Íslendingaþættir Tímans - 12.06.1970, Blaðsíða 12

Íslendingaþættir Tímans - 12.06.1970, Blaðsíða 12
MINNING Hjónin Guðbjörg Helgadóttir og Þorsteinn Jóhannsson og annar í Indriðakoti undir Vest- ur EyjaljöU'um. Svo sem tilheyrir Vestmannaeyj um, hafði Ágúst sitt bjargræði að mestu úr sjó. Hins vegar fann hann eins og aðrir, að mjólkur- laus geta heimilin tæpast verið. Þvi lagði hann sig mjög fram við túnrækt og fékk því áorkað með dugnaði og þrautseigju, að afla heyja fyrir tvær kýr. Ágúst gerði út mótorbát um ára- bil, en stundaði jafnframt smíðar eftir því sem timi vannst tii. Svo kom að því, að hann var búinn að þroska svo þessa iðn með sér, að hann öðlaðist meistararéttindi hjá hinum kunna húsasmíðameistara, Magnúsi ísleifssyni hér í bæ. Loks kom að því, að Ágúst hætti útgerð en sá fyrir heimilinu með smíða- vinnu sinni. Eins og áður segir var Ágúst hjá móður sinni hin fyrstu ár hér í Eyjum. Þeirra samvera hélzt þaðan af, því hún átti sitt heimili hjá honum, þar til hún fluttist yfir móðuna miklu. Þegar foreldrar Pálínu hættu búskap, þrotin að kröftum, fluttu þau til Agústar og Pálínu dóttur sinnar, og mér sem þessar línur skrifa, er kunnugt um, að þar áttu þau friðsæla elli, til hinztu stund- ar, svo sem að líkum lætur. Bróð- ir Pálínu, Magnús að nafni, var mállaus og gat ekki séð sér fyrir Hfsuppeldi. Hann fluttist einnig til þeirra hjóna og var hjá þeim í fimmtán ár, eða til dauðadags. Hús þeirra stóð þannig opið fyrir fólki, sem þurfti á aðhlynningu^ að halla. Kynning mín af Ágústi og Pálinu og heimili þeirra, er í fáum orðum bundin við þessa visu. Hvar sem þú finnur fátækau á förnum vegi. Gerðu honum gott, en grættu hann eigi guð mun launa á efsta degi. Að endingu vil ég og kona mín, 1 Herdís Ólaifsdóttir, þakka Ágústi fyrir vinsemdina, hlýhuginn og alla greiðasemina, sem við nutum frá hans hendi og heimili þeirra hjóna frá við kynntumst þeim, fyr- ir 21 ári. Jafnframt vottum við ekkjunni, börnum og öðrum vandamönnuin innilegustu samúð. Guð blessi mmningu þessa mæta manns. Vestmannaeyjum í jan. 1970. Stefán Jónsson frá Steinaborg. Á liðnum vetri önduðust hjónin Guðbjörg Helgadóttir og Þorsteinrv Jóhannsson í Stykkishólmi. Þótt nokkuð sé um liðið, langar mig til að minnast þeirra fáeinum orðurn. Guðbjörg fæddist 20. október 1884 á Kvíabryggju í Eyrarsveit. Foreldrar hennar voru Margrét Sigurðardóttir og Helgi Helgason, og var hún hjá þeim bernskuárin. En þrettán ára fór hún til Jóse- fínu Thorarensen í Stykkishóimi og dvaldist hjá henni og Herdísi dóttur hennar fram yfir tvítugs- aldur. Þorsteinn fæddist á Þingvöiium í Helgafellssveit 27. júní 1885. Foreldrar hans voru Guðrún Guð- ríður Kristmannsdóttir og Jóhann Þorsteinsson. Þau bjuggu á ýms- um stöðum í Helgafellssveit og Eyrarsveit, og ólst Þorsteinn upp hjá þeim til fullorðinsára. Guðbjörg lagði fyrir sig saunia á yngri ánuim, eftir því sem heilsa hennar leyfði, en Þorsteinn stund- aði sjó alla ævi, lengst af sem skip stjóri. í því starfi sínu var hann lánsamur, missti aldrei mann af skipi eða hlekktist á. Þau Guðbjörg og Þorsteinn gengu í hjónaband 19. febrúar 1914 og bjuggu allan sinn búskap í Styk'kishólmi. Ek-ki varð þeim barna auðið, en svo barngóð voru þau, að börn úr nágrenninu hænd- ust að þeim og voru heimagangar bjá þeim. Hjónaband þeirra Guð- bjargar og Þorsteins var einstak- lega fiarsælt, heimili þeirra hlýtt og bjart, vafið Ijóma trúar og kær- leika. Þau náðu háum aldri, bjuggu saman í meira en hálfa öld, og þeim varð að þeirri ósk sinni, að ekki varð langt á milili þeirra, að- eins tæpir fjórir mánuðir. Þor- steinn andaðist 5. nóvember 1969 og Guðbjörg 3. marz 1970. Ég var svo lánsöm að kynnast þessurn góðu hjónum, þegar ég var barn að aldri, í fyrstu sem heimilisvinur eins og önnur börn í nágrenninu, en síðar var ég 1 vist hjá þeim í tvö ár. Þessi ár urðu mér lærdómsrík og minnis- stæð, því að á heimili þeirra naut ég umhyggju og vináttu, sem alia tíð mun ylja mér um hjai-tarætur. Á þessum árum átti Guðbjörg við vanheilsu að stríða, en ekki minn- ist óg þess, að það hefði áhrif á viðmót hennar við aðra, og ævin- lega var heimilishald hennar til fyrinmyndar. Um nokkurt árabii átti ég þess ekki kost að vera samvistum við Guðbjörgu og Þorstein, en i seinni tíð bef ég komið til þeirra ekki sjaldnar en tvisvar á ári. Mér er það Ijóst nú, hver ávinningur það hefur orðið mér að kynnast þoss- um góðu hjónum og eignast vin- áttu þeirra og trúnað. Löngum stundum sáturn við Guðbjörg og ræddum um drauma og annað líf að þessu loknu. Hún var trúuð kona, og trú hennar var meira en orðin tóm. Bæði voru þau hjónin draumspök og höfðu áhuga á dui- rænum efnum. Taldi Þorsteinn sig hafa haft styrk af draumum sin- um, meðan hann var við skip- stjórn, og bæði höfðu þau hugboð um ýmsa óorðna viðburði. Sterkur þáttur í eðlisfari þeirra hjóna var umhyggja fyrir þeim, sem minni máttar voru og áttu v:ð erfiðleika að stríða, og bæði voru þau einstakir dýravinir. Nú þegar þessir vinir inínir eru horfnir yfir landamærin miklu og óg á þeim á bak að sjá, eru þökk og virðing mér efst í huga og syo er og um eiginmann minn. Ég bið ykkur allrar blessunar í nýþ um heimi. Guð blessi ykkur. S2? ÍSLENDINGAÞÆTTtR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.