Íslendingaþættir Tímans - 12.06.1970, Blaðsíða 32

Íslendingaþættir Tímans - 12.06.1970, Blaðsíða 32
SJÖTÍU OG FIMM ÁRA: HALLDÓR GUDJÓNSSON, FYRRUM SKÓLASTJÓRI Laust fyrir síðustu aldamót tóku ótv'ræð batamerki að koma fram með þjóð vorri, eftir þrotlaust starf og stríð þeirra, sem fremstir gengu í írelsisbaráttunni. Loftið var þrungið af gróðurangan, væn- legir kjarnakvistir mannlífsins uxu úr grasi og gengu til liðs við umbótaöfl þjóðfélagsins. Einn þeirra var Halidór Guðjónsson, sem nú í dag er 75 ára. Halldór fæddist 30. apríl 1895, að Smádalakoti í Flóa, sonur hjón- anna Halldóru Halldórsdóttur og Guðjóns Guðnasonar, er þar bjuggu urn skeið. Eins og þá þótti sjáfsagt fór Halldór snemma að vinna fyrir sér, en fróðleiksþrá og rík sjálfs- biargarhvöt réðu því, að hann ruddi sér leið til lærdóms og mennta, innritaðist i kvöldskóla Ásmundar Gestssonar. þar sem hann stundaði nám 1915—17, fór þá í Kennaraskóla íslands og braut skráðist þaðan 1921. Þrátt fyrir batamerkin, var enn um þessar muudir ríkjandi hér sá hugsunarháttur, að bókvit yrði seint i aska látið og að menn hefðu annað við tímann að gera, en liggja í bókum. Það þurfti þvi bæði kjark ðg áræði ti! að leggja inn á menntaveginn . í trássi við tiðarandann. En þjóðin var að vakna. Ungmennahreyfingin víg- biÓ æskulvðinn til aukinnar bar- áttu fyrir þjóðlegri menningu og Halldór var einn hinna gæfusömu, sem fengu að leggja hönd á plóg- inn. Haustið 1921, sama árið og Hail dór iauk p>‘6Þ fékk hann kennara- stöðu við ba!'n:iskó'a>in I Vest- mannaevjum og gegndi því starfi til 1939, er hann tók við stjóin skólans, en honum stýrði Halldór með röggsemd og dugnaði til árs ins 1956. er hann lé af skólast.iórn og fluttist til Reykiavikur. Við þessa stofnun vann Halldór því í 35 ár. Hér' eru þó ekki öll kurl til grafar komin, því við unglinga- skólann í Vestmannaeyjum kenndi hann 1921—24 og var skólastjóri kvöldskóla iðnaðarmanna í Eyjum 1932—55. Samhliða þessum umfangs- mi'klu skólastörfum, viðhélt Hall- dór menntun sinni og jók -hana eftir því sem kostur var, sótti ým- is hérlend námskeið og var einn- ig við nám í Danmörku 1928. Þetta sýnir vel, hve ábyrgðartilfinning hans var rík og hversu mikla al- vöru hann hefir lagt í starf sitt. Marfnkostir Halldórs fóru heldur ekki fram hjá samborgurunum, sem fundu hvað í honum bjó ug fólu honum fljótlega mörg og vandasöm trúnaðarstörf. í bæjar- stjórn Vestmannaeyja sat hann um skeið og var bæjarsjaldkeri á árunum 1923—30. Hann var lengi í yfirskattanefnd, endurskoð- andi hafnarsióðs 1933—36, sjúkra .hússins 1937—45, sparisióðslns 1943—47. Hann var í stjórn Kenn- arafélags Vestmannaeyja frá stofn un þess 1921 og eftir að því var breytt í stéttarfélag kennara í Vestmanina-eyjum, gegndi hann formennsku þess um 6 áira skeið. Ritari R.K. deildar Vestmannaeyja var hanm allt frá stofnun deildar- innar 1940—50. Síðan Halldór fiuttist til Reykja- víkur hefir hann stundað ýmis Skrifstofustörf og útreikninga, verið um skeið aðstoðarmaður í fjármálaeftirliti skóla og lagt á fleira sína gjörfu hönd, enda bæði vinnufús og verklaginn. Ekki býst ég við að framanskráð upprifjun á störfum Halldórs sé honum að skapi, en þar sem hér er ekkert ofsagt, áðeins drepið á það helzta, sem við augum blasir á heillaríkum starfsferli, vona ég að hann fyrirgefi mér tiltækið. Árið 1922 kvæntist Haildór Svövu Jónsdóttur frá Haukagili í Stafholtstunguim. Eignuðust þau einn son, Sigurð Guðna, rafmagns- verkfræðing í Reykjavík. Núver- andi kona Halldórs er Elín Jakobs- dóttir, húnvetns'k að ætt og upp- runa. Eiga þau 2 börn, Ragnar Inga vélstjóra og Halldóru Mar- gréti kennara. Frú Elín er væn kona og vel gefin. Hefir hún búið manni sínum gott og myndarlegt heimili og reynst honum í hví- vetna traustur lífsföruinautur. Halldór er félagshyggjumaður og sakir menntunair hans, líís- reynslu og góðrar greindar, er uppbygigilegt við hann að ræða um hin dýpri rök lífsins, tilgang þess og framvindu. Hann er mjög vel máli farinn og hinn prýðilegasti hagyrðingur, þótt hann haldi því lítt á lofti. Halldór er heiðursfé- lagi Karlakórs Vestmannaeyja. Kynni mín af Halldóri hófust fyrir nokkrum árum, eftir að börn okkar höfðu tengzt hjúskapar- böndum, en síðan hafa þau kynni aukizt og leitt til-góðs og varan- legs kunningsskapar, sem ég tel mér mikils virði. Við hjónin sendum Haildóri hug heilar áirnaðaróskir í tilefni þess- ara tímamóta. Megi hann sem lengst fá notið farsælla og góðra lífdaga. Hallgrímur Th. Björnsson. IslendingaþættiR 32

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.