voru lagðir niður, jafnvel árum saman, og fólk lifði við skorinn skammt. Loks kom svo heims- kreppan, sem orsakaði hér slíkt verðhrun á framleiðsluvörum þjóðarinnar að óþekkt var áður, og þar með stórfelld töp bæði í landbúnaði og sjávarútvegi. Fékk Hvanneyrarbúið, sem þau hjónin ráku fyrir eigin reikning, einnig að kenna á þeim örðugleikum svo um munaði. Af slíkum yúri aðstæðum leiðir jafnan ýmiss konar innri spenna og harm í lífi þeirra sem eru við kvæmir í lund og þrá andlegt frelsi og frið í sál sína. Árið 1933 fór frú Svava til Dan- merkur til að leita sér lapkninga og það sama ár skildu þau Hvatm eyrarhjónin. Þremur árum síðar dó Halldór Vilhjálmsson. Frú Svava hefur síðan dvalið í Reyfcja- vík og búið ýmist ein eða hjá börn um sínum og nú býr hún hjá elztu dóttur sinni, Valgerði, ekkju Run ólfs Sveinssonar sandgræðslu- stjóra. Þau Hvanneyrarhjón eignuðust fimm mannvænleg börn sem öll Iifa nema ein dóttir, Sigríður, sem dó 1956. Eins og fyrr er drepið á hafði frú Svava snemma lært listmá'n ingu og stundaði hana nokkuð á Hvamneyri og gerði margar fallrc- 19

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.