Íslendingaþættir Tímans - 12.06.1970, Blaðsíða 22

Íslendingaþættir Tímans - 12.06.1970, Blaðsíða 22
75 ARA: Þorbjörg S- Jónsdóttir Snemma í hinum mikla harðinda kafla, ®em gekk yfir landið tvo síð- ustu áratugi nítjándualdar, fluttu í Papey unig skaftfellsk hjón, Sig- ríður Gróa Sveinsdóttir og Jón Jónsson. Foreldrar Sigríðar voru Sveinn Mikael Sveinsson, bróðir Oddnýjar í Breiðabólstaðagerði í Suðursveit og kona hans, Sigríð- ur Steingrímsdóttir, systir Jóns manns Oddnýjar. Foreldrar Jóns í Papey voru Ingibjörg Sigurðar- dóttir frá Holti í Álftaveri Jóns- sonar og Jón í Efri-Ey í Meðal landi Jónssonar frá Heiðargerði á Síðu, Jónssonar. í Papey tók Jón við ráðs- mannsstarfi á búi Lárusar Guð- jónssonar stórbónda þar. Lárus var mjög í ferðalögum á „meginland- inu“ svo forsjá búsins hvíldi mik- ið á ráðsmanni. Auk þess gerði Jón ýmsar veðurathuganir og hita- mælingar i sjó um árabil. Þau hjónin Sigríður og Jón eign uðust 5 börn í Papey, 3 drengi og 2 stúlkur. Þrjú elztu börnin, 2 drengir og 1 stúl'ka dóu öll á unga aldri vegna þess að ekki var fært tU lands eftir læknishjálp. Tvö yngstu lifðu: Lárus Krist- björn f. 31.5. 1892, d. 29.3. 1933, og Þorbiörg Sigríður f. 30.4. 1895. Árið 1898 fluttu Jón og Sigríður úr Papev að Merki í Hálsbinghá. Jón var þá þrotinn að heilsu og lézt tveim árum síðar á sjúk'-ahúsi í Reykjavík. Lárus sonur þeirra var þá kominn i fóstur til frænda stns Sveins Jónssonar frá Breiðaból- staðagerði í Suðursveit og konu hans, Ingileifar Jónsdóttur. Þau bjuggu þá að Brimmesgerði i Seyð- isifirði, siðar og til dauðadags i Fagrafipi ( Vonnafirði. Sigríður fluttist með Þorbiörgu frá Merki að Rannveigarúöðum i Álftafirðí til Jóns hálfbróður síns Frá Rann”- ^arstöðum fluttn bajr mæðgur ^agradal í Vonnafi’ði til Svein< 'i Ingileifar og áttu heima í v nafirði til ársins 1913 er þær f1i,ftust að Höskuldssrftð um í Breiðdal með Lárusi syni Sigriðar, er þá hóf búskao að Höskuldsstöðum og kvæntist sanaa sumarið heitkonu sinni, Þorbjörgu Pálsdóttur firá Gilsá í Breiðdal. Þorbjörg Jónsdóttir var 21 árs, er hún fluttist í Breiðdal, og eins og af ofanrituðu má sjá, alin upp við fátækt og flutninga úr einum stað í amnan. Þó hefur hún aflað sér svo traustrar menntunar til munns og handa, að hún var þá þegar með bezt menntuðu konum sinnar sveitar. Kenndi vefnað og sauma. Vorið 1920 flytzt Þorbjörg með Lárusi bróður sínum að Gilsá í- Breiðdal og giftist um haustið Emil Þórðarsyni. Þau eru á Gilsá til vors 1924 og fara þá í hús- mennsku að Brekkuborg og ári síð ar byrja þau búskap að Kleifar- stekk í sömu sveit. Þar bjuagu þau í 23 ár. en hættu þá búskap og flutfcu að Breiðdalsvík. en Þor björg veitti þar forstöðu sauma- stefu, er Kaupfélag Stöðvfirðinga starfrækti í 8 ár. Mann sinm mlssti Þorbjörg árið 1952, en fluttist tll Reykjavíkur árið 1956 og á þar heima enn. Hún hefur allan þann tíma unnið á saumastofu hjá Últíma. Þorbjörg og Emil eigmuðust 3 börn: Nönnu, sem er' ógift og hef- ur alitaf búið með mömmu sinni, Sigurð Hafstein, er lézt rúmlega tvítugur, mjög vel -gerður maður, og Daníel Þór Emilsson, húsgagna- smið .kvæntan Ernu Þórarinsdótt- u». Kleifarstekkur, jörðin sem þau Þorbjörg og Emil bjuggu lengst á, stendur hátt í fjallsenda þeim, sem verður milli Norður- og Suðurdals í Breiðdal. Þar er útsýn mikil og fögur. Breið og víðlend sveit með blikandi vöfcnum í skjóli fjalla með fjölbreytilegiustu tindum og berg- myndunum og í suðaustri úthafið með eyjar og skerjagarð i mynni hinnar breiðu víkur. En jörðin er lítil, reytingskot. Helztu kostir hagsæld á vetrum. Þarna bjuggu þessi hjón í 23 ár og voru alltaí meir veitandi en þiggjandi. Bú- stofnin mun þó aidrei hafa komizt yflr 50 ær. Húsbóndinn ætíð heilsu tæpur, þoldi illa erfiðisvinnu. Þó var heimilið rómað fyrir hve allt var þar fínt og snyríilegl. hve góðar veitmgar voru gestum born- ar. Hið andlega aðalsmerkj snyrti- mennskan sat þar í öndvegi. Hús- freyjan saumaði kven- og karl- mannafatnað, óf dúka og teppi, leiðbeindi grannkonum sínum um vandasöm verk, hafði tirna til alls, en þó flestum meira að gera. Mitt í fjárhagslegri fátækt, svo auðug að hún gat alltaf verið að gefa. Gefa vinnu, ráð og hlýhug. Bkyggn á mannkosti og mannlegan breysk- leik, laus við dómgirni, full skilh- ings og góðvildar, enda minnis- stæðara að hljóta aðfinnslur henn- ar fáorðar en fjölvrtar skammir annarra. í návist Þorbjargar eru allÍT hlutir tærir og skýrir. Þar ríkir góðviljuð hreinskilni ofar öðru, þarf aldrei að leikn eða lát- ast. Páll Lárusson. ISLENDÍNGAÞÆTTIR 22

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.