Íslendingaþættir Tímans - 26.08.1970, Blaðsíða 15
MJNNING
SVEINBJÖRN
Sveinbjörn í Þingnesi lézt á
Söívangi 19. júní s.l. 88 ára að
aldri. Hann var jarðsettur í Hafn-
arfirði.
Sveinbjörn Björnsson fæddist á
Þverfelli í Lundarreykjadal 26.
maí 1882 og ólst að mestu leyti
upp í foreldrahúsum.
Forel'drar hans voru hjónin Ást-
rún Friðriksdóttir og Björn Svein-
björnsson, þá bóndi á Þverfelli og
iengi síðan.
Ástrún var ættuð úr ÁHtanes-
hreppi hinum forna, nú Garða-
hreppi, fædd á Óttarsstöðum í
Hraunum.
Björn var sonur Sveinbjörns
Árnasonar, hreppstjóra á Oddsstöð
um, Lundarreykjadal.
Börn þeirra Ástrúnar og Björns
voru mörg, en efni lítil. Það þótti
því sjálfsagt, að hvert þeirra bjarg
aði sér sjálft strax og þau kom-
ust á legg. Sveinbjörn var snemma
ötull og duglegur við störf og var
í vist á ýmsum stöðum, frá barns-
aldri fram á fullorðinsár. Hann
vann á búi foreldra sinna lengst af,
meðan þau bjuggu. Sjálfur hóf
hann búrekstur á Heggsstöðum í
Andakíl árið 1917 og bjó þar til
1931 og síðan í Þingnesi í Bæjar-
sveit frá 1931 til 1957, er hann
varð að hætta búskap.
Sveinbjörn var tvíkvæntur, fyrri
kona hans var Margrét Hjálmsdótt
ir frá Þingnesi, nú látin. Þau slitu
samvistum. Þau áttu saman tvo
syni, annar dó í æsku, en á lífi er
Björn Sveinbjörnsson hrl. í Hafnar-
firði.
Seinni kona hans var Þórdís
Gunnarsdóttir Jónssonar, bónda á
Fossvöllum i Jökulsárhlíð, sem Iif-
ir mann sinn ásamt einkadóttur
þeirra, Ragnheiði, bæjarfulltrúa í
Hafnarfirði.
Sveinbjörn var bómdi í Borgar-
fjarðarhéraði í fjóra áratugi, og
rak búskap, sem krafðist hjúa-
halds að þeirrar tíðar hætti. Á
löngum búskaparferli hafði hann
bví margt fólk í þjónustu sinni,
suma lengi aðra skamma hríð, ung
'hriga og fullorðna.
Margt af þessu fólki batzt hon-
hm órjúfandi vináttuböndum. Hug
Ur þess hvarflar nú við leiðarlok
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
BJÖRNSSON
til baka og það minnist með þakk-
læti góðvildarinnar og umhyggj-
unnar, sem hann auðsýndi því.
Sérstaklega munu þeir, sem
kynntust honum ungir, börn og
unglingar, kveðja hann með hlýj-
um huga. Návist þeirra laðaði
fram það bezta, sem bjó í skap-
höfn hans, þá var eins og Tygn
lind viðkvæmni og hlýju streymdi
fram undan hinni hversdagslegu,
hrjúfu s'kel, sem hann bar yzt,
þegar hann þóttist þurfa og full-
orðnir fengu stundum óþyrmilega
á að þreifa.
Sveinbjörn var sérstæður per-
sónuleiki, sem ekki gleymist þeim,
sem kynntust honum og hann batt
vináttu við, það fylgdi honum
alltaf hressandi andblær hvar sem
hann fór. Hann fór ekki alltaf í
slóð samferðamanna sinna á
lífsleiðinni og batt ekki vináttu-
bönd við þá alla, en þeim sem einu
sinni höfðu unnið trúnað hans og
bundizt honum vináttuböndum
sýndi hanm órofa tryggð til ævi-
loka.
Sveinbjörn var bóndi að ævi-
starfi og undi því hlutskipti vel,
að því er séð varð. Hann var hygg-
inn bóndi og farsæll, alla tíð vel
bjargálna, þótt aldrei yrði hjá hon-
uim auður í garði. Honum þótti
vænt um jörð sína og búpenimg og
fór vel með allar skepnur, hann
var laginn tamningamaður, tamdi
hesta sína sjálfur, meðan heilsan
leyfði og átti oft góða reiðhesta.
Eina skólagangan sem Svein-
bjönn naut, var eins vetrar nám I
Hvítárbakkaskóla Sigurðar Þórólfs
sonar. Þó var hann fjölfróður og
víðlesinn, hann var snjall hágyrð-
ingur, en lét lítið yfir þeim hæfi-
leika sínum alla tíð.
Sveinbjörn bar svipmót aðals-
mannsins í gervi hins þrekmikla
erfiðismanns, sem með atorku og
ósveigjanlegum vilja gekk að
skyldustörfum sínum meðan kraft
ar entust, sívakandi og áhugasam-
ur um velferð og uppbyggingu
lands og þjóðar.
Hann brá búi 75 ára gamall, far-
inn að heilsu og sjóndapur. Þá
hafði hann árum siaman þjáðst af
kölkun í mjöðmum, en með þreki
kappans hélt hann þó ennþá velli,
en búreksturinn hafði dregizt sam-
an.
Sveinbjörn dvaldist á EUi- og
hjúkrunarheimilinu Sólvangi síð-
ustu 13 árin og undi þar hag sín-
um bærilega og fylgdist vel með
öllu, sem gerðist.
Sérstaklega fylgdist hann vel
með velferð fjölskyldu sinnar,
barna og barnabarna, enda sérstak
lega góður faðir og afi.
Að síðustu varð hann, eins og
allir aðrir, að lúta lögmáli dauðans
yfir lifinu. Blessuð sé minning
hans.
Að lokum flyt ég konu hans og
börnum og öðrum vandamönnum
samúðarkveðjur mínar og fjöl-
sk.yldu minnar.
Jón Ól. Bjarnason.
t
Lauk degi
litríkum,
bónda merks
úr Borgarfirði.
Blindur orðinn j
en bugaðist hvergi.
Sofnaði vært
að Sólvangi.
Athygli vakti
ýmislega.
KappsfuITur
og karlmenni.
Sína götu
gekk ódeigur.
Hræddist lítt
heimsins dóma.
Kalli gegndi,
er kom að ofan.
Opnaðist hlið
að æðri veröld
Inn þar fer
alheill, djarfur,
Sveinbjöi'n Bjömsson
í sólskinið.
Elrihur Pálsson.
15