Íslendingaþættir Tímans - 26.08.1970, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 26.08.1970, Blaðsíða 1
SLEtfDiafGAÞÆTTIB Timans i 12. TÖLUBL. — 3. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1970 NR. 44 FORSÆTISRÁÐHERRAHJÓNIN DR. BJARNI BENEDIKTSSON, FRÚ SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR OG BENEDIKT VILMUNDARSON, DÓTTURSONUR ÞEIRRA Aðfararnótt föstudagsins 10. júlí s.l. urðu þau harmatíðindi, að for- sætisráðherrahjónin, dr. Bjarni Benediktsson og frú Sigríður Bjöi-nsdóttir, létust í eldi, er ráð- herrabústaðurinn svonefndi á Þingvöllum brann til kaldra kola, og með þeim fjögurra ára dóttur- sonur þeirra, Benedikt Vilmundar- son. Útför þeirra var gerð 16. júlí 1970. Dr. Bjarni Benediktsson forsæt isráðherra, var rúmlega 62 ára er hann fézt, fæddist árið 1908. Hann var yngsti sonur hjónanna Bene- öikts Sveinssonar, alþingismanns, og Guðrúnar Pétursdóttur. Hann kvæntist fyrri konu sinni,' Valgerði Tómasdóttur, í október 1935, en hún lézt í marz 1936 að eins 22 ára að aldri. í desember 1943 kvæntist hann Sigríði Björns dóttur, sem fórst með honum og dóttursyni þeirra hjóna í brunan- um á Þingvöllum. Þau hjónin áttu fjögur börn. Björn, fæddur 1944, sem stundar laganám við Háskóla íslands og er kvæntur Rut Ingólfsdóttur. Guð rúnu, sem fæddist 1946 og starf- ar í Útvegsbanka íslands. Valgerði sem fæddist 1950 og stundar nám í BA-deild Háskóla íslands, en

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.