Íslendingaþættir Tímans - 26.08.1970, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 26.08.1970, Blaðsíða 6
MINNING Grímur Þorvaldsson, Norðurreykjum, Hálsasveit ( Fæddur 27.5 1888. Dáinn 25.3 1970. ‘ Hann fæddist í Hægindi í Reyk- i holtsdal. Foreldrar hans voru Jó- j dís Grímsdóttir og Þorvaldur Stef- ! ánsson, sem þá voru vinnuhiú hjá i Jóni Sigmundssyni, er þá bjó 1 i Hægindi. Jón var talinn efnabóndi, j en ungu hjónin fátæk með ung börn sín. Eins og fólk í slíkri að- stöðu munu þau hafa áút íárra \ kosta völ, og fólk haíði taiið þau * heppin, að geta verið þar.ia með • börn sín hjá þessum efnabónda, sem Jón var. En Þorvaldur liu=,?- aði hærra, hann vildi berjast óháð- ur á eigin spýtur. Árið 1894 losnuðu Norðurreyk- ir í Ifálsasveit úr ábúð. Jörðin var 'þá í algerri niðurníðslu, með að- eins 30 hesta tún. Það varð úr, að Þorvaldur ræðst í að taka þessa jörð til ábúðar og flytur þangað um vorið með konu og börn og bjó þar síðan allan sinn búskap. Þorvaldur tók sitt hlutverk al- varlega og lagði ótrauður til at- ögu við þá miklu örðugleika, sem við var að etja. sigurs skyldi barizt, og hann tapaði aldrei leik. Hann var karl- menni að burðum, léttur í hreyf- ingum, kappsamur og fylginn sér svo af bar. Hver stund var notuð til hins ýtrasta. Börnin uxu upp og gengu fljótt í störfin með foreldrum sín- um og hver sigurinn af öðrum unninn. Norðurreykir urðu bJóm legt býli með víðlendum, miklum girðingum og góðum byggingum, og Þorvaldur heiðraður með verð- launum úr Gjafasjóði Kristjáns IX Danakonungs fyrir afrek í jarða- bótum. Jódís kona Þorvalds var talin góð kona og fíngerð, en var lengi heilsuveil. Sagt var, að Þorvaldur hefði sýnt henni mikla umhyggju ! í veikindum hennar og borið hana á höndum sér. Jódís dó 1918. En Þorvaldur rak búskapinn með börnum sínum til 1929. Þá afhendir hann sonura sín um, Grími og Stefáni, jörð og bú, taldi þá mál til komið að þeir færu að njóta sjálfræðis og sýna hvað í þeim byggi. Og hann mun ekki hafa þurft að sjá eftir þeirri ráðabreytni., Ég var í tvö ár nágranni þeirra Norðurreykjamanna og kynni mín af þeim voru öll á einn veg, hin ágætustu. Þá sagði Þorvaldur mér hug sinn í sambandi við þessi mál. Eftir kynni mín af Þorvaldi fékk ég mætur á honum. Hann gladdist yfir dugnaði og hagsæld sona sinna og taldi, að hann hefði ekki átt að halda jörðinni lengur. Ég hef hér rakið lauslega þessa frásögn vegna þess, að þegar hér er komið sögu, er ævi Gríms á Norðurreykjum hálfnuð. Frá því að hann er fluttur barn að Norð- urreykjum er öll hans ævi, líf og starf, samofið fastmótuðu fjöl- skyldulífi þar með foreldrum og systkinum, þar sem hver studdi annan, svo að þar verður ógreitt um að greina hvern þátt frá öðr- um, en góður mun þáttur Gríms jafnan hafa verið. Það er sagt að eplið falli sjald- an langt frá eikinni. Og hér end- urtók sig hin sígilda saga. Grímur hafði hlotið marga hinna góðu kosta foreldra sinna. Hann var bú höldur góður, dýravinur, harð- skeyttur og laginn verkmaður að hverju sem hann gekk, alls staðar öruggur í fylkingu hvar sem lið- sinnis hans var þörf og trúr í störfum. Grímur var ekki stór vexti, en þéttvaxinn, holdskarpur og vöðva- stæltur. í skóla kom Grímur ekki, en naut aðeins hinnar venjulegu barnafræðslu síns tíma. Hann las góðar bækur, mundi þær og hreifst af þeim. Einkum munu íslendingasögurnar hafa verið honum hugstæðar og aukið honum metnað og manndóm. Og alltaf fannst mér það vera hans hugsjón að líkjast hinum beztu forngörpum, að hreysti og dreng- skap. Hann reyndi afl sitt á stein- tökum og hvatleik á hlaupum um heiðar og heimalönd í leitum og smalamennskum. Ungur lærðl hann sund og varð ágætlega fær í þeirri íþrótt. í því sambandi er vert að geta þess, er hann bjarg- aði manni frá drukknun úr Hvítá og sýndi þar á mjög greinilegan *átt frækni sína og drengskap. ÞaT sem hann, þá kominn af létt- -asta skeiði, fleygði sér til sunds hjá Bjarnavaði eftir manni, sem flotinn var af hesti, sem hrakizt hafði af réttri leið undau straum- þunga árinnar. Eftir þeim aðstæðum, sem þarna voru, var þetta afrek á borð við þau sem launuð hafa verið með afreksverðlaunum úr Hetju- sjóði Carnegie's, því þarna lagði Grímur hiklaust líf sitt að veði til að bjarga manni frá bana úr þessu beljandi jökulvatni. En þannig var Grímur á Norð- urreykjum. Hann var í senn prúð- menni og drengskaparmaður. Á yngri árum fór hann til sjós og reri á vetrarvertíð suður i Leiru og reyndist þar liðtækur veí sem annars staðar. Annars vann Grímur alla tíð við búskap á Norðurreykjum. iíann gekk jafnan ótrauður til starfa hvar í fylking sem hann var. í fjallgöngum var hann gjaman þar sem þolraun var mest, til dæmi$ að hlaupa um stalla Langjökuls og svo framvegis. Hin síðasta ferð haiis var að líta eftir lambfé sínu hinn 25 maí sl. í þeirri ferð varð hann bráð- kvaddur. Hann var jarðsettur i Reykholti hinn 30. sama mánaðaí að viðstöddu fjölmenni. Það var gott að kynnast Grími á Norðurreykjum. Handtak han$ var fast og hlýtt og gaf manni strax hugmynd um hvern mann hann hafði að geyma. Og fyrir vinsemd hans og alúð á ég honum þakkir að gjalda og svo mun véra um flesta er nokk- ur veruleg kynni hafa af honum 6 ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.