Íslendingaþættir Tímans - 12.06.1970, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 12.06.1970, Blaðsíða 3
um. Þetta var uppreisn gegn venju og háttum, sem mætti þar andúð og var jafnvel skopskyni að skot- spæni. En þetta átti líka sína fylgismenn, jafnvel aðdáendur. Faðir minn sagði í nokkrum hópi manna þetta haust: „Ef Þorbjörn verður eins þrifinn bóndi, eins og hann hélt öllu hreinu I sláturhús- inu, verður vel um hann sem slík- an“. Þessi orð flugu mér oft í hug, er ég átti leið um Langadal. Ég man Þorbjörn árin 1913 og 1914, sem sveitunga minn og þá sem söngvarann og söngstjórann, •— frá augum okkar hinna yngri áhyggjulítið barn gleðinnar og þó herra hennar og vaskleikamann- inn.Hann var fyrsti einsöngvarinn, sem ég hlustaði á, og þá við undir leik Brynjólfs 1 Þverárdal, er var hvort tveggja söngvinri og söng- glaður, sem fyrst var húsbóndi hans og síðar landsdrottinn. Ég man enn fyrsta lagið, sem ég heyrði hann syngja Það var iag Árna Thorsteinssonar við ljóð Steingríms: „Sólskinsskúra breið- ist blæja“. Ómar enn fyrir eyrum mér rödd Þorbjörns í það skipti. Mér er hann og litlu fjarstæðari hið sama kvöld, er hann las fyrir okkur sögu Einars H. Kvarans: „Skilnaður“, Mér er það minnis- stæðasti sögulesturinn. í fcæði skintin. stendur hrifnæmi unglings ára að baki þessara minninga ng varpar á þær sínum ljóma og á sérstæðan hátt, því: Endurminningin merlar æ í mánasilfri livað, sem var. Yfir hið liðua bregður blæ blikar.di fjarlægðar. Gr. Tri. Og mér er enn í minni svolítiil snáði, sem dvaldi með Þorbirni í Þverárdal og elti hann jafnvel nl húsa til að hjala við, „Hobbödd minn“. Þessi mynd fylgdi honnm alla ævi, jafnvel svo fast, að kenn- ari, sem mætti honum áttræðum á morgnngöngu, sólbjartan vor- dag, sagði mér þessa sögu: Kcnn- arinn var að sýna börnunum vor- merkin — vaknað líf. Þorbjörn slóst í förina. Kennarinn át.taði sig ekki á, hvað var að gerast, fyrr en Þorbjörn var búinn að taka af honum öll börnin. Kennarinn var orðinn áhorfandi. Undi þó hlut sínum hið bezta. Þetta vaid Þorbjörns yfir ung- mennum átti engar rætur í því að hann væri bljúggeðja. Hann var geðríkur og kappgjarn, flestum ógjarnari að láta sinn hlut, ráðinn 1 að halda því fastar, sem meiri styrkur var á móti. Hann átti i því efni ríkulegar andstæður: Hið þroskaða barn en milt og broshýrt, sem dró hið ómáttka að því skjóli, sem þroskaður styrkur skapar því, og víkinginn í bóndanum, harð- snúinn í sókn og vörn í baráttunni um það að vera eða vera ekki, til- veran vígvöllur þar, sem hverjum manni er ekki aðeins frjálst held- ur og skylt að berjast til sigurs við vályndi og andstæður íslenzkra veðra, þar sem ráðsnilld hans. hug- rekki og framsýni eru í rauninni æðsti dómstóllinn í málinu. Enn man ég bóndann á Heiði. Þó ég ætti þess fárra kosta völ að sækja þau hjón lieim þar, barst mér til eyrna í orðspori mynd at- orkumannsins. sem þrátt fyrir frumbýli á harðbýlu, en kostaríku og farsælu heiðabýli, vann sigra sína í baráttunni við umhverfi og illvígt árferði, og átti þó ærið þor og dug til að svala þrá sinni við „mátt söngs og Mjóma“. Þó ég ætti fárra kosta