Íslendingaþættir Tímans - 26.08.1970, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 26.08.1970, Blaðsíða 16
MINNING BJARNI JÓHANNSSON ÚTSÖLUSTJÓRI, SIGLUFIRÐI Þegar við Bjarni Jóhannsson iögðum af stað frá Akureyri laug- ardagimn 27. júní s.l. áleiðis til Siglufjarðar, vorum við sammála um, að nú loks væri sumarið kom- ið. Við vorum léttir í lundu, rifjuð- um upp gamalt og nýtt Sólin vermdi allt og alla, og svo virtist, sem við sæum grös gróa, er við ókum um sveitir. Starfandi hend ur, börn að leik, tvö í túni eða fleiri saman. Fyrr en varði vorum við í Öxnadal. Við ræddum um Jónas, ljóð hans og líf, fráfall hans d Kaupmannahöfn og hið sviplega fráfall föður hans og áhrif þess at- burðar á æsku Jónasar. Oft á ferðalögum, sem þessum, tókum við Bjarni lagið, höfðum yfir ferskeytlur. sögðum gaman- sögur, létum hugann reika til lið- inna atburða og ræddum framtíð- ina. Þessi ferð var ekki frábrugðin oxkar fyrri ferðum og samújndum og fyrr en varð blasti við Skaga- fjöður. Haldið var til Sauðárkróks og síðla sama dags til Fljóta, þar sem Bjarni Jóhannsson hafði byggt sér og fjölskyldu sinni fagran sum- arbústað við Miklavatn. Sjaldan höfðum við keyrt þessa leið í fegurra aftanskini og höfð- um orð á því, og ég hugsaði sem svo: Það hefur verið á slíku norð- lénzku kvöldi, sem Hannes Péturs- son orti sitt gullfallega kvæði „Sumarnótt í Skagafirði“.: Gullbúinn himinvagn kvöldsins er horfinn við eyjar í þögulgrunn. Fjöirðurinn lognblár og landið lögzt til værðar með munn við munn. Hestar að nasla á votum völlum. Vinnulúnir menn sofa í ró, fá heiinæma hvíld, undir herðabreiðum fjöllum. f sumarbústaðnum beið eigin- kona Bjarna, frú Guðlaug Þorgils- dóttir og dóttir þeirra Jóhanna, sem stundar nám í Kennaraskóla íslands, en sonurinn, Hlöður Freyr, er starfandi læknir í Sví- þjóð. Það urðu fagnaðarfundir, því Bjarni Jóhannsson hafði verið starfandi á Akureyri um nokkurn tíma Hann skrapp aðeins heim til að njóta hvildar og fylgjast með hag fjölskyldunnar. Leiðir skildu upp úr miðnætti. Miðnætursólin litaði hafflötinn og umhverfið allt. Ég hélt til Siglufjarðar og hlakkaði til að sjá sólaruppkomuna þar næsta morgun. Bjarni Jóhannsson gekk til hvíldar í sumarhúsi sinu. Það duldist engum, er til þekktu, að einmitt þessi staður — þetta hús — var hans „jörð“ — hans helgidómur. Hann reis árla úr rekkju sunnudaginn 28. júní — átti veiðidag í Fljótá — og maut sín þar fram að hádegi. Hann var náttúrubarn og veiðikló og hafði unun af að tala um lax og laxveið- ar — eldisstöðvar — göngur og seiði — flugur — og ferðalög. Um nón var hann kominn út í Siglufjörð. ABmargir vinir hans og samherjar voru samankomnir á fundi, er hann stjórnaði. Þar var skipzt á skoðunum Meðal ræðu- manna var fundarstjórinn, en hann var ræðumaður góður. Hvorki ég né aðrir viðstaddir gleyma þessari síðustu ræðu hans. Hún var eins konar skilnaðar- og þakkarræða, en Bjarni Jóhanns- son hafði nýlega hætt störfum í bæjarstjórn Siglufjarðar sam- kvæmt eigin ósk, en á þeim vett- vangi hafði hann unnið giftudrjúg störf fyrir Siglufjörð í meir en ára tug. ^ Hann þakkaði ekki einvörðungu samherjum sínum stuðning og vin semd, heldur einnig öllum þeim, sem með honum höfðu unnið að bæjar- og félagsmálum innan bæj- arstjórnar og utan. Hann hvatti til einingar og dáðríkra starfa — til hagsbóta fyrir Siglufjarðarkaup- stað og íbúa hans — en þeim stað unni hann ekki síður en Vestfjörð- um, bernskuheimkynnunum. Nokkru eftir að hafa flutt ræðu sína var Bjarni Jóhannsson allur. Hann hné niður mitt í önn dags- ins — meðal vina — síðustu orð hans voru þakkar- og hvatningar- orð til samferðamannanna. Allir viðstaddir drjúptu höfði sorgþrungnir, er þessi herðabreiði höfðingi og einstaki drengur var borinn úr sal. Lífsbók hans hafði skyndilega verið lokað. Á slíkri skilnaðarstund lauguðu tár hvarma og í hug minn flaug þessi gamalkunna hending: „en lofaðu engan dag fyrir sólarlags stund“. Bjarni Jóhann Jóhannsson, en svo hét hann fullu nafni, fæddist 10. október 1910, að Lónseyri í Auðkúluhreppi, Vestur-ísafjarð- arsýslu. Foreldrar hans voru Jó- hann Jónsson, skipstjóri og bóndi á Auðkúlu í Arnarfirði og kona hans Bjanney Jónína Friðriksdótt- ir Jóhann skipstjóri fórst ádð 1919 — frá 9 börnum, því yngst.a 1 árs, þá var Bjarni á 10. ári. óbilandi ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.