Íslendingaþættir Tímans - 12.06.1970, Blaðsíða 30

Íslendingaþættir Tímans - 12.06.1970, Blaðsíða 30
MINNING Kjartan Hólm Guðmundsson frá Tjarnarkoti Kjartan frá Tjarnarkoti andað- lst síðla marzmánaðar og hafði þá búið við vaoiheilsu um allmórg ár. Kj-artan fæddist að Neðra-Núpi í Núpsdai í Vestur-Húnavatnssýslu, þann 19. október 1906, sonur hjón- anna Kristveigar Sigvaldadóttur og Guðmundar Guðmundssonar sem þar bjuggu. Þegar Kjartan var enn barn að aldri fiuttust þau að Litlu-Tungu í sömu sveit, þar sem foreldrar hans bjuggu um nokkurt skeið. En árið 1924 flutt- ust þau að Tjarnarkoti 1 Miðfirði og við þann bæ var Kjartan síðan kenndur. Litlu eftir að Kjartan kom að Tjarnarkoti, fór hann á bænda- skólann á Hvanneyri og útskrifað- ist þaðan árið 1927 með mjög góðri einkunn. Sumarið 1928 andaðist Guð- mundur faðir hans, og tók hann þá við búsforráðum og bjó með móður sinni og systur til ársins 1945, en þá brá hann búi og flutt- ist til Hafnarfjarðar, þar sem har.n stundaði verzlunarstörf um nokk- ur ár. Fluttist hann þá til Reykja- víkur og vann fyrst hjá Aðalverk- tökum og síðan hjá Stálumbúðum, þar sem hann lézt við vinnu sína. Skömmu eftir að Kjartan kom trygga vinar, er aldrei veik frá hen-ni og taldi það sína mestu -gæfu 'o-g gl-eði í lífinu að vaka yfir he-nni og vera henni nálægur. f síðustu bréfum sínum heim bar hann enga áhyggju út af dauðan- um, sem han-n vissi að var á næsta leyti, heldur því einu, ef hann yrði að fara á undan henni yfir í ókunna landið. Tilfinningum sín- um lýsir hann fallega i einka” lát- lausri vísu, er han-n orti eitt sinn til konu sinnar: Þó u-mhverfið sé orðið breytt ég mun bráðum ná mér, og mig bugar aldrei neitt ef að þú ert hjá mér. Benjamín Kristjánsson. til Reykj-avíkur, kvæntist hann Ólöfu Bjarnadóttur, en leiðir þeirra lágu ekki saman nema skamman t-íma. Árið 1958 vei-ktist hann og var löngum vanheill eftir það, og hef- ur sá sjúkdómur nú dregið hann til dauða. Og nú, þega-r Kjartan frá Tarnarkoti er horfinn yfir móðuna miklu, vill sá, er þessar línur ritar, min-nast hans með n-okkrum fátækle-gum orðum. Ævl Kjartans var ekki með stór- tíðin-d-um, f-remur en mia-rgra al- þýðumanna, sem lifa lífi sínu í kyrrþey, en skilja eftir hjá okkur samferðamön-nunum kærar minn- ínga-r urn góðan dreng. Og mínar minningar um Kjartan eru marg- ar og allar góða-r. Við vorum ná- grannar meðan hann bjó í Tjarnar- koti og áttum þá margt saman að sælda. Ég minnist -glög-gt, þegar Kjart an kom gangandi ofan frá Tjarnar- koti, og við héldu-m saman á fu-ndi hjá ungimennafélaginu i litla þing- húsinu á Melstað og síðar sam- komuhúsinu I Ásby-rgi, se-m nú er orðið að glæsilegu félagsheimili. Þá var oft glatt á hjalla og hu-g- urinn k-átur og endurminningin veitir enn gl-eði. Fraimtíðardraum arnir voru bjartir, en Kjartan var mikill bjartsýnis-maður og átti gnægð hugmynda. Þá voru tím- arnir aðrir en nú og flestir urðu að láta sér nægj-a draumana eina, og það urðum við Kjartan líka að gera að mestu leyti. En þótt skuggi kreppuáranna hvíldi yfir á þeim tíma, bjó Kjartan snoturlegu búi með syst- ur sinni, Margréti og móður, sem þa-u önnuðust af mikilli alúð og u-mhyggju hin síðari ár, þótt va-n- heilsa hennar væri þeim vissulega oft erfið. Og alltaf var hann jafn skemmtilegur heim að sækja og létt lund hans brást aldrei. Væru allir eins og hann, einlægir og góðir. Sviði minna særðan mann, sæt-u færri hljóðir. Kjartan var -m-jög vel látinn með- al sveitunga sinna og tók drjúgan þátt í allri félagsstarfsemi. Áður er getið um ferðir á ungmennafélags- fundi, en ungmennafélagið Grett- ir átti -mikil ítö-k í hug ha-ns, og vann hann því félagi mikið. Þó beindist áhugi hans hvað mest að leikstarfse-minni og þótti en-g-u 1-eikriti vel bor-gið -n-ema Kjart an væri meðal leikenda. Þá tók Kjartan þátt í ýmsum fleiri störfum fyrir sveit sína. Átti m.a. sæti í skatt-anefnd og var full- trúi á aðalfundum Ka-upfélags V- Húnvetninga. Hann var gáfumað u-r og þótti alls staðar tillögugóð- ur. Hér i Reykj-avík lágu leiðir okk- ar aftur sama-n um nokkur ár, og drufckuœ við ma-rgan kaffibollann sa-man. Þá leitaði hugurinn iafnan norð-ur í sveitin-a okkar kæru og vöktu minni-ngar um bjartar og góða-r samve-rustundir. Enn sem fyrr var Kjartan sa-mi -góði félag- inn, ljúfur og hægur, og kallaði með glaðlyndi sínu fram margt brosið. Gat han-n þó beitt alvör- unni þegar við átti. Þannig leita minningarnar fram 1 hugann, nú þegar Kjartan frá Tjarnarkoti-er allur. Mí-r 'ugar frá því, er leiðir okkar lágu fyrst saman norður í Miðfirði unz þær skildu á kaffihúsi í Reykjavík. Grunaði mig þá sízt að sá fundur yrði okkar síðasti, e-nda duldi Kjart an lasleika sinn mjög vel. En vin- átta Kjart-ans verðu-r einn af gi-m- steinum mínum, og þó að hann hafi nú flutzt búferlum, munu leið'r liggja saman á ný. Kjartan minn: Þér ljómi handa-n hæða, -heilög páska-sól. Þökk fyrir allt. Björa G. Bergmann. 30 (SLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.