völ að sækja þau hjón heim þar á Heiði, auðnaðist mér þeim mun oftar að sækja hann og söngfélagá hans i Bænda kór Skagfirðinga heim, þegar þeir buðu söng sinn. Hér skal sá söngur efcki metinn, og mundi hann þó, ef allt er metið að fulium verð- leikum, þola ótrúlega strangan dóm, enda um að ræða fágætt mannval í hverju rúmi. Hitt duld- ist engurn, sem til þekkti, að þar var unnið frábært starf í leit að þeirri göfugu gleði, sem Þorbjörn tignaði og lýsti svo vel, þótt síðar væri. í þeirri 1-eit speglaðist atorka o.g fórnfýsi þeirra félaga, iafnhliða lotningu þeirra fyrir þeirri list. er þeir þjónuðu og dáðu. Þetta var fyrsti karlakór Skagfirðinga. Fyrstu sporin eru fræg af þvi, hve þung þau eru, epda bera flest- ar aldir virðingu fyrir áræðinu, hreystinni, hugrekkinu, staðfest- unni. Það eru þeir eiginleikar. sem ryðja brautina. skapa sigurinn. Loks er það bóndinn á Geita- skarði. Ég freistaði þess að bregða upp mynd af heimili beirra hjóna þar, að Þorbirni áttræðum, og skal ekki endurtaka það nú. Sat ég nokkra fundi með honum. Hann skar sig úr þar með sinn sérstæða svip, kappsfullur og fylginn sér, þegar því var að skipta, málhasur og myndauðugur í ræðustól, bein- skeyttur, jafnvel óvæginn, þegar i köpp sló. En mér virtist hann þé sáttfús, þótt á milli bæri. Drengi- lega sókn og vörn taldi hann hverjum manni tii aðalsmerkja. Við hann átti flestum betur lýsing Gríms Thomsens á Konráði Gisla- syni: Hans brann glaðast innra eldur hið ytra virtist sumum kalt. Við alla var hann fjöl ei felldur fann ei skyldu sína heldur, að heiðra sama og aðrir allt. En hann heiðraði það líka með heitara geði, sem hann taldi að heiðra bæri, en flestir aðrir, sem mér hafa mætt. Guðmundur Jósafatsson frá Brandsstöðum. t Til moldar var borinn Þorbjörn Björnsson frá Geitaskarði. Hann var lagður til hinztu hvíldar við rætur Tindastóls í Skagafirði, en í skjóli hans var hann borinn og barnfæddur. Bernsku- og æskuár sín lifði Þorbjörn að Veðramóti og Heiði í Gönguskörðum. Þorbjörn var þvi ósvikinn sonur íslenzkrar fjallabyggðar, og alla ævi var hann verðugur fulltrúi þeirrar bænda- stéttar, sem um aldir hefur erjað þetta land. Það var hinn rammi safi íslenzkrar bændamenningar, sem gæddi hann þeirri andlegu reisn, sem mörgum mun minnis- stæð. Sem fulltíða maður og fjöl- skyldufaðir fluttist Þorbjörn að Geitaskarði í Langadal, sem hann kenndi sig við jafnan síðan. Á Geitaskarði vann hann sitt ævi- starf. Um búskap hans þar og bún- aðarhætti munu sflaust aðrir fjalla, sem betur þekkja til. En það er mál manna, að fáar jarðir á íslandi hafi verið setnar af meiri rausn og skörungsskap en Geita- skarð var um hans daga. Sjálf kynntist ég ekki Þorbirni fyrr en hann var nokkuð við ald- ur og hafði manndómsár að baki. En á öllurn æviskeiðum Þorbjarn- ar var það Ijóst, að hann var um margí óvenjulegur maður. Mörg- um þótti hann harðdrægur nokk- uð og óbilgjarn, en víst er um það' að mestar kröfur gerði hann jafnan til sjálfs sin. Hann hiigsaði hátt og sigldi djarft, og i hina tryggu höfn meðailmeinnskunnar (SLENDINGAÞÆTTIR 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.