Íslendingaþættir Tímans - 12.06.1970, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 12.06.1970, Blaðsíða 5
GUNNAR HALL F. 31. ágúbt 1909 D. 12. apríl 1970 Gunnar Hall fæddist í Reykja- vík, hinn 31. ágúst 1909. Foreldr- ar hans voru Kristján Hall bak- arameistari og kona hans, Jósefína Hall. Vom börn þeirra sex að tölu og var Gunnar elztur þeirra. Foreldrar Gunnars dóu bæði úr spönsku veikinni 1918, og einnig tvær systur hans. Gömul kona, sem lengi hafði verið á heimiii þeirra Ilall-hjóna og séð um börn- in oig þau kölluðu fóstru, andað- ist líka úr spönsku veikinni. Má nærri geta hversu ólýsanieg sorg hins níu ára gamla drengs og binna litlu systkina hans var eftir slíkt áfall, og hversu djúp spor þetta hefur skilið eftir i hug þeirra ævilangt. Börnunum var sundrað. En þau lentu öll hjá góðu fólki, er lét sér annt um þau eins og þau væru þeirra eigin börn. Hann- es Blöndal, skáld og bankaritari, og kona hans, Soffía, tóku Gunn- ar, ólu hann upp og kostuðu hann tii náms. Hann var góður náms- maður, og.einkum var honam létt að nema tungumál. Hann var innan við tvítugt, er hann lauk prófi frá Verzlunar- skólanum. Frá 1928—1943 var Gunnar bók haldari hjá Eimskipafélagi fsiands og sá þar um öll útlend bréfavið- skipti. Sama árið og hann for frá Eimskip, varð hann verziunar- stjóri verzlunar Ragnars Blöndais, sem hann rak með stórhug og dugnaði, þar til verzlunin hætti vegna fjárhagsörðugleika árið , 1955. Hinn 29. október 1933 kvæntist Gunnar, Steinunni Sigurðardóttur skipstjóra, Oddssonar. Með kvonfangi sínu steig Gunnar mestu gæfuspor lífs síns. Betri konu hefði hanm vart getað valið sér. Hún er glæsileg kona, greind og Rieð afbrigðum dugleg. Börn þeirra hjóna eru sjö: Hannes, fulltrúi hjá Skreiðarsölu samlaginu, kvæntur Herdísi Ólafs- ÍSLENDINGAÞÆTTIR dóttur, Herdls, giít Inga Ú. Magn- ússyni, gatnamálastjóra Reykjavik- ur, Sigurður, bókhaldari hjá verzl- uninni Fálkanum, kvæntur Eddu Magnúsdótíur, Kristján, skrifstofu maður hjá Sjóvátryggingafélagi ís- lands, Ragnar, Steindór og Gunn- ar. Þrír þeir yngstu eru allir í skóla. Auk þess að annast fjölmennt heimili, hefur frú Steinunn stjórn- að nærfataverksmiðjunni Lillu, sem þau hjónin stofnuðu árið 1938. Hefur sú verksmiðja jafnan verið rekin með miklurn dugnaði og hagsýni. Enn hef ég ekki nefnt merkasta ævistarf Gunnars Hall, en 'pað er bókasöfnun hans. Hann hóf ungur að safna bókum og blöðum, og safn hans óx með ári hverju, þar til það var orðið stærsta einkabóka safn, sem mokkur íslenzkur maður hefur átt, og hafði að geyma fjölda ágætra og fágætra bóka, blaða og skjala. Sérstaklega var þó blaða- safn hans orðið feiknamikið. Gunn- ar aflaði sér bóka ekki aðeins úr Reykjavík, heldur víða að af land- inu og einnig frá útlöndum. Hann fór oft erlendis og leitaði þá jafn- an hjá fornbóksölum ap íslenzkum bókuni og 'bókum um ísland. Kom hann oStast heim úr þessum ferð- um sínum með góðan feng bóka. Þá má geta þess að Gunnar aflaði sér mikils safns af úrklippum úr erlendum blöðum af greinum urn ísland og íslendinga, einkum þó greinum, þar sem rætt var um sjálfstæðisbaráttu og sjálfstæðis- rétt þjóðarinnar. Gunnar gekk jafnan að verki með stórhug og dugnaði. En stór- hugur hefur að líkindum átt ein- hvern þátt í því. að hann lenti í fjárhagsörðugleikum um sömu- mundir og verzlun Ragnars Blón- dals. Um sama leyti og Gunnar átti við mestu fjárhagsörðugleikana að stríða varð hann fyrir allmiklum blaðaárásum, en þá vann hann það afrek á einu ári að semja hina miklu bókaskrá sína og gefa hana út. Bókaskrá Gunnars Hail er i stóru ifjögunra blaða broti 520 bls. Að vísu er hún ekki galla- laus, sem ekki er von, þar sem hún er samin á einu ári. En slíka skrá myndu flestir þurfa að hafa fleiri ár til að semja. Og er hún fullkomin heimild um hið mikla bókasafn hans. Sama árið og Gunn- ar gaf út bókaskrá sína, gaf hann út eftir sig aðra bók, sem hann nefndi Sjálfstæðisbarátta íslend- inga, lokaþáttur 1918—1944. Er sú bók í sama broti og Bókaskráin, 247 bls. að stærð. Þá gaf hann út þriðju bókina eftir sig árið 1958 í sama broti og hinar 202 bls. að stærð. Nefndi hann hana fslend- ingabók. Æviágrip og brautryðj- endasaga merkra íslendinga. Blaðaárásum á sig svaraði hann ekki .En samt hygg ég, að þær hafi gert liann beiskari í skapi en hann var áður, og mátti sjá það glöggt í blaði hans Nýja stormi, er hann gaf út ásamt öðrum manni síðustu ár ævi sinnar. En í viðtali var hann jafnan glaður og reifuí meðan hann hélt sæmilegri heilsu, Það mun hafa verið árið 1959 eða 1956, sem Gunnar ákvað að selja bækur sínar, til þess að geta greitt allar skuldir sínar, þar með ábyrgðarskuldir. Flestir núlifand! 1

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.