Íslendingaþættir Tímans - 26.08.1970, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 26.08.1970, Blaðsíða 11
hugsjónum ungmennafélaganna Íig rómantík fornsagnanna, og ein- ægur fylgismaður Framsóknar- flokksins allt frá stofnun hans til iSíns endadægurs. Þau hjón Sigríður og Jón eign- rðust ellefu börn, þrjú þeirra dóu æsku og elzti sonur þeirra Pétur dó á fuHorðinsaldri frá konu og þremur börnum. — Þau sjö, sem éftir lifa eru: Björn, iðnverkamað- Ur, Gunnlaugur, Valdimar og $tefán, veggfóðrarar, Karólína og Sesselja, húsfreyjur og Ólafur yerzlunarmaði:r Öll búsett í Íteykjavík. Jón missti Konu sína 10. júlí 1952, eftir það dvaldi hann hjá börnum sínum, einkum Birni og Sessrlju ba" til hin síðustu ár, er hana þarfn*ði5’í miög hjiíkrunar- þjónustn, þá fluttist han.n á elli- heimilið Grund og var þar til dauðadags, þá orðinn sjóndapur og heyrnasUor. Börn hans og tengdabörn fylgd ust alltaf mjög vel með líðan hans og reyndu að Létta honum síðustu Íífsstundlrnar með heimsóknum og annarri umönnun svo sem íöng voru á. Var honum vel ljóst að hverju dró og hugði gott til, þreytt ur að sofna. Gunnar Þórðarson. f Einn af sonum Islenzkra dala hefur lokið langri og oft á tiðum strangri göngu. f dag verður til moldar borinn Jón Marteinsson frá Fossi f Hrúta- firði, i hans heimabyggð, þar sem hann fvrst leit dagsins ljós, þar sem hann óx upp, vann mest af löngu og góðu lífsstarfi, og nú að síðustu, þrotinn að kröftum og hniginn að aldri, leggst við hhð konu sinnar í hvílustað feðranna. Um Jón má svo mar.gt merkilegt fiegja, að þar þyrftu færari en ég, um að s*?Ta. En minningin um tengdaföður minn er mér svo kær að ég er sem knúin til að gera hervni Ufúlega skil. Það er ergin þörf að fara um það tæpitungu, að þegar ungt fóTk vfirgefur sín foreidra- hús, og stofnar eigin heimili. eeta viðtökur t’í'ncrriaforeldra ráfiið æði miklu um bes« framtíðarheill. Jón var i =enn. faðir og félagi, afskiptalans «n ráðhollur, virðing- arverður gleðigjafi. Við sem ekki höfðum daglegt samband við hann minnumst hans sennilega lengst, þar sem hann gladdist með fjöl- skyldunni á hátíðastundum. Þá var hann hrókur alls fagnaðar og undi því betur, sem meir var rifj- að upp af góðum íslenzkum kvæð um, en þó allra bezt við glaðan söng. Það hefði því mátt imynda sér að svo glaðvær maður hefði gengið hina breiðu götu lífsins og ekki kynnzt nema björtu hliðun- um. En þeir sem vissu að Jón hafði barizt við næsta óblíð örL'ög, jafnvel samanborið við hans eigin samtíð, hvað þá heldur okkar nú- tíð, hlutu að undrast þetta þrek. Fyrir 18 árum kvaddi þessa jarð vist kona Jóns, Sigríður Björns- dóttir, ættuð úr HúnavatnssýsLu eins og maður hennar. Hún var hin mætasta kona sem hafði hor- ið, óvanálega byrði veikinda mik- inn hluta ævinnar. Hve vel henni tókst það má efalaust þakka góð- um gáfum sem hún var gædd, og ekki síður fágætu glaðlyndi, er hún hafði í ríkum mæli. Þau hjón bjuggu allan sinn búskap að Fossi. Þar tókust þau sameiginlega á við erfiðleikana, og þar lifðu þau björtustu dagana. Eftir að Jón hætti búskap, var hann sízt í það búinn að setjast 1 helgan stein. Hann tók að sér fjár vörzlu á HoLtavörðuheiði, og sinnti því af mikiili dyggð, sem öðru er hann lagði hönd að. Þessi atvinna opnaði honum möguleika á að igefa sterkum þætti eðli sínu laus an taum, sem hann fram að þessu hafði orðið að bæla. Hann tók að rifja upp minningar og rita þær niður, og með þeirri iðju lagði hann drjúgt lóð að mörknm til verndar fornri menningu, og göml um sögum. Var næstum furða hve vel honum fór þetta úr hendi því lítil var sú menntun sem hann hlaut, utan sjálfsmenntun. Þessi ritstörf hafa samt verið honum létt sökum góðrar málkenndar og hagmælsku Eru margar stökur hans fullkomlega sambærilegar við annað sem bezt hefur verið talið af því efni. Eitt sinn þegar hann leit af heiðinni niður að gamla bænum, sem nú er í eyði, en áður var æskuheimili hans, kom honum betta í hug. Haustið kallar hátt við dyr hefur fallið snærinn. Er nú valla eins og fyr aldni fjallabærinn. LítiLsagá neýnuM var' ' “ Ljóð án baga dvína úti í haga undi ég þar æsku daga mína. Allt þar bar sinn blíða svip bjart var yfir högum. Ég á þar margan minjagrip írá minninganna dögum. Þessi 3 smá erindi eru ekkert; úrval úr kveðskap Jóns, en þau 1 sýna glöggt tryggð hans við heima ’ hagana, enda lagði hann sig mjög fram við að draga sögur og sagn- ’ ir þaðan fram í dagsljósið og forða frá gleymsku. Þegar líða tók á ævi Jóns var ; hann ekki svo mjög að sýta sitt; fyrra þrek og þor. Hann var nógu skynsamur til að gera sér ljóst, að; eitt getur komið í annars stað og. hann ‘kvað: Þegar dvinar dugurinn daprast sýn og fleira. Þá skal hlýna hugurinn og hafa grínið meira. Þessa vísu kvað hann oft fyrir; munni sér, en við hin undruðumst hreinskilni hans. Vissulega var hugur hans hlýrri og grínsamari,: nú en þegar hádagur var með önnum og erli, og svo oft þuríti að snúa sér beint í veðrið. Ég þekkti gamla konu, sem var, samtíða Jóni. Hún sagði mér marg, ar sögur af hreysti hans og þreki.. Ein var um það þegar hann hafði. misst eLztu dóttur sína úr veikinni, ’ sem kona hans barðist svo hraust- lega við, allan þeirra hjúskap. Þá hafði Jón unnið við uppskipun I 5 dægur samfleytt og með því' fengið nægjanlegt fé til útfarar- innar, síðan lagt upp í þá löngu; leið frá Reykjavík til Hrútafjarðar. Þá gisti hann hjá fyrrgreindri' konu í Borgarfirði. Hún sagðist hafa hlustað á hann ganga um gólf alla þá nótt, því þrátt fyrir þreytuna auðnaðist honum ekki að njóta hvíldar. En næsta morgun var, sem þrek hans væri óskert og förinni haldið áfram. En ekkiv oru öll hans spor svo erfið. Hann átti afbragðs konu, góð börn sem fvrr segir, og alveg sér stakan hæfileika til að Títa frekar á bað góða en illa. Hann var fram- faramaður, huesaði mikið um bióð mál og skinaði sér í flokk með þeim sem vildu endurheimta siálf stæði þióðarinnar og breyta stiórn arháttum. Þegar dró að endalokum gerði! ÍSLENDíNGAÞÆTTIR 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.