Íslendingaþættir Tímans - 26.08.1970, Blaðsíða 21

Íslendingaþættir Tímans - 26.08.1970, Blaðsíða 21
FIMMTUGUR: HELGI SÆMUNDSSON RITSTJÓRI Kynni okkar Helga Sæmundsson ar, ritstjóra hófust fyrir þrjátíu ár um. Við vorum þá báðir við nám, hann í Samvinnuskólanum, óg í Menntaskólanum í Reykjavík. Hvort tveggja leiddi okkur saman, sameiginlegur áhugi á margs kon- ar fræðum og sameiginiegur áhugi á samfélaginu, kviku þess og fyr irbærum. — Allt frá vetrinum 1939—1940 hafa kynni okkar hald izt, leiðir okkar legið saman meira og minna og áhugaefnin tekið á sig ný blæbrigði, þótt enn sé stofn inn hinn sami og áður og á tveim sviðum sé sótt og varið af beggja hálfu, alveg eins og gert var í upp- hafi. Það var snemma lýðum Ijóst að Helgi Sæmundsson var óvenjuleg- ur maður. Hann er einn þeirra fáu og sérstæðu manna, sem tek- izt hefur að hefja sig svo algerlega yfir meðfæddan sjúkdóm og van- heilsu og yfirvinna svo gersamlega ágalla í mæli og málfari að hann gat þrátt fyrir hvortt veggja orðið áhrifamaður í opinberu lífi og einn af þekktustu ræðumönnum þjóðar innar, sérstæður mælskumaður með óvenjulega hæfileika í sókn og vörn. Það segir sig alveg sjálft að slíkt hefur ek'ki gerzt átakalaust og áreynslulaust. Til þess hefur þurft mikla þrautseigju, mikinn kjark, en fyrst og fremst mikTar gáfur og einbeitni. En á sama tírna og barizt var upp á líf og dauða við sjúkdóm og vanheilsu, á sama tíma og unn- inn var sigur á göllum, er torvelduðu framsögn og túlk un, lagður grundvöllur að mikilli og margslunginni þekk- ingu, fræða afláð úr ýmsum áttum og útsýn fengin og yfirsýn, sem vandfengin er og kostar ævinlega mikla vinnu og mikið erfiði.. En það sem mest er og eftirtektarverð ast: Þetta var gert án mikillar ÍSLENDINGAÞÆTTIR hjálpar annarra, þetta var sókn eins manns til lífs og þátttöku í baráttu, sem háð er án vægðar og hlífðar. II. Helgi Sæmundsson fæddist 17. júlí 1920 á Stokkseyri í Árnes- sýslu. Hann er sonur hjónanna Sæmundar Benediktssonar sjó- rnanns og verkamanns á Stokks- eyri og ‘konu hans Ástríðar Helga- dóttur. Helgi ólst upp hjá foreldr- um sínum í stórum sysfckinahópi og ber þess merki að hann hefur aldrei einfari verið, haft bæði ríka þörf fyrir félagsskap og notið hans og hagnýtt sjálfum sér til þroska og öðrum til ánægju. Ungur að árurn fluttist Helgi með foreldrum sínum til _ Vest- mannaeyja. Þó vakti undur Árnes- sýslu áfram í huga hans og hefur gert alTar stundir síðan, enda er Helga tarnt að gera samanburð á landsvæðum og líkja öllu við staði og aðstæður á Suðuríandi. Þar er hinar eilifu frumgerðir, ..archtyp- en“ hans að finna svo að brugðið sé á mál og túlkun Caris Gusfcavs Jungs og Marcea Eliades, þótt á ólíkan hátt skilgreini sameiginlegt hugtak. — En Vestmannaeyjar bjuggu líka yfir sínum töfrum og þar var að finna eggjun og hvatn- ing ungum og framsæknum manni. Námshæfni Helga og áhugi á félags- og menningarmálum kom skýrt í ljós í gagnfræðaskólanum í Vestmannaeyjum. Nemendur slógu skjaldborg um þennan óvenjulega svein, sem var að vísu veikburða og manmætti hrjáður, en bjó á hinn bóginn yfir svo mikl um styrkleika og fjölþættum gáf- um og afcgervi. Hér var foringja- efni á ferð, þótt styðja þyrfti og jafnvel bera á stundum sem ívar beinlausa forðum. Hans leiðsögn og forysta var engu að síður örugg- ari og traustari en annarra. Túlk- unarhæfileiki Helga var þegar á þessum árum óvenjulegur þótt málfarið væri annarlegt og hljóm- aði í íyrsfcu furðulega, jafnvel ankannalega í eyrum. Það var einsýnt að slíkur hæfi- lei'kamaður hlyti að halda áfram námi. Helgi kaus Samvinnuskól- ann til framhaldsmenntunar eftir gagnfræðapróf. Mun þar hafa ráð- ið mestu um aö forstaða þe. skóla var þá í höndum þjóðmálaskör- ungs og eins mesta félagshyggju- manns landsins á þeim tíma. Jóxi- asar Jónssonar frá HrifTu. albingi^ manns og fyrrum ráðherra. — j Það voru fræði samfélagsins, fé- J 21

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.