Íslendingaþættir Tímans - 12.06.1970, Blaðsíða 26

Íslendingaþættir Tímans - 12.06.1970, Blaðsíða 26
Steingrímsfirði, þar sem Íengi hafa setið þrír Bæ.jarbræður, synir þeirra Guðmundar og Ragnheið- ar, foreldra Guðmundar Ragnars, er eitt myndarlegasta og bezt setna býli í Strandasýslu. Og nú, þegar Guðmundur Ragnar og Margrét eru farin að fella flugfjaðrirnar, sjá þau í hillingum framtíðarinnar börn sín og barnabörn rekja sama þáttinn. Við Guðmundur R. vorum ungir saman heima á Strönd. Ekki vor- um við ætíð sammála um viðhorf- ið til framtíðarinnar ellegar liðandi stundar, og eldum oft á mannþing- tim grátt silfur, en lengra náði sú sundurþvkkja ekki. Kannski var hans framsóknar- pólitík ekkert verri en mín íhalds- pólitík — markmiðið var o.ftast það sama — deilumálið, hvort fara skvldi þessa leið „ellegar hina leiðina?‘! Manndómur Guðmundar Ragn- ars og óumdeilanlegur árangur í lífsstarfi, hefur orðið þess vald- andi, að hann var um skeið valinn í forystulið sveitar sinnar, og á bað mun enginn brigður bera. að bar vann hann sinni stétt af heil- indum. Eitt er það þó öðru fremur í fari þeirra Bæjarhjóna beggia, sem mér er hugbekkast að minn- ast Eftir að ég hafði horfið að heiman oe var orðinn gestur á mil biki höfuðborgarinnar. sendum við hiónin níu ára gamlan. óstýrilátan dren? ti! sumardvatar að Bæ. Eft- ir bað var hann hjá þeitn fiögur sumur og þau vortt hotium þá, og er" hon;”r =.íðan s°m afi og amtna. Nú er þessi drengur fulltíða maður búinn að njóta ivstisemda fiö'hvlisins i námi og starfi, en dvölin hjá beim Guðmundi og Margréti verður pf til vill einn snarasti bátturinn í framt.íðargæfu göngu os hiá beim finnur hann si® alltaf heima. Frá þeim G"ðmundi og Mar- gréti sem urðu á vissan hátt afi og amrna drp”'r?ins mins. kann ég ekkert bptra að segja. Guðnrundur minn! Hagstofan seeir þie siötugan. En áraaldur er aldrei afgerandi. Þið hjónin brosið heil móti björtu kveldi. Ég hlakka til að veiða tijá ykk- ur silung í sumar. Kærar vinakveðjur frá okkur hjónunum og Bóa. Þorsteinn frá Kaldrananesl. ÁTTRÆÐUR: SIGURÐUR EINARSSON í TUNGHAGA Árið 1890, nánar tiltekið 10. marz, fæddist í Þingmúla í S'krið- dal lítill drengur. Var hann vatni ausinn og iskírður Sigurður. For- eldrar Eirnar Höskuldsson, ættað- ur úr Berufirði, mun faðir hans hafa búið í Fossárdal. Emar fluttist upp á Hérað og var þar í vinnumennsku á ýmsum stöðum. Móðir Sigurðar hét Guðný Vigfús- dóttir, og var hún vinnukona í Þingmúla, er henni fæddist sonur. Ekki mun þessi drengur haía með öllu verið velkominn í þenn- an heim, því að foreldrar hans giftust ekki. Móðir hans drukknaði fáum árum síðar 1 Grímsá, þá vinnukona í Vallanesi, ásamt ann- arri konu. Örfáum dögum eftir fæðingu var þessi litli snáði tekinn frá móður sinni og fluttur í Geit- dal í sömu sveit. Hann var svo á ýmsum bæjum í Skriðdal fram undir fermingu, og telur að sér hafi liðið vel, eftir því sem um var að gera. „Sauða gætir Siggi minn sem að flestum betur daga og nætur nærgætinn notað hnjóta getur.“ Það má segja, að við fæðingu hafi Sigurður gengið út í sitt ævi- starf, vinnumennskuna. Það er göf ugt ævistarf og sér í lagi, þegar það er innt af höndum með því hugarfari að setja trúmennskuna og fórnarlundina öllu ofar, svo að ekki þurfi að kvarta. Sigurður var í vinnumenn.S'ku á ýmsum bæjum á Héraði. Þó alltaf nokkur ár í stað. var eftirsóH hjú vegna sinnar húsbóndahollustu. Hann var mörg ár vinnumaður b;,á Gunnari Pálssyni, bónda jg brepn- stjóra á Ketilsstöðum. Fyrir bá dyggu þjónustu fékk hann verð- laun frá Búnaðarféla0i Tslands, á- letraða silfurskeið, sem nann not- ar enn. þótt áletrunin sé máð og illlæsileg. Vorið 1937 fluttist Sigurður að Tunghaga í Vallahreppi til hjón- anna Sigþórs Bjarnasonar bónda og bíilaviðgerðarmanns og Þuríðar Jónsdóttur, og þar hefur hann dval izt síðan, eða 36 ár, og ætti því að fá verðlaun í annað sinn. Hér sem og alltaf áður, er það trú- mennskan og að vinna húsbænd- um sínum allt það gagn, setn verða má. Þetta hefur líka verið metið að verðleikum, og ég veit, að Sig- urður telur þessi ár með þeim beztu í sínu lífi. „Vendu þig á létta lund að lifa glaður hverja stund. Árla morguns bregða blund betra er en gull í mund“. Eftir þessum ljóðlínum Páls Ólafssonar, hefur Sigurður áreiðan lega lifað. Hann hefur aíltaf, og gerir enn, farið á fætur klukkan 7. Þar má ekkert út af bregða, hann er þá eitthvað lasinn, ef þetta stenzt ekki. Að lokum tvær óskir, að hver íslenzkur þegn ætti trúmennskuna og fórnarlundina hans Sigurðar, þá væri vel fyrir íslenzku þjóð- inni. Og að þér, Sigurður, mogi endast létta lundin og morgun- stundin til æviloka. Lifðu heill. Magnús Jónsson. 26 ISLENDIMGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.